Sérstakt Eric Clapton herbergi á Hótel Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júní 2023 20:49 Hótelið er allt hið glæsilegasta nú þegar það er búið að gera það upp af miklum myndarskap. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilmikið líf er að kvikna í gamla bænum á Blönduósi því þar er búið að vera að gera upp gömul hús og koma þeim í rekstur, meðal annars Hótel Blönduósi þar sem Eric Clapton á sitt eigið herbergi. Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Hótels Blönduós en það er Blönduósingurinn Reynir Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson. Reynir hefur verið allt í öllu í uppbyggingunni enda alltaf í vinnugallanum að gera eitthvað með sínu fólki. Nýju eigendur hótelsins hafa líkað opnað Krúttið sem viðburðarrými en það er í sama húsið og gamla bakaríið á Blönduósi var í. Þá er líka búið að opna prjónakaffihús á svæðinu svo eitthvað sé nefnt. „Mamma kom og hjálpaði okkur og lék lykilhlutverk í að innrétta herbergin og systur mínar og konan mín, það dragast allir inn í verkefnið, þetta er svo skemmtilegt og þetta er svo jákvætt. Ég er bara Reynir frá Blönduósi, sem hefur gaman af því að gera eitthvað og þörf fyrir að gera eitthvað. Ég hef aldrei viljað láta kalla mig athafnamann eða fjárfestir þaðan af síður, ég er það bara ekki,” segir Reynir. Reyni líður best í vinnugallanum enda búin að vinna mikið að uppbyggingunni í gamla bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hótelið er með 19 herbergi. Útsýnið er breytilegt eftir herbergjum, ýmist yfir gamla bæinn eða Húnaflóa. Eitt herbergið er kallað Eric Clapton herbergið en í því herbergi gistir Clapton alltaf í þegar hann kemur til Íslands til að veiða. Sjórinn og útsýnið frá hótelinu er mjög heillandi enda er það í miklu uppáhaldi hjá Reyni verandi uppalinn á Blönduósi. Hann er líka ánægður með samfélagið á svæðinu „Svo er þetta svo þakklátt það sem við erum að gera hérna, samfélagið hérna tekur okkur opnum örmum og því fylgir ábyrgð fyrir okkur að standa undir því,” bætir Reynir við. Mikið er lagt upp úr góðri matseld og góðum mat úr héraði á hótelinu og kokkurinn er í skýjunum með uppbygginguna í gamla bænum. „Ég var búin að tala lengi um þetta, sem minn draum af því að ég er Blönduósingur að einhver myndi gera þetta og ætlaði að fá menn í þetta. Ég sé að ég hefði ekki átt sjens í það miðað við hvað Reynir og Gaukur eru búnir að gera flotta hluti,” segir byggingum í gamla bænum, Jóhann Sigurðsson kokkur hótelsins. Jóhann Sigurðsson, kokkur hótelsins, sem leggur mikið upp úr hráefni úr héraði fyrir gesti hótelsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Húnabyggð Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Hótels Blönduós en það er Blönduósingurinn Reynir Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson. Reynir hefur verið allt í öllu í uppbyggingunni enda alltaf í vinnugallanum að gera eitthvað með sínu fólki. Nýju eigendur hótelsins hafa líkað opnað Krúttið sem viðburðarrými en það er í sama húsið og gamla bakaríið á Blönduósi var í. Þá er líka búið að opna prjónakaffihús á svæðinu svo eitthvað sé nefnt. „Mamma kom og hjálpaði okkur og lék lykilhlutverk í að innrétta herbergin og systur mínar og konan mín, það dragast allir inn í verkefnið, þetta er svo skemmtilegt og þetta er svo jákvætt. Ég er bara Reynir frá Blönduósi, sem hefur gaman af því að gera eitthvað og þörf fyrir að gera eitthvað. Ég hef aldrei viljað láta kalla mig athafnamann eða fjárfestir þaðan af síður, ég er það bara ekki,” segir Reynir. Reyni líður best í vinnugallanum enda búin að vinna mikið að uppbyggingunni í gamla bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hótelið er með 19 herbergi. Útsýnið er breytilegt eftir herbergjum, ýmist yfir gamla bæinn eða Húnaflóa. Eitt herbergið er kallað Eric Clapton herbergið en í því herbergi gistir Clapton alltaf í þegar hann kemur til Íslands til að veiða. Sjórinn og útsýnið frá hótelinu er mjög heillandi enda er það í miklu uppáhaldi hjá Reyni verandi uppalinn á Blönduósi. Hann er líka ánægður með samfélagið á svæðinu „Svo er þetta svo þakklátt það sem við erum að gera hérna, samfélagið hérna tekur okkur opnum örmum og því fylgir ábyrgð fyrir okkur að standa undir því,” bætir Reynir við. Mikið er lagt upp úr góðri matseld og góðum mat úr héraði á hótelinu og kokkurinn er í skýjunum með uppbygginguna í gamla bænum. „Ég var búin að tala lengi um þetta, sem minn draum af því að ég er Blönduósingur að einhver myndi gera þetta og ætlaði að fá menn í þetta. Ég sé að ég hefði ekki átt sjens í það miðað við hvað Reynir og Gaukur eru búnir að gera flotta hluti,” segir byggingum í gamla bænum, Jóhann Sigurðsson kokkur hótelsins. Jóhann Sigurðsson, kokkur hótelsins, sem leggur mikið upp úr hráefni úr héraði fyrir gesti hótelsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Húnabyggð Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira