Ekkert áfengi og minna kjöt en meira af fiski og baunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2023 11:45 Skilaboðin eru skýr: Allt er vænt sem vel er grænt! Getty Það er best fyrir heilsu manna og umhverfið að þeir neyti sem mest af matvælum úr jurtaríkinu, borði mikið af fiski og dragi úr kjötáti. Þetta eru niðurstöður sérfræðinga sem hafa lagst yfir vísindalegar rannsóknir um áhrif matvæla á heilsu. Sjötta útgáfa Norrænu næringarráðlegginganna kemur út í dag en um er að ræða umfangsmesta vísindalega grunn í heimi hvað varðar heilnæmt matarræði, bæði fyrir heilsu manna og umhverfið. Sérfræðingar skoðuðu meðal annars áhrif fimmtán matvælaflokka og 36 næringarefna á heilsu manna. „Lagt er til mataræði sem að mestu er sótt í jurtaríkið og samanstendur af miklu grænmeti, ávöxtum, berjum, baunum, kartöflum og heilkorni. Mælt er með mikilli neyslu á fiski og hnetum, hóflegri neyslu á mjólkurvörum sem innihalda litla fitu, takmarkaðri neyslu á rauðu og hvítu kjöti og sem minnstri neyslu á unnum kjötvörum, áfengi og unninni matvöru sem inniheldur mikla fitu, salt og sykur,“ segir í fréttatilkynningu um ráðleggingarnar. Að sögn Karen Ellemann, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, sem gefur skýrsluna út, verður hún meðal annars lögð til grundvallar þegar yfirvöld á Norðurlöndunum ákveða matseðla skóla, sjúkrahúsa og annarra mötuneyta á vegum hins opinbera. Nokkrar breytingar verða frá fyrri útgáfu, til að mynda á viðmiðunarmörkum níu næringarefna; E-vítamíns, B6-vítamíns, fólats, B12-vítamíns, C-vítamíns, kalsíns, sinks og selens. Fólki er ráðlagt að forðast alfarið neyslu áfengis, takmarka neyslu á rauðu kjöti við 350 grömm á viku af heilsufarsástæðum og enn frekar af umhverfisástæðum. Þá ber að halda neyslu unnina kjötvara í lágmarki og neyta 300 til 450 gramma af fiski á viku. Fólk ætti að borða að minnsta kosti 90 grömm af heilkorni á dag og borða meira af baunum. Heilbrigðismál Heilsa Matur Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Sjötta útgáfa Norrænu næringarráðlegginganna kemur út í dag en um er að ræða umfangsmesta vísindalega grunn í heimi hvað varðar heilnæmt matarræði, bæði fyrir heilsu manna og umhverfið. Sérfræðingar skoðuðu meðal annars áhrif fimmtán matvælaflokka og 36 næringarefna á heilsu manna. „Lagt er til mataræði sem að mestu er sótt í jurtaríkið og samanstendur af miklu grænmeti, ávöxtum, berjum, baunum, kartöflum og heilkorni. Mælt er með mikilli neyslu á fiski og hnetum, hóflegri neyslu á mjólkurvörum sem innihalda litla fitu, takmarkaðri neyslu á rauðu og hvítu kjöti og sem minnstri neyslu á unnum kjötvörum, áfengi og unninni matvöru sem inniheldur mikla fitu, salt og sykur,“ segir í fréttatilkynningu um ráðleggingarnar. Að sögn Karen Ellemann, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, sem gefur skýrsluna út, verður hún meðal annars lögð til grundvallar þegar yfirvöld á Norðurlöndunum ákveða matseðla skóla, sjúkrahúsa og annarra mötuneyta á vegum hins opinbera. Nokkrar breytingar verða frá fyrri útgáfu, til að mynda á viðmiðunarmörkum níu næringarefna; E-vítamíns, B6-vítamíns, fólats, B12-vítamíns, C-vítamíns, kalsíns, sinks og selens. Fólki er ráðlagt að forðast alfarið neyslu áfengis, takmarka neyslu á rauðu kjöti við 350 grömm á viku af heilsufarsástæðum og enn frekar af umhverfisástæðum. Þá ber að halda neyslu unnina kjötvara í lágmarki og neyta 300 til 450 gramma af fiski á viku. Fólk ætti að borða að minnsta kosti 90 grömm af heilkorni á dag og borða meira af baunum.
Heilbrigðismál Heilsa Matur Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira