Kindum beitt á örfoka land í Krýsuvík Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júní 2023 06:46 Þó að land í Krýsuvík sé illa farið fá bændur frá Grindavík enn þá að beita á því. Atli Jósefsson, Vilhelm Gunnarsson Kindum er beitt á örfoka land í Krýsuvík og ekki er hægt að aðhafast neitt vegna þess að reglugerð situr föst í matvælaráðuneytinu. Landgræðslan segir mikið hafa verið gert á Reykjanesi en sums staðar sé ástandið slæmt. Á Krýsuvíkursvæðinu, í landi Hafnarfjarðarbæjar, má víða sjá stór rofabörð. Þau myndast við uppblástur þegar jarðvegurinn í kring er horfinn. Þarna beita bændur frá Grindavíkurbæ fé sínu í hólfi, margir hverjir tómstundabændur. Gústav Magnús Ásbjörnsson, sviðsstjóri verndar og endurheimtar hjá Landgræðslunni, segir að beitarhólfunum á Reykjanesskaga hafi verið komið á fyrir um tuttugu árum síðan. „Með því að setja upp hólfin var Reykjanesskaginn í raun friðaður fyrir sauðfjárbeit. Á sama tíma stóðu sveitarfélögin fyrir landgræðslu innan hólfanna sem eru svo sannarlega ekki í góðu standi og voru það ekki fyrir,“ segir Gústav. Gústav segir mikið hanga á því að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu verði sett. Hún sé í vinnslu í ráðuneytinu.Landgræðslan Var þetta talinn betri kostur en að hafa lausafjárgöngu á öllum Reykjanesskaganum. Einnig var þetta talinn betri kostur en að girða með fram vegunum. „Grindvíkingar hafa verið mjög duglegir í landgræðslu en sannarlega er enn þá landsvæði sem er ekki í góðu ásigkomulagi og á eftir að vinna á,“ segir Gústav. Lög en engin reglugerð Landgræðslulög voru sett árið 2018 en eftir á að setja reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Reglugerðin kom inn í samráðsgátt stjórnvalda árið 2021 en hefur síðan setið föst í matvælaráðuneytinu. Í reglugerðinni eiga að vera verklagsreglur um hvað skuli gera í þeim tilvikum þegar landnýting er ekki sjálfbær. Stór rofabörð myndast í landslaginu þegar jarðvegurinn í kring hverfur.Atli Jósefsson „Þá á að gera áætlun til úrbóta og friða ef það er það sem þarf til að bæta ástandið,“ segir Gústav. Segist hann hafa heyrt að stefnan sé að setja reglugerðina með haustinu. Ísland eins og það er Þó að í Krýsuvík finnst eitt verst farna landið innan beitarhólfanna finnast önnur illa farin svæði þar líka. Þetta á líka við um aðra staði á landinu, að kindum sé beitt á illa farið land. „Ísland er eins og það er. Það er víða illa gróið,“ segir Gústav. Sums staðar eru til landbótaáætlanir fyrir afrétti þar sem sagt er hvernig eigi að takmarka og stýra beit. En heilt yfir hangir mikið á því að reglugerðin verði birt. Skógrækt og landgræðsla Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
Á Krýsuvíkursvæðinu, í landi Hafnarfjarðarbæjar, má víða sjá stór rofabörð. Þau myndast við uppblástur þegar jarðvegurinn í kring er horfinn. Þarna beita bændur frá Grindavíkurbæ fé sínu í hólfi, margir hverjir tómstundabændur. Gústav Magnús Ásbjörnsson, sviðsstjóri verndar og endurheimtar hjá Landgræðslunni, segir að beitarhólfunum á Reykjanesskaga hafi verið komið á fyrir um tuttugu árum síðan. „Með því að setja upp hólfin var Reykjanesskaginn í raun friðaður fyrir sauðfjárbeit. Á sama tíma stóðu sveitarfélögin fyrir landgræðslu innan hólfanna sem eru svo sannarlega ekki í góðu standi og voru það ekki fyrir,“ segir Gústav. Gústav segir mikið hanga á því að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu verði sett. Hún sé í vinnslu í ráðuneytinu.Landgræðslan Var þetta talinn betri kostur en að hafa lausafjárgöngu á öllum Reykjanesskaganum. Einnig var þetta talinn betri kostur en að girða með fram vegunum. „Grindvíkingar hafa verið mjög duglegir í landgræðslu en sannarlega er enn þá landsvæði sem er ekki í góðu ásigkomulagi og á eftir að vinna á,“ segir Gústav. Lög en engin reglugerð Landgræðslulög voru sett árið 2018 en eftir á að setja reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Reglugerðin kom inn í samráðsgátt stjórnvalda árið 2021 en hefur síðan setið föst í matvælaráðuneytinu. Í reglugerðinni eiga að vera verklagsreglur um hvað skuli gera í þeim tilvikum þegar landnýting er ekki sjálfbær. Stór rofabörð myndast í landslaginu þegar jarðvegurinn í kring hverfur.Atli Jósefsson „Þá á að gera áætlun til úrbóta og friða ef það er það sem þarf til að bæta ástandið,“ segir Gústav. Segist hann hafa heyrt að stefnan sé að setja reglugerðina með haustinu. Ísland eins og það er Þó að í Krýsuvík finnst eitt verst farna landið innan beitarhólfanna finnast önnur illa farin svæði þar líka. Þetta á líka við um aðra staði á landinu, að kindum sé beitt á illa farið land. „Ísland er eins og það er. Það er víða illa gróið,“ segir Gústav. Sums staðar eru til landbótaáætlanir fyrir afrétti þar sem sagt er hvernig eigi að takmarka og stýra beit. En heilt yfir hangir mikið á því að reglugerðin verði birt.
Skógrækt og landgræðsla Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira