Einnar nætur gaman vatt upp á sig og dómur er fallinn: „Varastu djöflabarnið“ Aron Guðmundsson skrifar 23. júní 2023 09:30 Orla Sloan og Mason Mount Vísir/Getty Breski eltihrellirinn, hin 21 árs gamla Orla Sloan hefur hlotið tólf vikna fangelsisdóm, sem er skilorðsbundinn í 18 mánuði, auk 200 klukkustunda samfélagsskyldu, eftir að hún var fundin sek um að hafa áreitt bresku knattspyrnumennina Mason Mount, Ben Chilwell og Billy Gilmour. Sloan, sem gekk undir viðurnefninu Djöflabarnið, gerðist sek um eltihrellis tilburði yfir nokkurra mánaða skeið á síðasta ári, hefur nýtt sér ýmsar leiðir til þess að áreita umrædda knattspyrnumenn sem hafa það allir sameiginlegt að hafa á einhverjum tímabili spilað fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. Tildrög þessara vendinga má rekja til nóvembermánaðar árið 2021 er Ben Chilwell hélt partý á heimili sínu í Surrey. Í partýinu voru, meðal annarra, Mason Mount, Billy Gilmour og téð Sloan. Svo fór að kynni Mount og Sloan, sem var þekktur áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, urðu afar náin og áttu þau einnar nætur gaman nóttina í kjölfar partýsins. Skipti tuttugu sinnum um símanúmer Næstu daga á eftir héldu Mount og Sloan einhverju sambandi en hann tjáði henni seinna meir að hugur sinn væri ekki á þeim stað að hann vildi halda við hana sambandi. Það var þá sem samband þeirra tók stefnu til mun verri vegar. Sloan hélt áfram að senda Mount skilaboð, er áreitið var of mikið fyrir hann ákvað Mount að loka á símanúmer Sloan. Orla Sloan mætir í dómsalVísir/Getty Hún lét það ekki stoppa sig og er málið var rekið fyrir dómstólum kom í ljós að Sloan sótti um nýtt símanúmer um tuttugu sinnum til þess að geta haldið áfram að vera í sambandi við Mount. Upphaflega sendi Sloan skilaboð á Mount sem voru á þá leið að hún vildi hitta hann, tala við hann en þegar að knattspyrnumaðurinn svaraði ekki skilaboðunum, kvað við nýjan og harðari tón. Skilaboð sem gáfu til kynna að hún væri að fylgjast mjög vel með högum Mount. „Varist Djöflabarnið“ Fyrir dómstólum var það rekið að Sloan hafi gert Mount það ljóst að hún byggi yfir öðru sjálfi, Djöflabarnið kallaði hún það. „Ég mun gera út af við þig og Chilwell. Varastu Djöflabarnið Mason, ég gæti umbreyst á hverri stundu,“ stóð meðal annars í skilaboðum Sloan til Mount sem voru lesin upp í dómsal. Ben Chilwell, leikmaður ChelseaVísir/Getty En Sloan áreitti Mount ekki aðeins í gegnum textaskilaboð. Á samfélagsmiðlum birti hún samsettar myndir af honum með öðrum konum sem fylgdu honum á samfélagsmiðlum eða þekktu hann beint. Verjandi Mount segir Sloan hafa vísvitandi dreift lygum um Mount til vina hans, liðsfélaga og fjölskyldumeðlima. Óttaðist hið ófyrirsjáanlega Í yfirlýsingu frá Mount, sem var lesin upp í dómsal, segist hann hafa óttast að Sloan hefði þráhyggju fyrir sér. „Ég vissi ekki hverju hún gæti tekið upp á næst. Ég hafði samband við lögreglu vegna þess að hún vissi nokkurn veginn hvar ég byggi og æfði. Ég var hræddur um að ef hún næði ekki sambandi við mig, myndi hún allt í einu birtast á æfingasvæði mínu.“ Eftir að Mount hafði algjörlega lokað á allar samskiptaleiðir við Sloan, sneri hún sér að liðsfélögum hans Ben Chillwell og Billy Gilmour. Greip hún til sömu ráða í áreiti sínu á Chillwell en eftir því sem á dómsmálið leið kom það í ljós að Gilmour lenti einna verst í henni. „Ég mun ná til þín á endanum“ Alvarlegasta ákæran á hendur Sloan sneri að eltihrellis tilburðum hennar og ótta um ofbeldi í garð Gilmour sem hafði á þessum tíma nýlega gengið frá félagsskiptum sínum frá Chelsea til Brighton. Gilmour hundsaði allar tilraunir Sloan til þess að komast í samband við hann. Hún sendi honum ógrynni af textaskilaboðum og bjó til fjölmarga mismunandi samfélagsmiðla reikninga til þess að reyna komast í samband við hann. Billy Gilmour, leikmaður BrightonVísir/Getty Skilaboðin hafi falið í sér hótanir á þá leið að sama hversu oft Gilmour, sem brá á það ráð að breyta upplýsingum sínum á samfélagsmiðlum, myndi grípa til þeirra ráða, þá myndi hún alltaf vita hvaða fólk fylgdi honum. „Ég mun ná til þín á endanum,“ stóð í einum slíkum skilaboðum. Sloan setti sig í samband við fjölskyldumeðlimi Gilmour í þeim tilgangi að dreifa lygum um hann og segist hann hafa hlotið skaða vegna þessa. „Vinasambönd hafa eyðilagst og þá veit ég ekki hverjum ég get treyst lengur. Sumar af þeim upplýsingum sem hún bjó yfir um mig eru aðeins á vitorði nokkurra einstaklinga sem ég þekki og standa mér nærri,“ sagði í yfirlýsingu Gilmour. Þetta hafi allt saman haft neikvæð áhrif á hans líðan sem og frammistöðu hans í sinni atvinnu. Fimm ára nálgunarbann Auk skilorðsbundna fangelsisdómsins og samfélagsskyldunnar verður Sloan látin sæta fimm ára nálgunarbanni sem meinar henni að hafa samband við knattspyrnumennina þrjá. Enski boltinn Bretland Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
Sloan, sem gekk undir viðurnefninu Djöflabarnið, gerðist sek um eltihrellis tilburði yfir nokkurra mánaða skeið á síðasta ári, hefur nýtt sér ýmsar leiðir til þess að áreita umrædda knattspyrnumenn sem hafa það allir sameiginlegt að hafa á einhverjum tímabili spilað fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. Tildrög þessara vendinga má rekja til nóvembermánaðar árið 2021 er Ben Chilwell hélt partý á heimili sínu í Surrey. Í partýinu voru, meðal annarra, Mason Mount, Billy Gilmour og téð Sloan. Svo fór að kynni Mount og Sloan, sem var þekktur áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, urðu afar náin og áttu þau einnar nætur gaman nóttina í kjölfar partýsins. Skipti tuttugu sinnum um símanúmer Næstu daga á eftir héldu Mount og Sloan einhverju sambandi en hann tjáði henni seinna meir að hugur sinn væri ekki á þeim stað að hann vildi halda við hana sambandi. Það var þá sem samband þeirra tók stefnu til mun verri vegar. Sloan hélt áfram að senda Mount skilaboð, er áreitið var of mikið fyrir hann ákvað Mount að loka á símanúmer Sloan. Orla Sloan mætir í dómsalVísir/Getty Hún lét það ekki stoppa sig og er málið var rekið fyrir dómstólum kom í ljós að Sloan sótti um nýtt símanúmer um tuttugu sinnum til þess að geta haldið áfram að vera í sambandi við Mount. Upphaflega sendi Sloan skilaboð á Mount sem voru á þá leið að hún vildi hitta hann, tala við hann en þegar að knattspyrnumaðurinn svaraði ekki skilaboðunum, kvað við nýjan og harðari tón. Skilaboð sem gáfu til kynna að hún væri að fylgjast mjög vel með högum Mount. „Varist Djöflabarnið“ Fyrir dómstólum var það rekið að Sloan hafi gert Mount það ljóst að hún byggi yfir öðru sjálfi, Djöflabarnið kallaði hún það. „Ég mun gera út af við þig og Chilwell. Varastu Djöflabarnið Mason, ég gæti umbreyst á hverri stundu,“ stóð meðal annars í skilaboðum Sloan til Mount sem voru lesin upp í dómsal. Ben Chilwell, leikmaður ChelseaVísir/Getty En Sloan áreitti Mount ekki aðeins í gegnum textaskilaboð. Á samfélagsmiðlum birti hún samsettar myndir af honum með öðrum konum sem fylgdu honum á samfélagsmiðlum eða þekktu hann beint. Verjandi Mount segir Sloan hafa vísvitandi dreift lygum um Mount til vina hans, liðsfélaga og fjölskyldumeðlima. Óttaðist hið ófyrirsjáanlega Í yfirlýsingu frá Mount, sem var lesin upp í dómsal, segist hann hafa óttast að Sloan hefði þráhyggju fyrir sér. „Ég vissi ekki hverju hún gæti tekið upp á næst. Ég hafði samband við lögreglu vegna þess að hún vissi nokkurn veginn hvar ég byggi og æfði. Ég var hræddur um að ef hún næði ekki sambandi við mig, myndi hún allt í einu birtast á æfingasvæði mínu.“ Eftir að Mount hafði algjörlega lokað á allar samskiptaleiðir við Sloan, sneri hún sér að liðsfélögum hans Ben Chillwell og Billy Gilmour. Greip hún til sömu ráða í áreiti sínu á Chillwell en eftir því sem á dómsmálið leið kom það í ljós að Gilmour lenti einna verst í henni. „Ég mun ná til þín á endanum“ Alvarlegasta ákæran á hendur Sloan sneri að eltihrellis tilburðum hennar og ótta um ofbeldi í garð Gilmour sem hafði á þessum tíma nýlega gengið frá félagsskiptum sínum frá Chelsea til Brighton. Gilmour hundsaði allar tilraunir Sloan til þess að komast í samband við hann. Hún sendi honum ógrynni af textaskilaboðum og bjó til fjölmarga mismunandi samfélagsmiðla reikninga til þess að reyna komast í samband við hann. Billy Gilmour, leikmaður BrightonVísir/Getty Skilaboðin hafi falið í sér hótanir á þá leið að sama hversu oft Gilmour, sem brá á það ráð að breyta upplýsingum sínum á samfélagsmiðlum, myndi grípa til þeirra ráða, þá myndi hún alltaf vita hvaða fólk fylgdi honum. „Ég mun ná til þín á endanum,“ stóð í einum slíkum skilaboðum. Sloan setti sig í samband við fjölskyldumeðlimi Gilmour í þeim tilgangi að dreifa lygum um hann og segist hann hafa hlotið skaða vegna þessa. „Vinasambönd hafa eyðilagst og þá veit ég ekki hverjum ég get treyst lengur. Sumar af þeim upplýsingum sem hún bjó yfir um mig eru aðeins á vitorði nokkurra einstaklinga sem ég þekki og standa mér nærri,“ sagði í yfirlýsingu Gilmour. Þetta hafi allt saman haft neikvæð áhrif á hans líðan sem og frammistöðu hans í sinni atvinnu. Fimm ára nálgunarbann Auk skilorðsbundna fangelsisdómsins og samfélagsskyldunnar verður Sloan látin sæta fimm ára nálgunarbanni sem meinar henni að hafa samband við knattspyrnumennina þrjá.
Enski boltinn Bretland Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira