Skýrsla FIFPro er byggð á svörum við könnun sem send var á 69 aðildarríki FIFA í fimm heimsálfum. Alls svöruðu 362 leikmenn könnunni.
Leikmenn vilja sjá mikið bætta æfinga- og læknisaðstöðu sem og launagreiðslur fyrir að taka þátt í leikjum í undankeppninni þar sem tvær af hverjum þremur sögðust hafa þurft að taka ólaunað frí frá vinnu til að keppa fyrir þjóð sína.
Only 40% of players identify as professional
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 20, 2023
54% did not receive a medical examination pre-tournament
Having to take unpaid leave to play
FIFPro's report on conditions in women's football at pre-World Cup tournaments has raised a number of issues.
@DanSheldonSport
Skortur á æfingaaðstöðu var líka nefndur en 26 prósent sögðust ekki hafa haft aðgang að líkamsrækt og einnig kvörtuðu leikmenn yfir að þurfa að ferðast með lággjaldaflugfélögum.
HM kvenna í knattspyrnu hefst þann 20. júlí næstkomandi en mótið fer fram í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi að þessu sinni. Úrslitaleikurinn fer fram mánuði síðar, 20. ágúst. Alls taka 32 þjóðir þátt í mótinu.
The Athletic tók saman og greindi frá.