Ein af hverjum fimm verður ólétt án aðstoðar eftir ófrjósemismeðferð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2023 12:17 Vísindamenn segja að konur ættu að vera meðvitaðar um að líkurnar á því að þær verði óléttar án aðstoðar eftir frjósemismeðferð séu ekki hverfandi. Getty Um það bil ein af hverjum fimm konum sem fær aðstoð við að verða þunguð verður ólétt „á gamla mátann“ eftir að hafa áður reynt meðferðir á borð við glasafrjóvgun. Þetta eru niðurstöður vísindamanna við University College London, sem segja að konur ættu að vera meðvitaðar um að „náttúrulegar“ þunganir eftir ófrjósemisferðir séu ekki jafn óvenjulegar og áður var talið. Rannsóknin náði til fleiri en 5.000 kvenna og samkvæmt niðurstöðunum urðu í kringum 20 prósent óléttar án aðstoðar innan við þremur árum eftir að hafa fengið aðstoð. Vísindamennirnir segja mögulegt að ófrjósemismeðferðir, til að mynda örvun eggjastokkanna, geri eggjastokkana virkari til lengri tíma. Þá má vera að hormónabúskapur þeirra sem verða óléttar í kjölfar aðstoðar og minnkað stress auki líkurnar á því að þær verði þungaðar aftur, án aðstoðar. Konur ættu að vera meðvitaðar um þessar staðreyndir, til að geta gripið til ráðstafana. Læknir sem Guardian ræddi við og eignaðist sjálf barn með glasafrjóvgun, varð til að mynda aftur ólétt átta mánuðum síðar, sem kom henni verulega á óvart. Þrátt fyrir að seinni þungunin hafi vissulega verið gleðiefni segir hún: „Ef ég hefði vitað að ein af hverjum fimm konum verða óléttar náttúrulega eftir glasafrjóvgun hefði ég notað getnaðarvörn þar til ég var tilbúin aftur, bæði andlega og líkamlega.“ Á Bretlandseyjum á um það bil eitt af hverjum sjö pörum erfitt með að verða þungað. Þá gangast fleiri en 50 þúsund undir glasafrjóvgun á ári hverju. Hér má lesa umfjöllun Guardian. Börn og uppeldi Vísindi Frjósemi Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Þetta eru niðurstöður vísindamanna við University College London, sem segja að konur ættu að vera meðvitaðar um að „náttúrulegar“ þunganir eftir ófrjósemisferðir séu ekki jafn óvenjulegar og áður var talið. Rannsóknin náði til fleiri en 5.000 kvenna og samkvæmt niðurstöðunum urðu í kringum 20 prósent óléttar án aðstoðar innan við þremur árum eftir að hafa fengið aðstoð. Vísindamennirnir segja mögulegt að ófrjósemismeðferðir, til að mynda örvun eggjastokkanna, geri eggjastokkana virkari til lengri tíma. Þá má vera að hormónabúskapur þeirra sem verða óléttar í kjölfar aðstoðar og minnkað stress auki líkurnar á því að þær verði þungaðar aftur, án aðstoðar. Konur ættu að vera meðvitaðar um þessar staðreyndir, til að geta gripið til ráðstafana. Læknir sem Guardian ræddi við og eignaðist sjálf barn með glasafrjóvgun, varð til að mynda aftur ólétt átta mánuðum síðar, sem kom henni verulega á óvart. Þrátt fyrir að seinni þungunin hafi vissulega verið gleðiefni segir hún: „Ef ég hefði vitað að ein af hverjum fimm konum verða óléttar náttúrulega eftir glasafrjóvgun hefði ég notað getnaðarvörn þar til ég var tilbúin aftur, bæði andlega og líkamlega.“ Á Bretlandseyjum á um það bil eitt af hverjum sjö pörum erfitt með að verða þungað. Þá gangast fleiri en 50 þúsund undir glasafrjóvgun á ári hverju. Hér má lesa umfjöllun Guardian.
Börn og uppeldi Vísindi Frjósemi Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira