Sólarsælan á Egilsstöðum: „Sumir reyna að koma hingað í fjarvinnu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júní 2023 11:15 Aðalheiður er framkvæmdastjóri Vök. sigurjón ólason Eitthvað er um að fólk alls staðar að af landinu óski eftir því að fá að vinna tímabundið í fjarvinnu á Egilsstöðum vegna sólarinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Vök baths sem fagnar því að aldrei hafa fleiri sótt baðstaðinn en í maí og júní. Vök er ein af perlum Egilsstaða. Staðurinn opnaði fyrir fjórum árum og nýtur mikilla vinsælda, en eftirspurn þangað hefur aldrei verið meiri. „Við erum gríðarlega ánægð með það að við höfum aldrei fengið jafn marga gesti og í byrjun júní þannig það er bara geggjað. Maí var líka heitasti maí mánuður á Austurlandi, þannig við erum heppin með þetta. Við höfum vetur og svo höfum við sól þannig þetta er svona Costa del Egilsstaðir, eins og við segjum stundum,“ segir Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök. Tjaldsvæðin að fyllast Eru þetta aðallega erlendir ferðamenn eða Íslendingar? „Bæði, við sjáum núna síðustu daga sérstaklega að hjólhýsin og tjaldvagnarnir eru að byrja að koma þannig við sjáum að tjaldsvæðin eru að fyllast líka sem er æðislegt og við elskum líka að Íslendingarnir elska að koma til okkar, mér finnst það mjög gaman.“ Fjarvinnan togar Hún segir mikið um að Íslendingar alls staðar að af landinu ferðist með litlum fyrirvara í helgarferð til Egilsstaða, eingöngu út af veðri. „Sumir eru að reyna að koma hingað í fjarvinnu. Til dæmis ein vinkona mín hún sagðist vilja breyta til og koma hingað í fjarvinnu og spurði hvort ég ætti ekki gistipláss, þannig hún ætlar að koma í viku en svo eru margir að koma með fjölskylduna og taka langa helgi. En erlendu ferðamennirnir, þeir koma og taka hringinn.“ Helteknir af vatninu sem Íslendingunum þykir ekkert merkilegt Jarðhitavatnið á svæðinu er vottað drykkjarhæft og fáanlegt á sérstökum tebar sem erlendum ferðamönnum þykir mjög áhugavert. „Fólk fær sér eftir á 75 gráðu heitt vatn sem kemur beint frá Urriðavatni. Þeim finnst þetta mjög áhugavert en Íslendingunum finnst ekkert varið í þetta.“ Múlaþing Sólin Veður Tengdar fréttir Mikið betra en á Tene Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi. 15. júní 2023 21:07 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Vök er ein af perlum Egilsstaða. Staðurinn opnaði fyrir fjórum árum og nýtur mikilla vinsælda, en eftirspurn þangað hefur aldrei verið meiri. „Við erum gríðarlega ánægð með það að við höfum aldrei fengið jafn marga gesti og í byrjun júní þannig það er bara geggjað. Maí var líka heitasti maí mánuður á Austurlandi, þannig við erum heppin með þetta. Við höfum vetur og svo höfum við sól þannig þetta er svona Costa del Egilsstaðir, eins og við segjum stundum,“ segir Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök. Tjaldsvæðin að fyllast Eru þetta aðallega erlendir ferðamenn eða Íslendingar? „Bæði, við sjáum núna síðustu daga sérstaklega að hjólhýsin og tjaldvagnarnir eru að byrja að koma þannig við sjáum að tjaldsvæðin eru að fyllast líka sem er æðislegt og við elskum líka að Íslendingarnir elska að koma til okkar, mér finnst það mjög gaman.“ Fjarvinnan togar Hún segir mikið um að Íslendingar alls staðar að af landinu ferðist með litlum fyrirvara í helgarferð til Egilsstaða, eingöngu út af veðri. „Sumir eru að reyna að koma hingað í fjarvinnu. Til dæmis ein vinkona mín hún sagðist vilja breyta til og koma hingað í fjarvinnu og spurði hvort ég ætti ekki gistipláss, þannig hún ætlar að koma í viku en svo eru margir að koma með fjölskylduna og taka langa helgi. En erlendu ferðamennirnir, þeir koma og taka hringinn.“ Helteknir af vatninu sem Íslendingunum þykir ekkert merkilegt Jarðhitavatnið á svæðinu er vottað drykkjarhæft og fáanlegt á sérstökum tebar sem erlendum ferðamönnum þykir mjög áhugavert. „Fólk fær sér eftir á 75 gráðu heitt vatn sem kemur beint frá Urriðavatni. Þeim finnst þetta mjög áhugavert en Íslendingunum finnst ekkert varið í þetta.“
Múlaþing Sólin Veður Tengdar fréttir Mikið betra en á Tene Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi. 15. júní 2023 21:07 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Mikið betra en á Tene Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi. 15. júní 2023 21:07