Leitar til umba vegna fjársveltis Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Árni Sæberg skrifar 22. júní 2023 12:01 Markús Ingólfur Eiríksson er forstjóri HSS. Stöð 2/Egill Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, hefur ákveðið að óska eftir áliti Umboðsmanns Alþingis á ágreiningsmálum milli hans og heilbrigðisráðherra, enda hafi verulega skort á efnislegum svörum af hálfu ráðuneytisins við erindum hans og niðurstöðum skýrslna, sem unnar hafa verið fyrir stofnunina. „Allt frá því að ég tók við sem forstjóri HSS, hef ég beitt mér fyrir því að bæta þjónustu við íbúa Suðurnesja og það hefur m.a. falist í því að berjast gegn því ranglæti sem íbúarnir hafa þurft að þola af hálfu stjórnvalda, sérstaklega hvað varðar það að fjárveitingar til heilbrigðisþjónustu á svæðinu hafa ekki tekið mið af fjölgun íbúa og þróunar rekstrarkostnaðar. Á HSS hafa stjórnendur verið í uppbyggingarstarfi sem hefur leitt til þess að traust til stofnunarinnar hefur aukist,“ svo hefst yfirlýsing frá Markúsi Ingólfi Eiríkssyni, forstjóra HSS. Hann segir að á síðasta ári hafi verið ljóst að í óefni stefndi ef fjárveitingarnar yrðu ekki lagfærðar. Því hafi stofnunin fengið ráðgjafafyrirtækið Deloitte til að greina hvernig fjárframlög á hvern íbúa Suðurnesja hefðu þróast milli áranna 2008-22 með tilliti til þróun rekstrarkostnaðar. Þá hafi niðurstaðan verið samdráttur um 22 prósent á hvern íbúa fyrir stofnunina í heild, þar af 45 prósent á sjúkrasviði. „Í ljósi þess að fólksfjölgun er einna mest á landinu á okkar þjónustusvæði vöruðum við heilbrigðisráðherra við því að ef ekki yrði brugðist við þessum vexti þá væri samfélaginu á Suðurnesjum stofnað í hættu,“ segir hann. Staðan hríðversnar Markús segir að þrátt fyrir varnarorð hafi Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og ráðuneyti hans ekki brugðist við með fullnægjandi hætti. Því hafi hann fengið Deloitte til þess að uppfæra gögnin. Uppfærð skýrsla Deloitte staðfesti að fjárframlög á hvern íbúa hafi dregist enn meira saman eða um 27 prósent fyrir stofnunina í heild og þar af 50 prósent á sjúkrasviði. „Staðan hefur því hríðversnað milli ára, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af minni hálfu til að fá heilbrigðisráðuneytið og ráðherra til að leiðrétta það stóra gat sem aðgerðarleysi stjórnvalda um árabil hefur leitt af sér, gat sem núverandi ráðherra ber ekki einn ábyrgð á að myndaðist.“ Fær 300 milljónir til Markús segist hafa sýnt staðfestu gagnvart ráðherra og ráðuneytinu, sem hafi fram til þessa aðeins skilað aukafjárveitingum, sem ekki hafi dugað til, enda sé grunnvandi stofnunarinnar enn óleystur. „Eftir birtingu uppfærðu skýrslu Deloitte í síðustu viku, fékk ég formlegt bréf frá ráðuneytinu um að miðað við umfang starfsemi slysa- og bráðamóttöku HSS væri sú deild vanfjármögnuð og ráðuneytið hygðist beita sér fyrir að fjárveitingar til hennar yrðu hækkaðar um 300 milljónir króna í fjárlögum næsta árs. Með þeirri ákvörðun ráðuneytisins felst ákveðin viðurkenning á að minn málflutningur sé samkvæmur sannleikanum. Hún dugar þó ekki til að leysa vandann nema að hluta.“ Vill að umbi skoði málið „Verulegur ágreiningur hefur verið milli mín og núverandi heilbrigðisráðherra varðandi skyldur stjórnvalda um fjármögnun á stjórnarskrárvarinni þjónustu við íbúa Suðurnesja. Ég hef því tekið ákvörðun um að óska eftir áliti Umboðsmanns Alþingis á þeim ágreiningsmálum enda hefur verulega skort á efnislegum svörum af hálfu ráðuneytisins við erindum mínum og niðurstöðum skýrslna Deloitte,“ segir Markús. Þá hafi hann einnig ákveðið að óska eftir að Umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til framgöngu ráðherra, með þátttöku ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins, gagnvart honum þegar hann sinnti starfsskyldum sínum ,sem felist í að upplýsa um óþægilegar staðreyndir eða gagnrýna stjórnvöld. „Sú framganga er að mínu mati hvorki í samræmi við góða stjórnsýslu né siðareglur ráðherra þar sem ég hef verið beittur óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu.“ Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
„Allt frá því að ég tók við sem forstjóri HSS, hef ég beitt mér fyrir því að bæta þjónustu við íbúa Suðurnesja og það hefur m.a. falist í því að berjast gegn því ranglæti sem íbúarnir hafa þurft að þola af hálfu stjórnvalda, sérstaklega hvað varðar það að fjárveitingar til heilbrigðisþjónustu á svæðinu hafa ekki tekið mið af fjölgun íbúa og þróunar rekstrarkostnaðar. Á HSS hafa stjórnendur verið í uppbyggingarstarfi sem hefur leitt til þess að traust til stofnunarinnar hefur aukist,“ svo hefst yfirlýsing frá Markúsi Ingólfi Eiríkssyni, forstjóra HSS. Hann segir að á síðasta ári hafi verið ljóst að í óefni stefndi ef fjárveitingarnar yrðu ekki lagfærðar. Því hafi stofnunin fengið ráðgjafafyrirtækið Deloitte til að greina hvernig fjárframlög á hvern íbúa Suðurnesja hefðu þróast milli áranna 2008-22 með tilliti til þróun rekstrarkostnaðar. Þá hafi niðurstaðan verið samdráttur um 22 prósent á hvern íbúa fyrir stofnunina í heild, þar af 45 prósent á sjúkrasviði. „Í ljósi þess að fólksfjölgun er einna mest á landinu á okkar þjónustusvæði vöruðum við heilbrigðisráðherra við því að ef ekki yrði brugðist við þessum vexti þá væri samfélaginu á Suðurnesjum stofnað í hættu,“ segir hann. Staðan hríðversnar Markús segir að þrátt fyrir varnarorð hafi Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og ráðuneyti hans ekki brugðist við með fullnægjandi hætti. Því hafi hann fengið Deloitte til þess að uppfæra gögnin. Uppfærð skýrsla Deloitte staðfesti að fjárframlög á hvern íbúa hafi dregist enn meira saman eða um 27 prósent fyrir stofnunina í heild og þar af 50 prósent á sjúkrasviði. „Staðan hefur því hríðversnað milli ára, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af minni hálfu til að fá heilbrigðisráðuneytið og ráðherra til að leiðrétta það stóra gat sem aðgerðarleysi stjórnvalda um árabil hefur leitt af sér, gat sem núverandi ráðherra ber ekki einn ábyrgð á að myndaðist.“ Fær 300 milljónir til Markús segist hafa sýnt staðfestu gagnvart ráðherra og ráðuneytinu, sem hafi fram til þessa aðeins skilað aukafjárveitingum, sem ekki hafi dugað til, enda sé grunnvandi stofnunarinnar enn óleystur. „Eftir birtingu uppfærðu skýrslu Deloitte í síðustu viku, fékk ég formlegt bréf frá ráðuneytinu um að miðað við umfang starfsemi slysa- og bráðamóttöku HSS væri sú deild vanfjármögnuð og ráðuneytið hygðist beita sér fyrir að fjárveitingar til hennar yrðu hækkaðar um 300 milljónir króna í fjárlögum næsta árs. Með þeirri ákvörðun ráðuneytisins felst ákveðin viðurkenning á að minn málflutningur sé samkvæmur sannleikanum. Hún dugar þó ekki til að leysa vandann nema að hluta.“ Vill að umbi skoði málið „Verulegur ágreiningur hefur verið milli mín og núverandi heilbrigðisráðherra varðandi skyldur stjórnvalda um fjármögnun á stjórnarskrárvarinni þjónustu við íbúa Suðurnesja. Ég hef því tekið ákvörðun um að óska eftir áliti Umboðsmanns Alþingis á þeim ágreiningsmálum enda hefur verulega skort á efnislegum svörum af hálfu ráðuneytisins við erindum mínum og niðurstöðum skýrslna Deloitte,“ segir Markús. Þá hafi hann einnig ákveðið að óska eftir að Umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til framgöngu ráðherra, með þátttöku ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins, gagnvart honum þegar hann sinnti starfsskyldum sínum ,sem felist í að upplýsa um óþægilegar staðreyndir eða gagnrýna stjórnvöld. „Sú framganga er að mínu mati hvorki í samræmi við góða stjórnsýslu né siðareglur ráðherra þar sem ég hef verið beittur óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu.“
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira