„Ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júní 2023 15:21 Kristrún Frostadóttir segir að mikilvægt sé að skipa rannsóknarnefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir skýrslu um sátt Íslandsbanka, sýna að bráðnauðsynlegt sé að sérstök rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð. „Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa auðvitað borið fyrir sig að hvergi hafi lögbrot af hálfu ráðherra átt sér stað, þó það hafi verið vitað að ríkisendurskoðandi hafi ekki haft heimildir til að rannsaka slíkt,“ segir Kristrún. Stjórnarandstaðan kallaði alveg frá upphafi eftir að rannsóknarnefnd yrði skipuð en hún hefur víðtækar rannsóknarheimildir. „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn að sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“ Kristrún bendir á að þetta sé önnur skýrslan á undanförnum mánuðum um söluna. „Sem sýnir að söluferlið var í engu samhengi við yfirlýsingar fjármálaráðherra að vel hafi gengið og við vitum auðvitað úr fyrri skýrslu ríkisendurskoðanda að jafnræði var ekki tryggt og að hæsta verð hafi ekki fengist, samt var þetta í lögum um söluna.“ Skýrsla Fjármálaeftirlits Seðlabankans sé kolsvört. „Það var verulega illa staðið að sölunni og við þurfum auðvitað að fá nánari skýringar á því hvernig stendur á því að keðjan brotnar eða í raun hrynur með þessum hætti fyrir neðan ríkisstjórnina, fjármálaráðherra og ráðuneytið. Fyrst leiðir þetta að lokun á Bankasýslunni og síðan núna þessi kolsvarta skýrsla um Íslandsbanka.“ Og hvað þarf að gerast núna í framhaldinu að þínu mati? „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Sögðu minnst níu almennum fjárfestum að lágmarksupphæð væri tuttugu milljónir Starfsmenn Íslandsbanka beindu útboði á hlut ríkisins að 99 almennum fjárfestum, þrátt fyrir að um útboð fyrir fjárfesta hafi verið að ræða. Í níu tilfellum, þar sem hljóðrituð símtöl liggja fyrir, kemur fram í símtölum starfsmanna bankans við almenna fjárfesta að lágmarksfjárhæð í útboðinu væri 20 milljónir króna. Þær fullyrðingar voru rangar. 26. júní 2023 15:03 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 „Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. 26. júní 2023 12:22 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
„Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa auðvitað borið fyrir sig að hvergi hafi lögbrot af hálfu ráðherra átt sér stað, þó það hafi verið vitað að ríkisendurskoðandi hafi ekki haft heimildir til að rannsaka slíkt,“ segir Kristrún. Stjórnarandstaðan kallaði alveg frá upphafi eftir að rannsóknarnefnd yrði skipuð en hún hefur víðtækar rannsóknarheimildir. „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn að sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“ Kristrún bendir á að þetta sé önnur skýrslan á undanförnum mánuðum um söluna. „Sem sýnir að söluferlið var í engu samhengi við yfirlýsingar fjármálaráðherra að vel hafi gengið og við vitum auðvitað úr fyrri skýrslu ríkisendurskoðanda að jafnræði var ekki tryggt og að hæsta verð hafi ekki fengist, samt var þetta í lögum um söluna.“ Skýrsla Fjármálaeftirlits Seðlabankans sé kolsvört. „Það var verulega illa staðið að sölunni og við þurfum auðvitað að fá nánari skýringar á því hvernig stendur á því að keðjan brotnar eða í raun hrynur með þessum hætti fyrir neðan ríkisstjórnina, fjármálaráðherra og ráðuneytið. Fyrst leiðir þetta að lokun á Bankasýslunni og síðan núna þessi kolsvarta skýrsla um Íslandsbanka.“ Og hvað þarf að gerast núna í framhaldinu að þínu mati? „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Sögðu minnst níu almennum fjárfestum að lágmarksupphæð væri tuttugu milljónir Starfsmenn Íslandsbanka beindu útboði á hlut ríkisins að 99 almennum fjárfestum, þrátt fyrir að um útboð fyrir fjárfesta hafi verið að ræða. Í níu tilfellum, þar sem hljóðrituð símtöl liggja fyrir, kemur fram í símtölum starfsmanna bankans við almenna fjárfesta að lágmarksfjárhæð í útboðinu væri 20 milljónir króna. Þær fullyrðingar voru rangar. 26. júní 2023 15:03 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 „Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. 26. júní 2023 12:22 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Sögðu minnst níu almennum fjárfestum að lágmarksupphæð væri tuttugu milljónir Starfsmenn Íslandsbanka beindu útboði á hlut ríkisins að 99 almennum fjárfestum, þrátt fyrir að um útboð fyrir fjárfesta hafi verið að ræða. Í níu tilfellum, þar sem hljóðrituð símtöl liggja fyrir, kemur fram í símtölum starfsmanna bankans við almenna fjárfesta að lágmarksfjárhæð í útboðinu væri 20 milljónir króna. Þær fullyrðingar voru rangar. 26. júní 2023 15:03
Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33
„Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. 26. júní 2023 12:22
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent