„Nú er ég bara dottinn í það“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2023 22:41 Brynjar Níelsson veit ekki hvað tekur við nú þegar hann þarf að hverfa frá störfum í dómsmálaráðuneyti. Hann er samt sem áður léttur í lund. vísir/vilhelm „Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. „Ég er bara kominn í algjört frí, búið að reka mig og allt,“ segir Brynjar eftir að hafa tekið átján holur á Hamarsvelli rétt utan við Borgarnes í góðra vina hópi í kvöld. „Mín staða fellur bara sjálfkrafa niður við það að Jón fari. Maður þarf því að fara að finna sér eitthvað að gera.“ Og hvað á að gera? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég ætla bara að njóta lífsins í rólegheitum í sumar, ef það kemur einhvern tímann sumar. Það er ekki víst.“ Tilkynnt var um ráðherraskiptin í Valhöll í dag. Jón Gunnarsson segist þakklátur fyrir sinn tíma í ráðuneytinu en hefur oft talað um að slæmt sé að hætta „í miðri á,“ eins og hann hefur orðað það. „Það er ekkert gaman að fara úr hálfkláruðu verki en menn bara lifa með því, pólitíkin er bara svona. Það eru engin leiðindi í okkur,“ segir Brynjar sem telur góðan árangur hafa náðst á þeim átján mánuðum sem Jón var dómsmálaráðherra. „Auðvitað var engin hrifning hjá pólitískum andstæðingum með okkur. Enda vorum við ekki til að gleðja þá,“ heldur Brynjar áfram. „Það hefur verið mjög góður andi, gott samstarf við starfsfólkið, allir um borð. Ótrúlega skemmtilegur tími þar sem allir voru saman og tilbúnir að vinna verkin. Menn unnu bara ótrúlega vel og hratt, sem maður átti ekki endilega von á miðað við tímann. Venjulega koma menn engu í verk á átján mánuðum en við fórum á fleygiferð strax og náðum alveg ótrúlegum árangri að mínu mati. En svo geta menn deilt um það.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tímamót Tengdar fréttir Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. 18. júní 2023 12:49 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég er bara kominn í algjört frí, búið að reka mig og allt,“ segir Brynjar eftir að hafa tekið átján holur á Hamarsvelli rétt utan við Borgarnes í góðra vina hópi í kvöld. „Mín staða fellur bara sjálfkrafa niður við það að Jón fari. Maður þarf því að fara að finna sér eitthvað að gera.“ Og hvað á að gera? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég ætla bara að njóta lífsins í rólegheitum í sumar, ef það kemur einhvern tímann sumar. Það er ekki víst.“ Tilkynnt var um ráðherraskiptin í Valhöll í dag. Jón Gunnarsson segist þakklátur fyrir sinn tíma í ráðuneytinu en hefur oft talað um að slæmt sé að hætta „í miðri á,“ eins og hann hefur orðað það. „Það er ekkert gaman að fara úr hálfkláruðu verki en menn bara lifa með því, pólitíkin er bara svona. Það eru engin leiðindi í okkur,“ segir Brynjar sem telur góðan árangur hafa náðst á þeim átján mánuðum sem Jón var dómsmálaráðherra. „Auðvitað var engin hrifning hjá pólitískum andstæðingum með okkur. Enda vorum við ekki til að gleðja þá,“ heldur Brynjar áfram. „Það hefur verið mjög góður andi, gott samstarf við starfsfólkið, allir um borð. Ótrúlega skemmtilegur tími þar sem allir voru saman og tilbúnir að vinna verkin. Menn unnu bara ótrúlega vel og hratt, sem maður átti ekki endilega von á miðað við tímann. Venjulega koma menn engu í verk á átján mánuðum en við fórum á fleygiferð strax og náðum alveg ótrúlegum árangri að mínu mati. En svo geta menn deilt um það.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tímamót Tengdar fréttir Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. 18. júní 2023 12:49 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. 18. júní 2023 12:49