Nauðsynlegt að nýta betur menntun og hæfileika innflytjenda Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2023 19:21 Mathias Cormann segir mikilvægt að Íslendingar nýti menntun og hæfni fólks sem hingað komi til að vinna. Stöð 2/Sigurjón Efnahags- og framfarastofnun segir hagvöxt hvergi meiri en á Íslandi sem væri drifin áfram af innflutningi vinnuafls. Í því felist bæði tækifæri og áskoranir. Í nýrri skýrslu um íslensk efnahagsmál sem Mathias Cormann framkvæmdastjóri OECD, efnahags- og framfarastofnunar, kynnti í morgun kemur fram að hagvöxtur væri meiri á Íslandi en í öðrum OECD og ríkjum sem væri drifinn áfram með innflutningi vinnuafls. Cormann segir að í þessari stöðu felist bæði tækifæri og áskoranir. Nauðsynlegt væri að grípa til ráðstafana til að innflytjendur fengju að njóta menntunar sinnar og hæfileika. „Að meðaltali eru innflytjendur á Íslandi ofmenntaðir fyrir störfin sem þeir vinna eða þeir eru það oft. Það er tækifæri fyrir þá að leggja jafnvel enn meira af mörkum ef við bætum viðurkenningu á sérkunnáttu og ef við bætum tungumálakennslu enn frekar sem þeir geta fengið hérna á Íslandi,“ segir Cormann Í skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál kemur fram að mikill hagvöxtur á Íslandi væri drifinn áfram af innfluttu vinnuafli. Frá vinstri: Mathias Cormann framkvæmdastjóri OECD, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra tekur undir meðOECD að efla þurfi íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Enginn innflytjendastefna væri til á Íslandi en hún væri í mótun. „En eitt er alveg víst að við verðum að setja stefnuna þangað að hér verði ekki til tvær þjóðir eða fleiri í landinu. Þar sem innflytjendur eru láglaunafólk og innfæddir eru á betri kjörum,“segir Guðmundur Ingi. Þá leggur OECD til að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu verði færður úr neðra þrepi í efra þrep. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir þetta skoðunar virði til að draga úr álagi af mikilli eftirspurn í ferðaþjónustunni á innviði landsins. OECD gefur út skýrslu umstöðu efnahagsmála einstakra aðildarríkja á tveggja ára fresti.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka til skoðunar. Sjá hvernig það myndi koma út fyrir ferðaþjónustuna heilt yfir. Það er alveg ljóst að þetta myndi draga eitthvað úr samkeppnishæfni gistiþjónustu á Íslandi borið saman við önnur lönd sem almennt eru í neðra virðisaukaskattsþrepinu,“segir Bjarni Benediktsson. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir OECD kallar eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland var birt í dag. Í henni segir að staða efnahagsmála hér á landi sé góð efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa að mestu gengið til baka. Fjármálastefna hafi fylgt þeim áætlunum sem lagt var upp með þegar síðasta skýrsla kom út árið 2021. Verðbólga sé þó þrálát og styrkja megi aðhald stefnunnar og styðja þannig enn betur við peningastefnu. 20. júní 2023 11:04 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Í nýrri skýrslu um íslensk efnahagsmál sem Mathias Cormann framkvæmdastjóri OECD, efnahags- og framfarastofnunar, kynnti í morgun kemur fram að hagvöxtur væri meiri á Íslandi en í öðrum OECD og ríkjum sem væri drifinn áfram með innflutningi vinnuafls. Cormann segir að í þessari stöðu felist bæði tækifæri og áskoranir. Nauðsynlegt væri að grípa til ráðstafana til að innflytjendur fengju að njóta menntunar sinnar og hæfileika. „Að meðaltali eru innflytjendur á Íslandi ofmenntaðir fyrir störfin sem þeir vinna eða þeir eru það oft. Það er tækifæri fyrir þá að leggja jafnvel enn meira af mörkum ef við bætum viðurkenningu á sérkunnáttu og ef við bætum tungumálakennslu enn frekar sem þeir geta fengið hérna á Íslandi,“ segir Cormann Í skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál kemur fram að mikill hagvöxtur á Íslandi væri drifinn áfram af innfluttu vinnuafli. Frá vinstri: Mathias Cormann framkvæmdastjóri OECD, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra tekur undir meðOECD að efla þurfi íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Enginn innflytjendastefna væri til á Íslandi en hún væri í mótun. „En eitt er alveg víst að við verðum að setja stefnuna þangað að hér verði ekki til tvær þjóðir eða fleiri í landinu. Þar sem innflytjendur eru láglaunafólk og innfæddir eru á betri kjörum,“segir Guðmundur Ingi. Þá leggur OECD til að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu verði færður úr neðra þrepi í efra þrep. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir þetta skoðunar virði til að draga úr álagi af mikilli eftirspurn í ferðaþjónustunni á innviði landsins. OECD gefur út skýrslu umstöðu efnahagsmála einstakra aðildarríkja á tveggja ára fresti.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka til skoðunar. Sjá hvernig það myndi koma út fyrir ferðaþjónustuna heilt yfir. Það er alveg ljóst að þetta myndi draga eitthvað úr samkeppnishæfni gistiþjónustu á Íslandi borið saman við önnur lönd sem almennt eru í neðra virðisaukaskattsþrepinu,“segir Bjarni Benediktsson.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir OECD kallar eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland var birt í dag. Í henni segir að staða efnahagsmála hér á landi sé góð efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa að mestu gengið til baka. Fjármálastefna hafi fylgt þeim áætlunum sem lagt var upp með þegar síðasta skýrsla kom út árið 2021. Verðbólga sé þó þrálát og styrkja megi aðhald stefnunnar og styðja þannig enn betur við peningastefnu. 20. júní 2023 11:04 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
OECD kallar eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland var birt í dag. Í henni segir að staða efnahagsmála hér á landi sé góð efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa að mestu gengið til baka. Fjármálastefna hafi fylgt þeim áætlunum sem lagt var upp með þegar síðasta skýrsla kom út árið 2021. Verðbólga sé þó þrálát og styrkja megi aðhald stefnunnar og styðja þannig enn betur við peningastefnu. 20. júní 2023 11:04