Það er ekkert gefið í þessum heimi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 19. júní 2023 08:30 Bríet Bjarnhéðinsdóttir lék gríðarlega stórt hlutverk í því að koma á þessum mikilvægu réttarbótum fyrir konur og efla þannig lýðræðissamfélagið fyrir okkur öll. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928, en markmið þess var að vinna að því að íslenskar konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi og embættisgengi, og rétt til atvinnu með sömu skilyrðum og karlmenn. Höldum baráttunni áfram Margt hefur breyst og áunnist á þeim 108 árum sem liðin eru. Við getum jafnvel sagt að lagalegt jafnrétti karla og kvenna, sem Bríet barðist fyrir, sé að mörgu leyti komið. En þó er ljóst að staða kynjanna í samfélaginu er enn ójöfn og raunverulegt jafnrétti er ekki í höfn. Við eigum einnig enn eftir að fá allt samfélagið með okkur í lið þegar kemur að fjölbreytileika kynjanna og að víkja frá kynjatvíhyggjunni. Lagaleg réttindi fara ekki alltaf saman við samfélagsstöðu þeirra hópa sem um ræðir. Þau eru mikilvægt skref, en alls ekki eina skrefið. Og allri jafnréttisbaráttu stafar stöðug ógn af bakslagi. Þetta sjáum við vestanhafs og austan, þegar horft er til réttinda kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Þetta sjáum við á Íslandi í dag þegar horft er til hinsegin samfélagsins, þá sérstaklega trans fólks og þeirra fordóma sem stöðugt dynja á því. Þetta sjáum við á samfélagsmiðlum með hatursorðræðu í garð innflytjenda, litaðs fólks og kvenna. Með hverri kynslóð koma nýjar áskoranir í jafnréttismálum, nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það má með sanni segja að starfi Bríetar verði í raun aldrei lokið og það sé hlutskipti nýrrar kynslóðar að taka við kyndlinum. Konur tilheyra öllum hópum samfélagsins, þær eru fatlaðar, þær eru trans, þær eru íþróttahetjur, þær eru innflytjendur, þær eru forstjórar, þær eru pankynhneigðar, þær eru fátækar, þær eru gamlar og þær eru ungar. Að berjast fyrir réttindum kvenna þýðir marglaga og fjölþætt barátta, sem þarf að há á mörgum vígstöðum og kallar á samstöðu ólíkra hópa. Í dag sækjum við okkur innblástur og kraft frá Bríet og hennar sögu og nýtum okkur hana sem veganesti í áframhaldandi jafnréttisbaráttu. Höldum áfram að berjast og byggja réttlátara borgarsamfélag fyrir okkur öll. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Bríet Bjarnhéðinsdóttir lék gríðarlega stórt hlutverk í því að koma á þessum mikilvægu réttarbótum fyrir konur og efla þannig lýðræðissamfélagið fyrir okkur öll. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928, en markmið þess var að vinna að því að íslenskar konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi og embættisgengi, og rétt til atvinnu með sömu skilyrðum og karlmenn. Höldum baráttunni áfram Margt hefur breyst og áunnist á þeim 108 árum sem liðin eru. Við getum jafnvel sagt að lagalegt jafnrétti karla og kvenna, sem Bríet barðist fyrir, sé að mörgu leyti komið. En þó er ljóst að staða kynjanna í samfélaginu er enn ójöfn og raunverulegt jafnrétti er ekki í höfn. Við eigum einnig enn eftir að fá allt samfélagið með okkur í lið þegar kemur að fjölbreytileika kynjanna og að víkja frá kynjatvíhyggjunni. Lagaleg réttindi fara ekki alltaf saman við samfélagsstöðu þeirra hópa sem um ræðir. Þau eru mikilvægt skref, en alls ekki eina skrefið. Og allri jafnréttisbaráttu stafar stöðug ógn af bakslagi. Þetta sjáum við vestanhafs og austan, þegar horft er til réttinda kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Þetta sjáum við á Íslandi í dag þegar horft er til hinsegin samfélagsins, þá sérstaklega trans fólks og þeirra fordóma sem stöðugt dynja á því. Þetta sjáum við á samfélagsmiðlum með hatursorðræðu í garð innflytjenda, litaðs fólks og kvenna. Með hverri kynslóð koma nýjar áskoranir í jafnréttismálum, nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það má með sanni segja að starfi Bríetar verði í raun aldrei lokið og það sé hlutskipti nýrrar kynslóðar að taka við kyndlinum. Konur tilheyra öllum hópum samfélagsins, þær eru fatlaðar, þær eru trans, þær eru íþróttahetjur, þær eru innflytjendur, þær eru forstjórar, þær eru pankynhneigðar, þær eru fátækar, þær eru gamlar og þær eru ungar. Að berjast fyrir réttindum kvenna þýðir marglaga og fjölþætt barátta, sem þarf að há á mörgum vígstöðum og kallar á samstöðu ólíkra hópa. Í dag sækjum við okkur innblástur og kraft frá Bríet og hennar sögu og nýtum okkur hana sem veganesti í áframhaldandi jafnréttisbaráttu. Höldum áfram að berjast og byggja réttlátara borgarsamfélag fyrir okkur öll. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar