Segja Rússa ætla sér „hryðjuverk“ í kjarnorkuverinu Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2023 14:52 Vatn úr uppistöðulóni Kahkovka-stíflunnar er notað til að kæla kjarnakljúfa Saporisjía-orkuversins. Lítið vatn er í lóninu eftir að stíflan var sprengd og Úkraínumenn segja Rússa ætla að fremja „hryðjuverk“. EPA/SERGEI ILNITSKY Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því í morgun að Rússar ætluðu sér að fremja skemmdarverk á Saporisjía kjarnorkuverinu. Leyniþjónusta Úkraínu hefði komist á snoðir um að Rússar ætluðu sér að hleypa geislavirkum efnum frá kjarnorkuverinu. Þetta sagði forsetinn í ávarpi sem birt var í morgun og sagði hann að upplýsingum um þetta „hryðjuverk“ hefði verið deilt með bandamönnum Úkraínu. „Því miður, þarf ég að minna fólk aftur á að geislavirkni þekkir ekki landamæri ríkja. Hverjir verða fyrir henni byggir eingöngu á vindáttinni,“ sagði Selenskí. We have just had a report from our intelligence and the Security Service of .Intelligence has received information that Russia is considering a scenario of a terrorist attack on the Zaporizhzhia nuclear power plant. A terrorist attack with radiation leakage. They have prepared pic.twitter.com/WK6qM090Ru— (@ZelenskyyUa) June 22, 2023 Rússar hafa stjórnað kjarnorkuverinu, sem er það stærsta í Evrópu, frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að Selenskí væri að ljúga. Rússar hafa reglulega sakað Úkraínumenn um að gera árásir á kjarnorkuverið en Rússar hafa sömuleiðis verið sakaðir um að staðsetja þar stórskotaliðsvopn. Reuters segir allar tilraunir til að skapa einhverskonar friðarsvæði í kringum orkuverið hafa misheppnast. Varaði við sprengjum í vatnsbólinu Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, hélt því fram fyrr í vikunni að Rússar hefðu komið sprengjum fyrir í vatnsbóli kjarnorkuversins, þar sem vatn er geymt sem notað er til að kæla kjarnakljúfa orkuversins. Starfsmenn kjarnorkuversins hafa um árabil dælt vatni úr stöðulóni Kakhokva-stíflunnar. Því var hætt eftir að stíflan, sem hefur einnig verið undir stjórn Rússa frá því innrásin hófst, var sprengd. Vísbendingar benda til þess að Rússar hafi komið fyrir sprengjum í grunni stíflunnar og sprengt hana í loft upp. Sjá einnig: „Það er enn engin hjálp“ Síðan þá hefur verið notast við vatn úr eigin vatnsbóli kjarnorkuversins en það á að duga í einhverja mánuði. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin tilkynnti í dag að til stæði að byrja aftur að dæla vatni úr uppistöðulóninu, eða því sem eftir væri af því. Starfsmenn stofnunarinnar segja að hægt sé að dæla vatni úr uppistöðulóninu og þannig er hægt að komast hjá því að nota vatnsbólið. Í áðurnefndu ávarpi sagði Selenskí að heimurinn hefði einnig verið varaður við því að Rússar hefðu komið fyrir sprengjum í Kakhovka-stíflunni. Í þetta sinn þyrfti heimurinn að bregðast við. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41 Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 „Til fjandans með þá“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum, ef öryggi Rússlands væri ógnað. Þá sagði Pútín að Rússar myndi ekki fækka kjarnorkuvopnum sínum, sama hvurslags samkomulag Vesturlönd reyndi að gera við Rússland. 16. júní 2023 22:30 Segir Selenskí vera skömm fyrir gyðinga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir efnahag Rússlands sterkan og hafnar því að ríkið sé orðið einangrað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sagði Pútín að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki gyðingur. Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands. 16. júní 2023 14:59 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Þetta sagði forsetinn í ávarpi sem birt var í morgun og sagði hann að upplýsingum um þetta „hryðjuverk“ hefði verið deilt með bandamönnum Úkraínu. „Því miður, þarf ég að minna fólk aftur á að geislavirkni þekkir ekki landamæri ríkja. Hverjir verða fyrir henni byggir eingöngu á vindáttinni,“ sagði Selenskí. We have just had a report from our intelligence and the Security Service of .Intelligence has received information that Russia is considering a scenario of a terrorist attack on the Zaporizhzhia nuclear power plant. A terrorist attack with radiation leakage. They have prepared pic.twitter.com/WK6qM090Ru— (@ZelenskyyUa) June 22, 2023 Rússar hafa stjórnað kjarnorkuverinu, sem er það stærsta í Evrópu, frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að Selenskí væri að ljúga. Rússar hafa reglulega sakað Úkraínumenn um að gera árásir á kjarnorkuverið en Rússar hafa sömuleiðis verið sakaðir um að staðsetja þar stórskotaliðsvopn. Reuters segir allar tilraunir til að skapa einhverskonar friðarsvæði í kringum orkuverið hafa misheppnast. Varaði við sprengjum í vatnsbólinu Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, hélt því fram fyrr í vikunni að Rússar hefðu komið sprengjum fyrir í vatnsbóli kjarnorkuversins, þar sem vatn er geymt sem notað er til að kæla kjarnakljúfa orkuversins. Starfsmenn kjarnorkuversins hafa um árabil dælt vatni úr stöðulóni Kakhokva-stíflunnar. Því var hætt eftir að stíflan, sem hefur einnig verið undir stjórn Rússa frá því innrásin hófst, var sprengd. Vísbendingar benda til þess að Rússar hafi komið fyrir sprengjum í grunni stíflunnar og sprengt hana í loft upp. Sjá einnig: „Það er enn engin hjálp“ Síðan þá hefur verið notast við vatn úr eigin vatnsbóli kjarnorkuversins en það á að duga í einhverja mánuði. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin tilkynnti í dag að til stæði að byrja aftur að dæla vatni úr uppistöðulóninu, eða því sem eftir væri af því. Starfsmenn stofnunarinnar segja að hægt sé að dæla vatni úr uppistöðulóninu og þannig er hægt að komast hjá því að nota vatnsbólið. Í áðurnefndu ávarpi sagði Selenskí að heimurinn hefði einnig verið varaður við því að Rússar hefðu komið fyrir sprengjum í Kakhovka-stíflunni. Í þetta sinn þyrfti heimurinn að bregðast við.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41 Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 „Til fjandans með þá“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum, ef öryggi Rússlands væri ógnað. Þá sagði Pútín að Rússar myndi ekki fækka kjarnorkuvopnum sínum, sama hvurslags samkomulag Vesturlönd reyndi að gera við Rússland. 16. júní 2023 22:30 Segir Selenskí vera skömm fyrir gyðinga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir efnahag Rússlands sterkan og hafnar því að ríkið sé orðið einangrað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sagði Pútín að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki gyðingur. Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands. 16. júní 2023 14:59 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41
Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06
„Til fjandans með þá“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum, ef öryggi Rússlands væri ógnað. Þá sagði Pútín að Rússar myndi ekki fækka kjarnorkuvopnum sínum, sama hvurslags samkomulag Vesturlönd reyndi að gera við Rússland. 16. júní 2023 22:30
Segir Selenskí vera skömm fyrir gyðinga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir efnahag Rússlands sterkan og hafnar því að ríkið sé orðið einangrað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sagði Pútín að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki gyðingur. Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands. 16. júní 2023 14:59
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent