„Er enginn ósigrandi og geti labbað um Ísland með guðs gefandi rétt til að vinna alla leiki“ Kári Mímisson skrifar 23. júní 2023 23:15 Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Anton Brink Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var að vonum vonsvikinn með 5-2 tap sinna manna í kvöld gegn HK. Varnarleikur Blika var ofboðslega dapur oft á tíðum í kvöld og útskýrði Óskar tapið með því að benda á það hversu illa liðið hafði varist fyrirgjöfum HK. „Ég útskýri það bara á þann hátt að þú þarf að geta varist fyrirgjöfum þegar þær koma og það var það sem fór með okkur, lélegur varnarleikur inn í teig. Ég er ekki með töluna en mig grunar að þeir hafi ekki komist mikið oftar inn í teig hjá okkur en mörkin sem þeir skora. Þeir nýttu vel það sem þeir fengu, við vorum ekki á tánum og þá er auðvitað erfitt að vinna leiki.“ Í tvígang skora HK-ingar eftir mikinn klaufagang í vörn Breiðabliks. Óskar taldi að fleiri mörk væri sennilega hægt að skrá sem mistök. Á sama tíma og hann er ósáttur með vörnina þá telur hann sjá ákveðnar framfarir í spili liðsins. „Það er sennilega hægt að telja fleiri en tvö mörk sem stimplast sem varnarmistök. Í síðasta markinu er Arnór Sveinn bara orðinn þreyttur og það getur alltaf gerst en fyrir utan það þá var varnarleikurinn auðvitað ekki nógu góður og það er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Veislan heldur bara áfram í kórnum og HK er að ganga frá þessum leik. Brynjar Snær gerir vel og kemur HK í 5-2. #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/yIdUvfv3Rf— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 „Við fórum af stað inn í þennan leik með ákveðna hugmyndafræði og mér fannst hún að mörgu leyti ganga upp. Við erum búnir að vera fyrirsjáanlegir í spilinu okkar að undanförnu og við þurftum að finna okkur aðeins í því aftur. Mér fannst það ganga vel í dag en svo bara telur það ekki þegar þú verst ekki í þínum eigin vítateig.“ Spurður að því hvort þessi leikur hefði spilast svipað og fyrri viðureign liðanna í apríl var Óskar ósammála því. HK fagnar einu af fimm mörkum sínum.Vísir/Anton Brink „Mér fannst þessi leikur ekki vera eins og fyrri leikurinn. Mér þótti sá leikur vera meira fram og til baka á meðan í kvöld vorum við með boltann hátt í 90 prósent af leiknum. En þegar þú verst ekki þá skiptir það bara engu máli. Mér finnst ekki hægt að bera þessa tvo leiki saman þó svo að þeir hafi unnið báða. Þeir eiga hvort sitt líf. Ég segi bara aftur ef þú verst ekki inn í teig, verst ekki fyrirgjöfum, dekkar ekki mennina þína þá refsa menn í þessari deild.“ En hefur Óskar áhyggjur af stöðu liðsins? „Ég hef engar áhyggjur af stöðu liðsins. Við höfum ekki tapað síðan 23. apríl. Við þurfum líka að setja þetta í samhengi. Það er enginn ósigrandi og geti labbað um Ísland með guðs gefandi rétt til að vinna alla leiki og ef hann tapar þá sé lífið búið. Auðvitað maður pínu áhyggjur af því að fá á sig fimm mörk og þegar menn eru ekki að dekka en ég hef ekki áhyggjur af þessu tapi.“ Eyþór Wöhler lék ekki með HK í kvöld þar sem hann er samningsbundinn Breiðablik. Spurður að því hvort Breiðablik ætli að sækja Eyþór í glugganum svaraði Óskar litlu. „Það verður bara að koma í ljós. Það er langt þar til glugginn opnar og við þurfum bara að sjá hvernig hlutirnir þróast. Eyþór er að spila vel fyrir HK og er að fá þær mínútur sem hann þarf að fá. Það þarf mikið til þess að við rífum hann úr þeim riðma.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Breiðablik 5-2 | Ótrúlegur sigur heimamanna í Kópavogsslagnum Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Íslandsmeistara Breiðabliks í í Kópavogsslag í 12. umferð Bestu-deildar karla. HK vann fyrri leik liðanna einnig og er án efa í sjöunda himni eftir sigur kvöldsins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 23. júní 2023 21:15 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
„Ég útskýri það bara á þann hátt að þú þarf að geta varist fyrirgjöfum þegar þær koma og það var það sem fór með okkur, lélegur varnarleikur inn í teig. Ég er ekki með töluna en mig grunar að þeir hafi ekki komist mikið oftar inn í teig hjá okkur en mörkin sem þeir skora. Þeir nýttu vel það sem þeir fengu, við vorum ekki á tánum og þá er auðvitað erfitt að vinna leiki.“ Í tvígang skora HK-ingar eftir mikinn klaufagang í vörn Breiðabliks. Óskar taldi að fleiri mörk væri sennilega hægt að skrá sem mistök. Á sama tíma og hann er ósáttur með vörnina þá telur hann sjá ákveðnar framfarir í spili liðsins. „Það er sennilega hægt að telja fleiri en tvö mörk sem stimplast sem varnarmistök. Í síðasta markinu er Arnór Sveinn bara orðinn þreyttur og það getur alltaf gerst en fyrir utan það þá var varnarleikurinn auðvitað ekki nógu góður og það er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Veislan heldur bara áfram í kórnum og HK er að ganga frá þessum leik. Brynjar Snær gerir vel og kemur HK í 5-2. #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/yIdUvfv3Rf— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 „Við fórum af stað inn í þennan leik með ákveðna hugmyndafræði og mér fannst hún að mörgu leyti ganga upp. Við erum búnir að vera fyrirsjáanlegir í spilinu okkar að undanförnu og við þurftum að finna okkur aðeins í því aftur. Mér fannst það ganga vel í dag en svo bara telur það ekki þegar þú verst ekki í þínum eigin vítateig.“ Spurður að því hvort þessi leikur hefði spilast svipað og fyrri viðureign liðanna í apríl var Óskar ósammála því. HK fagnar einu af fimm mörkum sínum.Vísir/Anton Brink „Mér fannst þessi leikur ekki vera eins og fyrri leikurinn. Mér þótti sá leikur vera meira fram og til baka á meðan í kvöld vorum við með boltann hátt í 90 prósent af leiknum. En þegar þú verst ekki þá skiptir það bara engu máli. Mér finnst ekki hægt að bera þessa tvo leiki saman þó svo að þeir hafi unnið báða. Þeir eiga hvort sitt líf. Ég segi bara aftur ef þú verst ekki inn í teig, verst ekki fyrirgjöfum, dekkar ekki mennina þína þá refsa menn í þessari deild.“ En hefur Óskar áhyggjur af stöðu liðsins? „Ég hef engar áhyggjur af stöðu liðsins. Við höfum ekki tapað síðan 23. apríl. Við þurfum líka að setja þetta í samhengi. Það er enginn ósigrandi og geti labbað um Ísland með guðs gefandi rétt til að vinna alla leiki og ef hann tapar þá sé lífið búið. Auðvitað maður pínu áhyggjur af því að fá á sig fimm mörk og þegar menn eru ekki að dekka en ég hef ekki áhyggjur af þessu tapi.“ Eyþór Wöhler lék ekki með HK í kvöld þar sem hann er samningsbundinn Breiðablik. Spurður að því hvort Breiðablik ætli að sækja Eyþór í glugganum svaraði Óskar litlu. „Það verður bara að koma í ljós. Það er langt þar til glugginn opnar og við þurfum bara að sjá hvernig hlutirnir þróast. Eyþór er að spila vel fyrir HK og er að fá þær mínútur sem hann þarf að fá. Það þarf mikið til þess að við rífum hann úr þeim riðma.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Breiðablik 5-2 | Ótrúlegur sigur heimamanna í Kópavogsslagnum Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Íslandsmeistara Breiðabliks í í Kópavogsslag í 12. umferð Bestu-deildar karla. HK vann fyrri leik liðanna einnig og er án efa í sjöunda himni eftir sigur kvöldsins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 23. júní 2023 21:15 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Leik lokið: HK - Breiðablik 5-2 | Ótrúlegur sigur heimamanna í Kópavogsslagnum Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Íslandsmeistara Breiðabliks í í Kópavogsslag í 12. umferð Bestu-deildar karla. HK vann fyrri leik liðanna einnig og er án efa í sjöunda himni eftir sigur kvöldsins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 23. júní 2023 21:15