Kindum beitt á örfoka land í Krýsuvík Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júní 2023 06:46 Þó að land í Krýsuvík sé illa farið fá bændur frá Grindavík enn þá að beita á því. Atli Jósefsson, Vilhelm Gunnarsson Kindum er beitt á örfoka land í Krýsuvík og ekki er hægt að aðhafast neitt vegna þess að reglugerð situr föst í matvælaráðuneytinu. Landgræðslan segir mikið hafa verið gert á Reykjanesi en sums staðar sé ástandið slæmt. Á Krýsuvíkursvæðinu, í landi Hafnarfjarðarbæjar, má víða sjá stór rofabörð. Þau myndast við uppblástur þegar jarðvegurinn í kring er horfinn. Þarna beita bændur frá Grindavíkurbæ fé sínu í hólfi, margir hverjir tómstundabændur. Gústav Magnús Ásbjörnsson, sviðsstjóri verndar og endurheimtar hjá Landgræðslunni, segir að beitarhólfunum á Reykjanesskaga hafi verið komið á fyrir um tuttugu árum síðan. „Með því að setja upp hólfin var Reykjanesskaginn í raun friðaður fyrir sauðfjárbeit. Á sama tíma stóðu sveitarfélögin fyrir landgræðslu innan hólfanna sem eru svo sannarlega ekki í góðu standi og voru það ekki fyrir,“ segir Gústav. Gústav segir mikið hanga á því að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu verði sett. Hún sé í vinnslu í ráðuneytinu.Landgræðslan Var þetta talinn betri kostur en að hafa lausafjárgöngu á öllum Reykjanesskaganum. Einnig var þetta talinn betri kostur en að girða með fram vegunum. „Grindvíkingar hafa verið mjög duglegir í landgræðslu en sannarlega er enn þá landsvæði sem er ekki í góðu ásigkomulagi og á eftir að vinna á,“ segir Gústav. Lög en engin reglugerð Landgræðslulög voru sett árið 2018 en eftir á að setja reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Reglugerðin kom inn í samráðsgátt stjórnvalda árið 2021 en hefur síðan setið föst í matvælaráðuneytinu. Í reglugerðinni eiga að vera verklagsreglur um hvað skuli gera í þeim tilvikum þegar landnýting er ekki sjálfbær. Stór rofabörð myndast í landslaginu þegar jarðvegurinn í kring hverfur.Atli Jósefsson „Þá á að gera áætlun til úrbóta og friða ef það er það sem þarf til að bæta ástandið,“ segir Gústav. Segist hann hafa heyrt að stefnan sé að setja reglugerðina með haustinu. Ísland eins og það er Þó að í Krýsuvík finnst eitt verst farna landið innan beitarhólfanna finnast önnur illa farin svæði þar líka. Þetta á líka við um aðra staði á landinu, að kindum sé beitt á illa farið land. „Ísland er eins og það er. Það er víða illa gróið,“ segir Gústav. Sums staðar eru til landbótaáætlanir fyrir afrétti þar sem sagt er hvernig eigi að takmarka og stýra beit. En heilt yfir hangir mikið á því að reglugerðin verði birt. Skógrækt og landgræðsla Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Á Krýsuvíkursvæðinu, í landi Hafnarfjarðarbæjar, má víða sjá stór rofabörð. Þau myndast við uppblástur þegar jarðvegurinn í kring er horfinn. Þarna beita bændur frá Grindavíkurbæ fé sínu í hólfi, margir hverjir tómstundabændur. Gústav Magnús Ásbjörnsson, sviðsstjóri verndar og endurheimtar hjá Landgræðslunni, segir að beitarhólfunum á Reykjanesskaga hafi verið komið á fyrir um tuttugu árum síðan. „Með því að setja upp hólfin var Reykjanesskaginn í raun friðaður fyrir sauðfjárbeit. Á sama tíma stóðu sveitarfélögin fyrir landgræðslu innan hólfanna sem eru svo sannarlega ekki í góðu standi og voru það ekki fyrir,“ segir Gústav. Gústav segir mikið hanga á því að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu verði sett. Hún sé í vinnslu í ráðuneytinu.Landgræðslan Var þetta talinn betri kostur en að hafa lausafjárgöngu á öllum Reykjanesskaganum. Einnig var þetta talinn betri kostur en að girða með fram vegunum. „Grindvíkingar hafa verið mjög duglegir í landgræðslu en sannarlega er enn þá landsvæði sem er ekki í góðu ásigkomulagi og á eftir að vinna á,“ segir Gústav. Lög en engin reglugerð Landgræðslulög voru sett árið 2018 en eftir á að setja reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Reglugerðin kom inn í samráðsgátt stjórnvalda árið 2021 en hefur síðan setið föst í matvælaráðuneytinu. Í reglugerðinni eiga að vera verklagsreglur um hvað skuli gera í þeim tilvikum þegar landnýting er ekki sjálfbær. Stór rofabörð myndast í landslaginu þegar jarðvegurinn í kring hverfur.Atli Jósefsson „Þá á að gera áætlun til úrbóta og friða ef það er það sem þarf til að bæta ástandið,“ segir Gústav. Segist hann hafa heyrt að stefnan sé að setja reglugerðina með haustinu. Ísland eins og það er Þó að í Krýsuvík finnst eitt verst farna landið innan beitarhólfanna finnast önnur illa farin svæði þar líka. Þetta á líka við um aðra staði á landinu, að kindum sé beitt á illa farið land. „Ísland er eins og það er. Það er víða illa gróið,“ segir Gústav. Sums staðar eru til landbótaáætlanir fyrir afrétti þar sem sagt er hvernig eigi að takmarka og stýra beit. En heilt yfir hangir mikið á því að reglugerðin verði birt.
Skógrækt og landgræðsla Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira