Skoska rigningin setti strik í reikninginn og tafði leik um níutíu mínútur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2023 09:30 Skoska rigningin gerði leikmönnum afar erfitt fyrir á Hampden Park í gær. Ian MacNicol/Getty Images Skotar eru með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í A-riðli undankeppni EM 2024 eftir 2-0 sigur gegn Georgíu í gærkvöldi. Það var þó frekar skoska rigningin en liðið sem stal fyrirsögnum eftir leik gærkvöldsins. Callum McGregor kom Skotum í forystu strax á sjöttu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Lyndon Dykes. Dómari leiksins, Istvan Vad, sá þó engra annarra kosta völ en að gera hlé á leiknum eftir að markið var skorað vegna rigningar. Leikið var á Hampden Park, þjóðarleikvangi Skotlands, og var völlurinn orðinn gegnsósa af vatni. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir Twitter-færslunni hér fyrir neðan voru aðstæður langt frá því að vera landsliðum í undankeppni EM sæmandi. Look at this pitch at Hampden Park between Scotland and Georgia #SCOGEO🤣🤣🤣pic.twitter.com/nQAxA10AU6— xG Form (@xgform) June 20, 2023 Alls var gert um níutíu mínútna langt hlé á leiknum á meðan beðið var eftir því að rigningin myndi minnka og vallarstarfsmenn hreinsuðu vatn af vellinum. Leikurinn fór þó að lokum af stað á ný og Scott McTominay tvöfaldaði forystu heimamanna snemma í síðari hálfleik. Georgíumenn fengu tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum í uppbótartíma, en Khvicha Kvaratskhelia misnotaði spyrnuna. Niðurstaðan varð því 2-0 sigur Skota sem tróna á toppi A-riðils með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Georgíumenn sitja hins vegar í öðru sæti riðilsins með fjögur stig. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Sjá meira
Callum McGregor kom Skotum í forystu strax á sjöttu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Lyndon Dykes. Dómari leiksins, Istvan Vad, sá þó engra annarra kosta völ en að gera hlé á leiknum eftir að markið var skorað vegna rigningar. Leikið var á Hampden Park, þjóðarleikvangi Skotlands, og var völlurinn orðinn gegnsósa af vatni. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir Twitter-færslunni hér fyrir neðan voru aðstæður langt frá því að vera landsliðum í undankeppni EM sæmandi. Look at this pitch at Hampden Park between Scotland and Georgia #SCOGEO🤣🤣🤣pic.twitter.com/nQAxA10AU6— xG Form (@xgform) June 20, 2023 Alls var gert um níutíu mínútna langt hlé á leiknum á meðan beðið var eftir því að rigningin myndi minnka og vallarstarfsmenn hreinsuðu vatn af vellinum. Leikurinn fór þó að lokum af stað á ný og Scott McTominay tvöfaldaði forystu heimamanna snemma í síðari hálfleik. Georgíumenn fengu tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum í uppbótartíma, en Khvicha Kvaratskhelia misnotaði spyrnuna. Niðurstaðan varð því 2-0 sigur Skota sem tróna á toppi A-riðils með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Georgíumenn sitja hins vegar í öðru sæti riðilsins með fjögur stig.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Sjá meira