Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2023 10:34 Steina Árnadóttir við upphaf aðalmeðferðar málsins í maí. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi. Steina Árnadóttir, 62 ára gamall hjúkrunarfræðingur, var ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hún neitaði sök og var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna í morgun. Henni var gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri með geðklofa, sem var sjúklingur á geðdeild 33A á Landspítalanum við Hringbraut, lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk 16. ágúst árið 2021. Steina hafi hellt drykknum upp í munn konunnar á meðan hún lét samstarfskonur halda henni þrátt fyrir að konan hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drykkinn. Drykkurinn hafi hafnað í loftvegi konunnar sem olli því að hún kafnaði. Dómurinn var fjölskipaður. Auk tveggja héraðsdómara var sérfræðingur í bráðalækningum meðdómandi í málinu. Dómsorðið hefur ekki verið birt enn. Steina var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna sjálf. „Réttlætið sigraði,“ sagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Steinu eftir dómsuppkvaðninguna. Ríkissaksóknari hefur nú mánuð til þess að ákveða hvort að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður.Vísir/Sigurjón Frásagnir samstarfskvenna í andstöðu við lýsingu Steinu Við aðalmeðferð málsins hélt Steina því fram að samstarskona hennar hefði sótt hana vegna þess að það stæði í sjúklingnum. Sjúklingurinn hafi átt erfitt með andardrátt. Hún hafi náð að banka á bak konunnar þannig að matarbiti kom upp úr henni. Þá hefði hún gefið konunni sopa af næringardrykk vegna þess að hún hefði talið að enn væri eitthvað í vélinda hennar. Næringarvökvinn hafi byrjað að renna niður bæði munnvik konunnar og hún síðan misst meðvitund. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Þrjár samstarfskonur Steinu af vaktinni gáfu allt aðra lýsingu á atburðum. Sjúkraliði sem gaf konunni að borða hefði sótt Steinu vegna þess að konan hefði troðið mat upp í sig án þess að kyngja og virst vera þungt fyrir brjósti. Steina hefði þá strax byrjað að hella næringadrykk ofan í konuna þrátt fyrir að hún gæfi skýr merki um að hún vildi ekki drekka. Hún hefði látið sjúkraliðanema halda konunni á meðan hún hélt áfram að hella úr öðrum drykk. Steina hefði haldið áfram þrátt fyrir að samstarfskonur hennar segðu henni að þær héldu að konan andaði ekki og að hún væri að deyja. Réttarlæknar sem komu fyrir dóminn sögðu að sjúklingurinn hefði látist vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu. Ekki var hægt að staðfesta að um næringardrykkinn hefði verið að ræða. Dreifing efnisins í lungunum hefði verið meiri og dýpri en í dæmigerðum tilfellum þar sem fólk slysast til að fá mataragnir ofan í öndunarveg. Úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/Sigurjón Hafði unnið nítján vaktir á sextán dögum Fram kom að Steina var eini hjúkrunarfræðingur á vaktinni en þeir áttu alla jafna að vera tveir á kvöldvakt. Samstarfskonur hennar þrjár voru óreyndar. Sjálf hafði Steina unnið nítján vaktir á sextán dögum í aðdraganda dauðsfallsins. Konan sem lést var með lungnabólgu en var send aftur á geðdeildina vegna plássleysis á lyflækningadeild í Fossvogi. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, staðfesti að aðstæður á geðdeildinni hefðu verið ófullnægjandi þegar sjúklingurinn lést. Nokkrir samstarfsmenn Steinu af geðdeildinni lýstu því fyrir dómi að hún væri „ekki allra“ og að hún gæti verið hranaleg við sjúklinga. Geðheilbrigði Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Dómsmál Tengdar fréttir Vísað ranglega á sjúkrabíl þegar kona á geðdeild lést Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess. 19. júní 2023 07:00 Virðist hafa tekið pirring út á sjúklingnum Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans tók pirring vegna aðstæðna á deildinni út á sjúklingnum, að mati saksóknara í málinu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað að drepa sjúklinginn hafi hann gengið fram af offorsi og mátt vera ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu. 26. maí 2023 13:34 Landspítalinn „með puttana“ í lykilþáttum málsins Verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild sakaði Landspítalann um að vera með puttana í lykilgögnum málsins og skipta sér af framburði lykilvitna. Ákæruvaldið hafi skautað létt fram hjá ábyrgð spítalans sjálfs á andlátinu. 26. maí 2023 14:37 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Steina Árnadóttir, 62 ára gamall hjúkrunarfræðingur, var ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hún neitaði sök og var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna í morgun. Henni var gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri með geðklofa, sem var sjúklingur á geðdeild 33A á Landspítalanum við Hringbraut, lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk 16. ágúst árið 2021. Steina hafi hellt drykknum upp í munn konunnar á meðan hún lét samstarfskonur halda henni þrátt fyrir að konan hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drykkinn. Drykkurinn hafi hafnað í loftvegi konunnar sem olli því að hún kafnaði. Dómurinn var fjölskipaður. Auk tveggja héraðsdómara var sérfræðingur í bráðalækningum meðdómandi í málinu. Dómsorðið hefur ekki verið birt enn. Steina var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna sjálf. „Réttlætið sigraði,“ sagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Steinu eftir dómsuppkvaðninguna. Ríkissaksóknari hefur nú mánuð til þess að ákveða hvort að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður.Vísir/Sigurjón Frásagnir samstarfskvenna í andstöðu við lýsingu Steinu Við aðalmeðferð málsins hélt Steina því fram að samstarskona hennar hefði sótt hana vegna þess að það stæði í sjúklingnum. Sjúklingurinn hafi átt erfitt með andardrátt. Hún hafi náð að banka á bak konunnar þannig að matarbiti kom upp úr henni. Þá hefði hún gefið konunni sopa af næringardrykk vegna þess að hún hefði talið að enn væri eitthvað í vélinda hennar. Næringarvökvinn hafi byrjað að renna niður bæði munnvik konunnar og hún síðan misst meðvitund. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Þrjár samstarfskonur Steinu af vaktinni gáfu allt aðra lýsingu á atburðum. Sjúkraliði sem gaf konunni að borða hefði sótt Steinu vegna þess að konan hefði troðið mat upp í sig án þess að kyngja og virst vera þungt fyrir brjósti. Steina hefði þá strax byrjað að hella næringadrykk ofan í konuna þrátt fyrir að hún gæfi skýr merki um að hún vildi ekki drekka. Hún hefði látið sjúkraliðanema halda konunni á meðan hún hélt áfram að hella úr öðrum drykk. Steina hefði haldið áfram þrátt fyrir að samstarfskonur hennar segðu henni að þær héldu að konan andaði ekki og að hún væri að deyja. Réttarlæknar sem komu fyrir dóminn sögðu að sjúklingurinn hefði látist vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu. Ekki var hægt að staðfesta að um næringardrykkinn hefði verið að ræða. Dreifing efnisins í lungunum hefði verið meiri og dýpri en í dæmigerðum tilfellum þar sem fólk slysast til að fá mataragnir ofan í öndunarveg. Úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/Sigurjón Hafði unnið nítján vaktir á sextán dögum Fram kom að Steina var eini hjúkrunarfræðingur á vaktinni en þeir áttu alla jafna að vera tveir á kvöldvakt. Samstarfskonur hennar þrjár voru óreyndar. Sjálf hafði Steina unnið nítján vaktir á sextán dögum í aðdraganda dauðsfallsins. Konan sem lést var með lungnabólgu en var send aftur á geðdeildina vegna plássleysis á lyflækningadeild í Fossvogi. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, staðfesti að aðstæður á geðdeildinni hefðu verið ófullnægjandi þegar sjúklingurinn lést. Nokkrir samstarfsmenn Steinu af geðdeildinni lýstu því fyrir dómi að hún væri „ekki allra“ og að hún gæti verið hranaleg við sjúklinga.
Geðheilbrigði Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Dómsmál Tengdar fréttir Vísað ranglega á sjúkrabíl þegar kona á geðdeild lést Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess. 19. júní 2023 07:00 Virðist hafa tekið pirring út á sjúklingnum Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans tók pirring vegna aðstæðna á deildinni út á sjúklingnum, að mati saksóknara í málinu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað að drepa sjúklinginn hafi hann gengið fram af offorsi og mátt vera ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu. 26. maí 2023 13:34 Landspítalinn „með puttana“ í lykilþáttum málsins Verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild sakaði Landspítalann um að vera með puttana í lykilgögnum málsins og skipta sér af framburði lykilvitna. Ákæruvaldið hafi skautað létt fram hjá ábyrgð spítalans sjálfs á andlátinu. 26. maí 2023 14:37 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Vísað ranglega á sjúkrabíl þegar kona á geðdeild lést Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess. 19. júní 2023 07:00
Virðist hafa tekið pirring út á sjúklingnum Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans tók pirring vegna aðstæðna á deildinni út á sjúklingnum, að mati saksóknara í málinu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað að drepa sjúklinginn hafi hann gengið fram af offorsi og mátt vera ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu. 26. maí 2023 13:34
Landspítalinn „með puttana“ í lykilþáttum málsins Verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild sakaði Landspítalann um að vera með puttana í lykilgögnum málsins og skipta sér af framburði lykilvitna. Ákæruvaldið hafi skautað létt fram hjá ábyrgð spítalans sjálfs á andlátinu. 26. maí 2023 14:37