Skipstjóri faldi myndavél inni á klósetti Íslendinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. júní 2023 06:46 Lögregla handtók manninn og verður réttað yfir honum þann 6. desember næstkomandi. EPA/SEBASTIEN NOGIER Íslenskur hópur í fríi í Cannes í Frakklandi var á siglingu við borgina þarsíðustu helgi þegar einn úr hópnum tók eftir myndavél sem falin var inni í vegg á klósetti í bátnum þar sem þau höfðu fataskipti. Málið var tilkynnt til lögreglu sem handtók skipstjórann við komu til hafnar. Franski miðillinn Nice Matin gerir málinu skil en samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða Íslendinga sem staddir voru í fríi í Cannes. Maðurinn hafði myndað sex einstaklinga í hópnum við fataskipti þegar einn meðlima hans uppgötvaði myndavélina. Í umfjöllun Nice Matin kemur fram að um hafi verið að ræða tuttugu manna hóp. Hópurinn hafi ákveðið að gera sér glaðan dag og leigt stóran seglbát og haldið í dagsferð. Þá hafi ung kona í hópnum uppgötvað síma skipstjórans sem falinn hafi verið í vegg fyrir ofan klósettið. Hópurinn gerði lögreglu viðvart sem beið bátsins þegar hann kom aftur til hafnar í Cannes. Þar lagði hún hald á síma mannsins, að því er fram kemur í umfjöllun franska miðilsins. Fundust nokkur myndbönd í símanum af ungum konum á þrítugsaldri sem hann hafði myndað á meðan þær höfðu fataskipti. Maðurinn neitar sök og ber fyrir sig að hann hafi sett upp símann í rýminu til þess að fylgjast með því hvort gestir bátsins neyti eiturlyfja. Skipstjóranum hefur verið sleppt en ber að mæta fyrir dóm þann 6. desember næstkomandi. Lögreglumál Íslendingar erlendis Frakkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Franski miðillinn Nice Matin gerir málinu skil en samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða Íslendinga sem staddir voru í fríi í Cannes. Maðurinn hafði myndað sex einstaklinga í hópnum við fataskipti þegar einn meðlima hans uppgötvaði myndavélina. Í umfjöllun Nice Matin kemur fram að um hafi verið að ræða tuttugu manna hóp. Hópurinn hafi ákveðið að gera sér glaðan dag og leigt stóran seglbát og haldið í dagsferð. Þá hafi ung kona í hópnum uppgötvað síma skipstjórans sem falinn hafi verið í vegg fyrir ofan klósettið. Hópurinn gerði lögreglu viðvart sem beið bátsins þegar hann kom aftur til hafnar í Cannes. Þar lagði hún hald á síma mannsins, að því er fram kemur í umfjöllun franska miðilsins. Fundust nokkur myndbönd í símanum af ungum konum á þrítugsaldri sem hann hafði myndað á meðan þær höfðu fataskipti. Maðurinn neitar sök og ber fyrir sig að hann hafi sett upp símann í rýminu til þess að fylgjast með því hvort gestir bátsins neyti eiturlyfja. Skipstjóranum hefur verið sleppt en ber að mæta fyrir dóm þann 6. desember næstkomandi.
Lögreglumál Íslendingar erlendis Frakkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira