Hlaðvarpsserían varð í stutta stund sú vinsælasta á Spotify tónlistarveitunni en þar fékk Meghan til sín fjölda þekktra gesta. Var þema þáttanna stereótýpur sem konur þurfa að kljást við í daglegu lífi og var tenniskonan Serena Williams meðal fyrstu gesta.
Eins og fram hefur komið ákváðu Spotify og hertogahjónin þau Harry og Meghan að slíta samningum sín á milli um framleiðslu á hlaðvarpsþáttunum. Samningurinn var gerður síðla árs 2020 og var hann á sínum tíma metinn 25 milljónir Bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 3,5 milljörðum íslenskra króna.
Í umfjöllun The Sun kemur fram að Meghan hafi ólm viljað fá bandarísku söngkonuna sem gest í þáttinn. Söngkonan hafi hins vegar ekki haft áhuga á því. Ekki er ljóst hvers vegna svo er en breska götublaðið tekur fram að hertogaynjan hafi sent söngkonunni bréf og óskað eftir viðveru hennar í þættinum.