Svandís með dóma á bakinu fyrir ólögmæta stjórnsýslu Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2023 12:00 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í umræðum á Alþingi. Vísir/Vilhelm Efasemdir hafa vaknað um lögmæti ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar. Þannig hefur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur efast um réttmæti hennar og sagt að hún standist mögulega ekki kröfur um meðalhófsreglu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lýst samskonar efasemdum. Fari svo að ákvörðun Svandísar verði borin undir dómstóla og þar hnekkt yrði það ekki í fyrsta sinn á hennar ráðherraferli sem slíkt gerðist. Árið 2011 fékk Svandís á sig hæstaréttardóm fyrir að hafa sem umhverfisráðherra árið 2010, í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, neitað að staðfesta þann hluta aðalskipulags Flóahrepps sem laut að Urriðafossvirkjun. Svandís byggði ákvörðun sína á því að greiðsla Landsvirkjunar á viðbótarkostnaði sveitarfélagsins við gerð aðalskipulags vegna virkjunarinnar hefði verið andstæð skipulagslögum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að synjun ráðherra ætti sér ekki lagastoð. Ekkert í lögunum bannaði slíka greiðsluþátttöku og féllst dómurinn heldur ekki á þau málsrök ráðherra að slíkt ógnaði réttaröryggi í meðferð skipulagsmála. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu og dæmdi íslenska ríkið til að greiða allan málskostnað. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um dóminn árið 2011: Óhefðbundin viðhorf forystumanna Vinstri grænna gagnvart lögum þegar kemur að umhverfismálum sáust árið 2008 þegar þeir sóttu að Þórunni Sveinbjarnardóttur, þáverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Forystumenn VG vildu að Þórunn ógilti umhverfismat vegna álvers í Helguvík og að nýtt mat færi fram þar sem álver og tengdar virkjanir yrðu metnar saman. Þótt Þórunn lýsti sig andsnúna álverinu og efnislega sammála þessum sjónarmiðum taldi hún sér ekki fært að verða við þessari kröfu þar sem hún stæðist ekki lög. Þegar þáverandi formaður VG, Steingrímur J. Sigfússon, var spurður hvort hann sem umhverfisráðherra myndi ekki hika við að ganga gegn lögum svaraði hann að ráðherra gæti ekki hunsað lög en ef óvissa væri uppi yrði ráðherra að velja hvort hann myndi vilja láta fyrirtæki njóta vafans eða náttúruna og að í þessu tilviki hefði hann hiklaust látið náttúruna njóta vafans. Sem ráðherra heilbrigðismála í fyrstu ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fékk Svandís Svavarsdóttur einnig á sig dóm árið 2021 í máli sem laut að frelsisskerðingu fólks þegar covid-heimsfaraldurinn gekk yfir. Reglugerð hennar, um skylduvistun á sóttkvíarhóteli, var þá úrskurðuð ólögmæt. Ekki aðeins var niðurstaðan sú að reglugerðina skorti lagastoð heldur þótti frelsisskerðingin ganga gegn meðalhófi og gegn mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Hvalveiðar Umhverfismál Vinstri græn Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Dómsmál Dómstólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áliðnaður Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Flóahreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36 Hæstiréttur staðfestir ógildingu á synjun Svandísar Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun. 10. febrúar 2011 16:48 Fagra Ísland niður í svelginn Fagra Ísland er að fara niður í svelginn og Samfylkingin svíkur kosningaloforð með því að láta stóriðjustefnuna ryðjast áfram óhefta, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. 4. apríl 2008 19:01 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fari svo að ákvörðun Svandísar verði borin undir dómstóla og þar hnekkt yrði það ekki í fyrsta sinn á hennar ráðherraferli sem slíkt gerðist. Árið 2011 fékk Svandís á sig hæstaréttardóm fyrir að hafa sem umhverfisráðherra árið 2010, í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, neitað að staðfesta þann hluta aðalskipulags Flóahrepps sem laut að Urriðafossvirkjun. Svandís byggði ákvörðun sína á því að greiðsla Landsvirkjunar á viðbótarkostnaði sveitarfélagsins við gerð aðalskipulags vegna virkjunarinnar hefði verið andstæð skipulagslögum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að synjun ráðherra ætti sér ekki lagastoð. Ekkert í lögunum bannaði slíka greiðsluþátttöku og féllst dómurinn heldur ekki á þau málsrök ráðherra að slíkt ógnaði réttaröryggi í meðferð skipulagsmála. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu og dæmdi íslenska ríkið til að greiða allan málskostnað. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um dóminn árið 2011: Óhefðbundin viðhorf forystumanna Vinstri grænna gagnvart lögum þegar kemur að umhverfismálum sáust árið 2008 þegar þeir sóttu að Þórunni Sveinbjarnardóttur, þáverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Forystumenn VG vildu að Þórunn ógilti umhverfismat vegna álvers í Helguvík og að nýtt mat færi fram þar sem álver og tengdar virkjanir yrðu metnar saman. Þótt Þórunn lýsti sig andsnúna álverinu og efnislega sammála þessum sjónarmiðum taldi hún sér ekki fært að verða við þessari kröfu þar sem hún stæðist ekki lög. Þegar þáverandi formaður VG, Steingrímur J. Sigfússon, var spurður hvort hann sem umhverfisráðherra myndi ekki hika við að ganga gegn lögum svaraði hann að ráðherra gæti ekki hunsað lög en ef óvissa væri uppi yrði ráðherra að velja hvort hann myndi vilja láta fyrirtæki njóta vafans eða náttúruna og að í þessu tilviki hefði hann hiklaust látið náttúruna njóta vafans. Sem ráðherra heilbrigðismála í fyrstu ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fékk Svandís Svavarsdóttur einnig á sig dóm árið 2021 í máli sem laut að frelsisskerðingu fólks þegar covid-heimsfaraldurinn gekk yfir. Reglugerð hennar, um skylduvistun á sóttkvíarhóteli, var þá úrskurðuð ólögmæt. Ekki aðeins var niðurstaðan sú að reglugerðina skorti lagastoð heldur þótti frelsisskerðingin ganga gegn meðalhófi og gegn mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu.
Hvalveiðar Umhverfismál Vinstri græn Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Dómsmál Dómstólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áliðnaður Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Flóahreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36 Hæstiréttur staðfestir ógildingu á synjun Svandísar Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun. 10. febrúar 2011 16:48 Fagra Ísland niður í svelginn Fagra Ísland er að fara niður í svelginn og Samfylkingin svíkur kosningaloforð með því að láta stóriðjustefnuna ryðjast áfram óhefta, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. 4. apríl 2008 19:01 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53
Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36
Hæstiréttur staðfestir ógildingu á synjun Svandísar Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun. 10. febrúar 2011 16:48
Fagra Ísland niður í svelginn Fagra Ísland er að fara niður í svelginn og Samfylkingin svíkur kosningaloforð með því að láta stóriðjustefnuna ryðjast áfram óhefta, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. 4. apríl 2008 19:01