„Tók smá tíma eftir að ferillinn endaði að átta mig á því hvað mig langaði að gera“ Jón Már Ferro skrifar 25. júní 2023 08:00 Emil Pálsson vann þrjá Íslandsmeistaratitla með FH áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Fyrir tveimur árum fór hann fyrst í hjartastopp en í fyrra gerðist það aftur. Hann sagði skilið við fótboltann tímabundið áður en hann snéri sér að fótboltaþjálfun. vísir/andri marinó Emil Pálsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu sem neyddist skyndilega til þessa að leggja knattspyrnuskóna á hilluna í fyrra. Hefur fundið nýjan farveg fyrir ástríðu sína á íþróttinni. Emil þurfti, í september í fyrra, að taka þá erfiðu ákvörðun að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir að hafa farið í hjartastopp í tvígang aðeins 29 ára gamall. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og varð fljótt ljóst að þessi fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður myndi ekki fara langt frá íþróttinni sem hefur átt hug hans og hjarta síðan í barnæsku. Emil sinnir nú þjálfun og hjá FH miðlar hann reynslu sinni til yngri iðkenda. Auk þess sem hann sinnir starfi í greiningarteymi karlaliðs félagsins. „Það tók smá tíma eftir að ferillinn endaði að átta mig á því hvað mig langaði að gera. Svo var það alltaf bara fótboltinn sem dró mig alltaf meira og meira til sín. Ég tel mig hafa ýmislegt fram á að færa þar. Þannig það var bara geggjað að geta fengið FH, sem er minn klúbbur á Íslandi ásamt Vestra á Ísafirði. Ég tel að það hafi hjálpað mér að koma mér inn í þjálfaragigg sem ég er mjög ánægður með,“ segir Emil. Á leikmannaferli sínum varð Emil í þrígang Íslandsmeistari með FH. Þá hélt hann út í atvinnumennsku í Noregi og á einnig að baki landsleiki fyrir Íslands hönd. Emil segir að hann sé þjálfari í mótun og að hann læri eitthvað nýtt á hverjum degi. „Ég held það sé algengur misskilningur hjá fótboltafólki að þú getir bara labbað beint inn í þjálfun eftir að þú hefur verið leikmaður og það sé bara ekkert mál. Ég ber meiri virðingu fyrir þjálfurum núna en ég gerði áður. Að því leitinu til að maður er búinn að átta sig á hvað fer rosalega mikil vinna í að vera þjálfari. Þegar ég byrjaði að þjálfa þá var ég ekki alveg viss hvort þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera. Ég ákvað að kýla bara á þetta og sjá svo til. Það sem ég hef fundið eftir að ég byrjaði að ég er alltaf að vaxa meira inn í starfið og finna fyrir meiri áhuga. Þegar maður liggur heima á koddanum að hugsa um taktík áður en maður sofnar. Þá held ég að maður sé kominn inn í starfið. Eins og það á að vera,“ segir Emil. Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Emil þurfti, í september í fyrra, að taka þá erfiðu ákvörðun að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir að hafa farið í hjartastopp í tvígang aðeins 29 ára gamall. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og varð fljótt ljóst að þessi fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður myndi ekki fara langt frá íþróttinni sem hefur átt hug hans og hjarta síðan í barnæsku. Emil sinnir nú þjálfun og hjá FH miðlar hann reynslu sinni til yngri iðkenda. Auk þess sem hann sinnir starfi í greiningarteymi karlaliðs félagsins. „Það tók smá tíma eftir að ferillinn endaði að átta mig á því hvað mig langaði að gera. Svo var það alltaf bara fótboltinn sem dró mig alltaf meira og meira til sín. Ég tel mig hafa ýmislegt fram á að færa þar. Þannig það var bara geggjað að geta fengið FH, sem er minn klúbbur á Íslandi ásamt Vestra á Ísafirði. Ég tel að það hafi hjálpað mér að koma mér inn í þjálfaragigg sem ég er mjög ánægður með,“ segir Emil. Á leikmannaferli sínum varð Emil í þrígang Íslandsmeistari með FH. Þá hélt hann út í atvinnumennsku í Noregi og á einnig að baki landsleiki fyrir Íslands hönd. Emil segir að hann sé þjálfari í mótun og að hann læri eitthvað nýtt á hverjum degi. „Ég held það sé algengur misskilningur hjá fótboltafólki að þú getir bara labbað beint inn í þjálfun eftir að þú hefur verið leikmaður og það sé bara ekkert mál. Ég ber meiri virðingu fyrir þjálfurum núna en ég gerði áður. Að því leitinu til að maður er búinn að átta sig á hvað fer rosalega mikil vinna í að vera þjálfari. Þegar ég byrjaði að þjálfa þá var ég ekki alveg viss hvort þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera. Ég ákvað að kýla bara á þetta og sjá svo til. Það sem ég hef fundið eftir að ég byrjaði að ég er alltaf að vaxa meira inn í starfið og finna fyrir meiri áhuga. Þegar maður liggur heima á koddanum að hugsa um taktík áður en maður sofnar. Þá held ég að maður sé kominn inn í starfið. Eins og það á að vera,“ segir Emil.
Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira