„Er enginn ósigrandi og geti labbað um Ísland með guðs gefandi rétt til að vinna alla leiki“ Kári Mímisson skrifar 23. júní 2023 23:15 Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Anton Brink Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var að vonum vonsvikinn með 5-2 tap sinna manna í kvöld gegn HK. Varnarleikur Blika var ofboðslega dapur oft á tíðum í kvöld og útskýrði Óskar tapið með því að benda á það hversu illa liðið hafði varist fyrirgjöfum HK. „Ég útskýri það bara á þann hátt að þú þarf að geta varist fyrirgjöfum þegar þær koma og það var það sem fór með okkur, lélegur varnarleikur inn í teig. Ég er ekki með töluna en mig grunar að þeir hafi ekki komist mikið oftar inn í teig hjá okkur en mörkin sem þeir skora. Þeir nýttu vel það sem þeir fengu, við vorum ekki á tánum og þá er auðvitað erfitt að vinna leiki.“ Í tvígang skora HK-ingar eftir mikinn klaufagang í vörn Breiðabliks. Óskar taldi að fleiri mörk væri sennilega hægt að skrá sem mistök. Á sama tíma og hann er ósáttur með vörnina þá telur hann sjá ákveðnar framfarir í spili liðsins. „Það er sennilega hægt að telja fleiri en tvö mörk sem stimplast sem varnarmistök. Í síðasta markinu er Arnór Sveinn bara orðinn þreyttur og það getur alltaf gerst en fyrir utan það þá var varnarleikurinn auðvitað ekki nógu góður og það er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Veislan heldur bara áfram í kórnum og HK er að ganga frá þessum leik. Brynjar Snær gerir vel og kemur HK í 5-2. #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/yIdUvfv3Rf— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 „Við fórum af stað inn í þennan leik með ákveðna hugmyndafræði og mér fannst hún að mörgu leyti ganga upp. Við erum búnir að vera fyrirsjáanlegir í spilinu okkar að undanförnu og við þurftum að finna okkur aðeins í því aftur. Mér fannst það ganga vel í dag en svo bara telur það ekki þegar þú verst ekki í þínum eigin vítateig.“ Spurður að því hvort þessi leikur hefði spilast svipað og fyrri viðureign liðanna í apríl var Óskar ósammála því. HK fagnar einu af fimm mörkum sínum.Vísir/Anton Brink „Mér fannst þessi leikur ekki vera eins og fyrri leikurinn. Mér þótti sá leikur vera meira fram og til baka á meðan í kvöld vorum við með boltann hátt í 90 prósent af leiknum. En þegar þú verst ekki þá skiptir það bara engu máli. Mér finnst ekki hægt að bera þessa tvo leiki saman þó svo að þeir hafi unnið báða. Þeir eiga hvort sitt líf. Ég segi bara aftur ef þú verst ekki inn í teig, verst ekki fyrirgjöfum, dekkar ekki mennina þína þá refsa menn í þessari deild.“ En hefur Óskar áhyggjur af stöðu liðsins? „Ég hef engar áhyggjur af stöðu liðsins. Við höfum ekki tapað síðan 23. apríl. Við þurfum líka að setja þetta í samhengi. Það er enginn ósigrandi og geti labbað um Ísland með guðs gefandi rétt til að vinna alla leiki og ef hann tapar þá sé lífið búið. Auðvitað maður pínu áhyggjur af því að fá á sig fimm mörk og þegar menn eru ekki að dekka en ég hef ekki áhyggjur af þessu tapi.“ Eyþór Wöhler lék ekki með HK í kvöld þar sem hann er samningsbundinn Breiðablik. Spurður að því hvort Breiðablik ætli að sækja Eyþór í glugganum svaraði Óskar litlu. „Það verður bara að koma í ljós. Það er langt þar til glugginn opnar og við þurfum bara að sjá hvernig hlutirnir þróast. Eyþór er að spila vel fyrir HK og er að fá þær mínútur sem hann þarf að fá. Það þarf mikið til þess að við rífum hann úr þeim riðma.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Breiðablik 5-2 | Ótrúlegur sigur heimamanna í Kópavogsslagnum Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Íslandsmeistara Breiðabliks í í Kópavogsslag í 12. umferð Bestu-deildar karla. HK vann fyrri leik liðanna einnig og er án efa í sjöunda himni eftir sigur kvöldsins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 23. júní 2023 21:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Ég útskýri það bara á þann hátt að þú þarf að geta varist fyrirgjöfum þegar þær koma og það var það sem fór með okkur, lélegur varnarleikur inn í teig. Ég er ekki með töluna en mig grunar að þeir hafi ekki komist mikið oftar inn í teig hjá okkur en mörkin sem þeir skora. Þeir nýttu vel það sem þeir fengu, við vorum ekki á tánum og þá er auðvitað erfitt að vinna leiki.“ Í tvígang skora HK-ingar eftir mikinn klaufagang í vörn Breiðabliks. Óskar taldi að fleiri mörk væri sennilega hægt að skrá sem mistök. Á sama tíma og hann er ósáttur með vörnina þá telur hann sjá ákveðnar framfarir í spili liðsins. „Það er sennilega hægt að telja fleiri en tvö mörk sem stimplast sem varnarmistök. Í síðasta markinu er Arnór Sveinn bara orðinn þreyttur og það getur alltaf gerst en fyrir utan það þá var varnarleikurinn auðvitað ekki nógu góður og það er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Veislan heldur bara áfram í kórnum og HK er að ganga frá þessum leik. Brynjar Snær gerir vel og kemur HK í 5-2. #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/yIdUvfv3Rf— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 „Við fórum af stað inn í þennan leik með ákveðna hugmyndafræði og mér fannst hún að mörgu leyti ganga upp. Við erum búnir að vera fyrirsjáanlegir í spilinu okkar að undanförnu og við þurftum að finna okkur aðeins í því aftur. Mér fannst það ganga vel í dag en svo bara telur það ekki þegar þú verst ekki í þínum eigin vítateig.“ Spurður að því hvort þessi leikur hefði spilast svipað og fyrri viðureign liðanna í apríl var Óskar ósammála því. HK fagnar einu af fimm mörkum sínum.Vísir/Anton Brink „Mér fannst þessi leikur ekki vera eins og fyrri leikurinn. Mér þótti sá leikur vera meira fram og til baka á meðan í kvöld vorum við með boltann hátt í 90 prósent af leiknum. En þegar þú verst ekki þá skiptir það bara engu máli. Mér finnst ekki hægt að bera þessa tvo leiki saman þó svo að þeir hafi unnið báða. Þeir eiga hvort sitt líf. Ég segi bara aftur ef þú verst ekki inn í teig, verst ekki fyrirgjöfum, dekkar ekki mennina þína þá refsa menn í þessari deild.“ En hefur Óskar áhyggjur af stöðu liðsins? „Ég hef engar áhyggjur af stöðu liðsins. Við höfum ekki tapað síðan 23. apríl. Við þurfum líka að setja þetta í samhengi. Það er enginn ósigrandi og geti labbað um Ísland með guðs gefandi rétt til að vinna alla leiki og ef hann tapar þá sé lífið búið. Auðvitað maður pínu áhyggjur af því að fá á sig fimm mörk og þegar menn eru ekki að dekka en ég hef ekki áhyggjur af þessu tapi.“ Eyþór Wöhler lék ekki með HK í kvöld þar sem hann er samningsbundinn Breiðablik. Spurður að því hvort Breiðablik ætli að sækja Eyþór í glugganum svaraði Óskar litlu. „Það verður bara að koma í ljós. Það er langt þar til glugginn opnar og við þurfum bara að sjá hvernig hlutirnir þróast. Eyþór er að spila vel fyrir HK og er að fá þær mínútur sem hann þarf að fá. Það þarf mikið til þess að við rífum hann úr þeim riðma.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Breiðablik 5-2 | Ótrúlegur sigur heimamanna í Kópavogsslagnum Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Íslandsmeistara Breiðabliks í í Kópavogsslag í 12. umferð Bestu-deildar karla. HK vann fyrri leik liðanna einnig og er án efa í sjöunda himni eftir sigur kvöldsins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 23. júní 2023 21:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Leik lokið: HK - Breiðablik 5-2 | Ótrúlegur sigur heimamanna í Kópavogsslagnum Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Íslandsmeistara Breiðabliks í í Kópavogsslag í 12. umferð Bestu-deildar karla. HK vann fyrri leik liðanna einnig og er án efa í sjöunda himni eftir sigur kvöldsins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 23. júní 2023 21:15