Reykvíkingur ársins er „fullkominn kennari“ sem hugsar út fyrir skólastofuna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. júní 2023 11:28 Reykvíkingur ársins, Mikael Marinó Rivera segist óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir í kennslu. Nemendur hans lýsa honum sem fullkomnum kennara. Vísir/Sigurjón Nemendur manns sem var í dag útnefndur Reykvíkingur ársins segja hann fullkominn kennara sem geri allt fyrir nemendur sína. Sjálfur segir hann mikilvægast að hugsa út fyrir skólastofuna og að vera hress og sanngjarn. Mikael Marinó Rivera, grunnskólakennari í Rimaskóla í Grafarvogi er Reykvíkingur ársins 2023. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti valið í morgun við opnun Elliðaánna líkt og hefð er fyrir. Óskað er eftir tilnefningum frá borgarbúum og segir Dagur að Mikael hafi fengið tilnefningar fyrir að vera frábær grunnskólakennari sem fari aðrar leiðir í að virkja nemendur sem finna ekki sitt áhugasvið í hefðbundnum námsgreinum. Hann bætir við að valáfangar Mikaels hafi verið sérstaklega nefndir. „Einn þeirra fjallar um veiði, fluguveiði og að kenna krökkum að umgangast árnar og lífríkið, en líka að hnýta flugur og framvegis. Hann er líka þekktur fyrir valáfanga um Hringadróttinssögu og evrópuknattspyrnu og allskonar. Það greinilega geislaði gleði af þessum ábendingum þannig að hann er greinilega mjög vel af þessu kominn.“ Dagur B. Eggertsson tilkynnti um val á Reykvíkingi ársins við veiðihús Elliðaár í morgun. Á myndinni sést grunnskólakennarinn Mikael Marinó Rivera, sem hlaut nafnbótina í ár, ásamt nemendum sínum. Vísir/Margrét Björk Dagur segir að margar tilnefningar hafi borist líkt og undanfarin ár enda sé mikið um fólk að gera góða hluti. „Við reynum að verðlauna sérstaklega fyrir óeigingirni. Stundum er það fólk sem er frægt í hverfinu sínu fyrir að halda öllu snyrtilegu og biðja ekki um neitt í staðinn. Reykvíkingur ársins er borgarbúi sem er nokkurskonar alþýðuhetja í augum samborgara sinna.“ Kennsla þurfi ekki að fara fram innan veggja skólans Sjálfur segir Mikael að mikilvægast sé að hugsa út fyrir skólastofuna. Hann leggur mest upp úr því að vera sanngjarn, hress og að prófa eitthvað nýtt. „Þetta er bara fólk eins og við, það þarf ekkert að bregðast öðruvísi við þeim en öðri fólki. Það að vera jákvæður og duglegur að tileinka mér nýja hluti hefur fleytt mér langt í þessu í starfi.“ „Trúin flytur fjöll og dáið er allt án drauma svo það er um að gera að elta drauminn sinn,“ segir Reykvíkingur ársins, Mikael Marinó Rivera.Vísir/Sigurjón Mikael segir gríðarlega mikilvægt að hugsa út fyrir boxið í kennslu. „Þetta er kennslan,“ segir hann og bendir á nemendur sína sem standa úti í á. „Kennsla þarf ekki endilega að vera innan veggja skólans. Það er frábært hvað það er orðið mikið um að fólk sé farið að hugsa út fyrir skólastofuna. Það er allt hægt.“ Aðspurður um heilræði sem hann myndi gefa ungu fólki segir Mikael: „Að vera þú sjálfur og hafa trú á því sem þú ert að gera. Trúin flytur fjöll og dáið er allt án drauma svo það er um að gera að elta drauminn sinn.“ Aflinn ekki aðalatriðið Veiðin í morgun fór fyrir ofan garð og neðan en þrátt fyrir mikla eftirvæntingu varð bið á því að fyrsti lax ársins veiddist. Mikael náði einum sem slapp. Hann var þó ekki að mikla það fyrir sér. „Það er bara hluti af þessu sporti, þessari dásamlegu íþrótt. Ef það væri á í hverju kasti og tuttugu laxar á dag væru allir löngu hættir held ég. En það er allur dagurinn eftir, vonandi skilar hann sér á endanum.“ Mikael fékk lax í morgun sem slapp frá honum. Vísir/Margrét Björk Nemendur Mikaels í valáfanga í fluguveiði voru með honum í morgun en þetta er í annað skipti sem Mikael bauð upp á þann áfanga. „Þetta snýst ekki bara að hnýta flugurnar og æfa köstin heldur var þetta mjög fjölbreytt. Það er komið inn á náttúruverndina, inn á líffræðina og það er mikil landafræði í þessu. Svo fórum við náttúrulega í veiði, fórum tvisvar hingað í Elliðaárnar, fórum í Korpu og Grímsá í Skugga. Þannig að þeir fengu vítt samhengi í þessu öllu saman.“ „Fullkominn kennari“ Það er augljóst að Mikael Marinó hefur greinilega mikla ástríðu fyrir starfinu. „Já, þetta er besta starf í heimi og ég er ekki að fara hætta því. Ætli þetta hafi ekki verið fjórtándi veturinn minn og það eru mörg ár eftir.“ Bjarki Freyr Haraldsson og Marel Máni Fannarsson eru nemendur Mikaels. Þeir voru bjartsýnir á að fá marga fiska í dag. Vísir/Sigurjón Og nemendurnir voru á einu máli um mannkosti Mikaels. „Hann er fullkominn kennari. Besti kennari á landinu, langbesti,“ segja þeir Bjarki Freyr Haraldsson og Marel Máni Fannarsson. „Við höfum lært svo mikið af honum og svo mikill stuðningur sem maður fær frá honum. Hann gerir allt fyrir okkur og til að láta okkur líða vel.“ Hann er geggjaður. Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Mikael Marinó Rivera, grunnskólakennari í Rimaskóla í Grafarvogi er Reykvíkingur ársins 2023. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti valið í morgun við opnun Elliðaánna líkt og hefð er fyrir. Óskað er eftir tilnefningum frá borgarbúum og segir Dagur að Mikael hafi fengið tilnefningar fyrir að vera frábær grunnskólakennari sem fari aðrar leiðir í að virkja nemendur sem finna ekki sitt áhugasvið í hefðbundnum námsgreinum. Hann bætir við að valáfangar Mikaels hafi verið sérstaklega nefndir. „Einn þeirra fjallar um veiði, fluguveiði og að kenna krökkum að umgangast árnar og lífríkið, en líka að hnýta flugur og framvegis. Hann er líka þekktur fyrir valáfanga um Hringadróttinssögu og evrópuknattspyrnu og allskonar. Það greinilega geislaði gleði af þessum ábendingum þannig að hann er greinilega mjög vel af þessu kominn.“ Dagur B. Eggertsson tilkynnti um val á Reykvíkingi ársins við veiðihús Elliðaár í morgun. Á myndinni sést grunnskólakennarinn Mikael Marinó Rivera, sem hlaut nafnbótina í ár, ásamt nemendum sínum. Vísir/Margrét Björk Dagur segir að margar tilnefningar hafi borist líkt og undanfarin ár enda sé mikið um fólk að gera góða hluti. „Við reynum að verðlauna sérstaklega fyrir óeigingirni. Stundum er það fólk sem er frægt í hverfinu sínu fyrir að halda öllu snyrtilegu og biðja ekki um neitt í staðinn. Reykvíkingur ársins er borgarbúi sem er nokkurskonar alþýðuhetja í augum samborgara sinna.“ Kennsla þurfi ekki að fara fram innan veggja skólans Sjálfur segir Mikael að mikilvægast sé að hugsa út fyrir skólastofuna. Hann leggur mest upp úr því að vera sanngjarn, hress og að prófa eitthvað nýtt. „Þetta er bara fólk eins og við, það þarf ekkert að bregðast öðruvísi við þeim en öðri fólki. Það að vera jákvæður og duglegur að tileinka mér nýja hluti hefur fleytt mér langt í þessu í starfi.“ „Trúin flytur fjöll og dáið er allt án drauma svo það er um að gera að elta drauminn sinn,“ segir Reykvíkingur ársins, Mikael Marinó Rivera.Vísir/Sigurjón Mikael segir gríðarlega mikilvægt að hugsa út fyrir boxið í kennslu. „Þetta er kennslan,“ segir hann og bendir á nemendur sína sem standa úti í á. „Kennsla þarf ekki endilega að vera innan veggja skólans. Það er frábært hvað það er orðið mikið um að fólk sé farið að hugsa út fyrir skólastofuna. Það er allt hægt.“ Aðspurður um heilræði sem hann myndi gefa ungu fólki segir Mikael: „Að vera þú sjálfur og hafa trú á því sem þú ert að gera. Trúin flytur fjöll og dáið er allt án drauma svo það er um að gera að elta drauminn sinn.“ Aflinn ekki aðalatriðið Veiðin í morgun fór fyrir ofan garð og neðan en þrátt fyrir mikla eftirvæntingu varð bið á því að fyrsti lax ársins veiddist. Mikael náði einum sem slapp. Hann var þó ekki að mikla það fyrir sér. „Það er bara hluti af þessu sporti, þessari dásamlegu íþrótt. Ef það væri á í hverju kasti og tuttugu laxar á dag væru allir löngu hættir held ég. En það er allur dagurinn eftir, vonandi skilar hann sér á endanum.“ Mikael fékk lax í morgun sem slapp frá honum. Vísir/Margrét Björk Nemendur Mikaels í valáfanga í fluguveiði voru með honum í morgun en þetta er í annað skipti sem Mikael bauð upp á þann áfanga. „Þetta snýst ekki bara að hnýta flugurnar og æfa köstin heldur var þetta mjög fjölbreytt. Það er komið inn á náttúruverndina, inn á líffræðina og það er mikil landafræði í þessu. Svo fórum við náttúrulega í veiði, fórum tvisvar hingað í Elliðaárnar, fórum í Korpu og Grímsá í Skugga. Þannig að þeir fengu vítt samhengi í þessu öllu saman.“ „Fullkominn kennari“ Það er augljóst að Mikael Marinó hefur greinilega mikla ástríðu fyrir starfinu. „Já, þetta er besta starf í heimi og ég er ekki að fara hætta því. Ætli þetta hafi ekki verið fjórtándi veturinn minn og það eru mörg ár eftir.“ Bjarki Freyr Haraldsson og Marel Máni Fannarsson eru nemendur Mikaels. Þeir voru bjartsýnir á að fá marga fiska í dag. Vísir/Sigurjón Og nemendurnir voru á einu máli um mannkosti Mikaels. „Hann er fullkominn kennari. Besti kennari á landinu, langbesti,“ segja þeir Bjarki Freyr Haraldsson og Marel Máni Fannarsson. „Við höfum lært svo mikið af honum og svo mikill stuðningur sem maður fær frá honum. Hann gerir allt fyrir okkur og til að láta okkur líða vel.“ Hann er geggjaður.
Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent