Hæglæti, forvörn gegn kulnun, ofstreitu og hraða Þóra Jónsdóttir skrifar 23. júní 2023 15:01 Margar frásagnir hafa heyrst á undanförnum árum af fólki sem brennur út, fer í kulnun. Svo virðist sem það sé flestum sammerkt sem lenda í kulnun, hvort sem er tengt starfi eða persónulegum aðstæðum, að þau hafa lifað við allt of mikið álag í of langan tíma, mikla streitu og spennu. Jafnvel þó hafi gengið vel og allt hafi verið gaman og mikið stuð, þá getur fólk allt í einu „klesst á vegg“ og tapað orkunni skyndilega. Við erum svakalega dugleg þjóð, metnaðarfull og finnst við oft bara alveg best í heimi. Við keyrum áfram á vinnuhörku og kappsemi og viljum ekki að neinn sjái á okkur eða haldi að við ráðum ekki við að klára verkefnin okkar, öll með tölu. Það þykir smart að geta „múltítaskað“, vera frábær í flestu og taka þátt í helst öllu. Ég er viss um að mörg tengja við þessa lýsingu. Áfram Ísland!, HÚH, og allt það. Af fjölgun kulnunartilfella á undanförnum árum að dæma, er hægt að efast um að þessi kappsemi og hamagangur sé öllum hollur eða sjálfbær, það er ekki víst að þetta henti okkur öllum. Og það má alveg tala um það. Það þurfa ekki öll að vera alls staðar og mest og best í öllu, þó við upplifum mörg pressuna allt í kringum okkur. Það má lifa hægar. Hæglætishreyfingin á Íslandi er félagsskapur sem býður upp á samtal um leiðir til að hægja á og lifa hægar. Um val um annað en að þurfa að hamast í hamsturshjólinu og vera alltaf með allt í botni. Hæglæti (e. slow living) er hugmyndafræði sem hefur líklega alltaf verið til og ástunduð af mörgum sem hafa þó verið lítt sýnileg og farið sér „hægt“. Í dag er kannski orðin ærin ástæða til að kynna hugmyndafræðina aftur, fyrir ofurduglegu okkur, svo við getum komist hjá því að lenda í kulnunarástandi, ef það er ekki orðið of seint. Það er þó aldrei of seint að byrja að tileinka sér hæglæti og hægja á ferðinni, til að auðga lífið meiri gæðum og gleði. Það að lifa í hæglæti þýðir þó ekki endilega að allt verði rosalega hægt og gerist á hraða snigilsins, að man fari að hreyfa sig æðislega hægt eða tala rosa hægt. Ég er til dæmis að skrifa frekar hratt þegar ég slæ inn þennan texta. Það má lifa hægar en samt taka þátt í allskonar hröðu sporti, það má hlaupa þó maður tileinki sér hæglæti og það má dansa og fíflast. En það að velja að lifa hægar getur skapað allskonar spennandi nýjungar. Hægari huga, meiri yfirvegun, betri samskipti, betri ákvarðanir og heilbrigðari fjárhag. Betra kynlíf. Já alveg satt. En að sjálfsögðu er hér ekki um neina skyndilausn að ræða, það er rétt að taka það fram. Nú er hægt að gerast félagi í Hæglætishreyfingunni inni á heimasíðu félagsins, hæglæti.is. Þar er jafnframt að finna pistla um hæglæti og hlaðvarpsþætti, ásamt öðru efni tengdu hæglæti. Félagar í Hæglætishreyfingunni fá að njóta mánaðarlegrar samveru á neti þar sem hugmyndafræðin um hæglæti verður kynnt og tækifæri gefast til að æfa sig í að tileinka sér nýjar hæglætisaðferðir. Fyrsta mánaðarlega samverustundin á neti fyrir félaga, verður 28. júní, kl. 20.00. Skráning á viðburðinn fyrir félaga fer fram með því að senda tölvupóst á haeglaeti@haeglaeti.is, eða senda skilaboð á samfélagsmiðlareikningum Hæglætishreyfingarinnar. Verið velkomin í Hæglætishreyfinguna. Höfundur er stjórnarkona í Haglætishreyfingunni á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Margar frásagnir hafa heyrst á undanförnum árum af fólki sem brennur út, fer í kulnun. Svo virðist sem það sé flestum sammerkt sem lenda í kulnun, hvort sem er tengt starfi eða persónulegum aðstæðum, að þau hafa lifað við allt of mikið álag í of langan tíma, mikla streitu og spennu. Jafnvel þó hafi gengið vel og allt hafi verið gaman og mikið stuð, þá getur fólk allt í einu „klesst á vegg“ og tapað orkunni skyndilega. Við erum svakalega dugleg þjóð, metnaðarfull og finnst við oft bara alveg best í heimi. Við keyrum áfram á vinnuhörku og kappsemi og viljum ekki að neinn sjái á okkur eða haldi að við ráðum ekki við að klára verkefnin okkar, öll með tölu. Það þykir smart að geta „múltítaskað“, vera frábær í flestu og taka þátt í helst öllu. Ég er viss um að mörg tengja við þessa lýsingu. Áfram Ísland!, HÚH, og allt það. Af fjölgun kulnunartilfella á undanförnum árum að dæma, er hægt að efast um að þessi kappsemi og hamagangur sé öllum hollur eða sjálfbær, það er ekki víst að þetta henti okkur öllum. Og það má alveg tala um það. Það þurfa ekki öll að vera alls staðar og mest og best í öllu, þó við upplifum mörg pressuna allt í kringum okkur. Það má lifa hægar. Hæglætishreyfingin á Íslandi er félagsskapur sem býður upp á samtal um leiðir til að hægja á og lifa hægar. Um val um annað en að þurfa að hamast í hamsturshjólinu og vera alltaf með allt í botni. Hæglæti (e. slow living) er hugmyndafræði sem hefur líklega alltaf verið til og ástunduð af mörgum sem hafa þó verið lítt sýnileg og farið sér „hægt“. Í dag er kannski orðin ærin ástæða til að kynna hugmyndafræðina aftur, fyrir ofurduglegu okkur, svo við getum komist hjá því að lenda í kulnunarástandi, ef það er ekki orðið of seint. Það er þó aldrei of seint að byrja að tileinka sér hæglæti og hægja á ferðinni, til að auðga lífið meiri gæðum og gleði. Það að lifa í hæglæti þýðir þó ekki endilega að allt verði rosalega hægt og gerist á hraða snigilsins, að man fari að hreyfa sig æðislega hægt eða tala rosa hægt. Ég er til dæmis að skrifa frekar hratt þegar ég slæ inn þennan texta. Það má lifa hægar en samt taka þátt í allskonar hröðu sporti, það má hlaupa þó maður tileinki sér hæglæti og það má dansa og fíflast. En það að velja að lifa hægar getur skapað allskonar spennandi nýjungar. Hægari huga, meiri yfirvegun, betri samskipti, betri ákvarðanir og heilbrigðari fjárhag. Betra kynlíf. Já alveg satt. En að sjálfsögðu er hér ekki um neina skyndilausn að ræða, það er rétt að taka það fram. Nú er hægt að gerast félagi í Hæglætishreyfingunni inni á heimasíðu félagsins, hæglæti.is. Þar er jafnframt að finna pistla um hæglæti og hlaðvarpsþætti, ásamt öðru efni tengdu hæglæti. Félagar í Hæglætishreyfingunni fá að njóta mánaðarlegrar samveru á neti þar sem hugmyndafræðin um hæglæti verður kynnt og tækifæri gefast til að æfa sig í að tileinka sér nýjar hæglætisaðferðir. Fyrsta mánaðarlega samverustundin á neti fyrir félaga, verður 28. júní, kl. 20.00. Skráning á viðburðinn fyrir félaga fer fram með því að senda tölvupóst á haeglaeti@haeglaeti.is, eða senda skilaboð á samfélagsmiðlareikningum Hæglætishreyfingarinnar. Verið velkomin í Hæglætishreyfinguna. Höfundur er stjórnarkona í Haglætishreyfingunni á Íslandi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar