Weah aftur í Seríu A Siggeir Ævarsson skrifar 26. júní 2023 18:00 Timothy Weah hefur leikið með bandaríska landsliðinu síðan 2018. Hann gat einnig leikið fyrir hönd Frakklands, Jamaíku og Líberíu en valdi Bandaríkin ungur. Vísir/Getty Juventus eru um það bil að ganga frá kaupum á bandaríska vængmanninum Timothy Weah, frá Lille í Frakklandi. Timothy verður þá annar meðlimur Weah fjölskyldunnar til að spila í Seríu A en faðir hans, George Weah, gerði garðinn frægan með AC Milan undir lok síðustu aldar. Samningaviðræður um félagaskiptin eru á lokastigi samkvæmt Fabrizio Romano og hefur Juventus þegar gengið frá samingum um kaup og kjör við leikmanninn sjálfan. Vonir standa til að læknisskoðun og samningsundirritun verði kláruð í vikunni. Juventus are now finalising details of the agreement for Timothy Weah deal with Lille. Personal terms agreement, already sealed. #JuventusJuve hope to get medical tests and also contract signing done by the end of the week. pic.twitter.com/WBfeXBW7jo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 26, 2023 Timothy, sem er 23 ára, hefur leikið Með Lille síðan 2019, og lék þar áður með PGS, eftir að hafa verið í unglinaakademíu liðsins árin 2014-2107. Þá lék hann eitt tímabil á láni með Celtic og varð skoskur meistari með liðinu vorið 2019. Hann hefur verið fastamaður í liði Lille undanfarin þrjú tímabil og spilað með landsliði Bandaríkjanna síðan 2018, en hann er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum. Í gegnum búsetu og ríkisföng foreldra sinna gat hann valið á milli fjögurra landsliða en honum stóð einnig til boða að leika fyrir hönd Frakklands, Jamaíka og Líberíu. Hann valdi Bandaríkin ungur að árum og spilaði með U15 landsliðið þeirra árið 2015 og eftir það með öllum yngri landsliðum Bandaríkjanna. Hann sagði að valið hefði verið auðvelt, hann elskaði bæði landið og liðsfélaga sína. Loks úr skugga föður síns? Timothy er eins og áður sagði sonur George Weah, sem er óumdeilanlega besti knattspyrnumaður í sögu Líberíu. Hann kom fyrst til Evrópu til að leika knattspyrnu þegar Arsène Wenger fékk hann til Mónakó árið 1988 og átti síðar eftir að leika fyrir PSG, AC Milan, Chelsea, Manchester City og Marseille, áður en hann lauk ferlinum með Al Jazira. Timothy hefur lengið staðið í skugga föður síns en fylgir nú í fótspor hans og fer til Ítalíu. Hvort Timothy nær að setja sama mark sitt á deildina og hann gerði verður tíminn að leiða í ljós. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Weah: Kallaður rusl og sagður standa að eilífu í skugga föður míns Timothy Weah ætlar sér að verða besti leikmaður Bandaríkjanna frá upphafi. 13. júlí 2018 23:15 Sonur Weah skoraði í fyrsta landsleiknum fyrir Bandaríkin Timothy Weah, sonur fyrrum besta knattspyrnumanns heims og forseta Líberíu, George Weah, stimplaði sig inn í heimsfótboltann síðustu nótt. 29. maí 2018 20:30 Weah farinn til Celtic Framherjinn Timothy Weah hefur verið lánaður frá franska stórliðinu PSG til skoska liðsins Celtic. 8. janúar 2019 10:30 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira
Samningaviðræður um félagaskiptin eru á lokastigi samkvæmt Fabrizio Romano og hefur Juventus þegar gengið frá samingum um kaup og kjör við leikmanninn sjálfan. Vonir standa til að læknisskoðun og samningsundirritun verði kláruð í vikunni. Juventus are now finalising details of the agreement for Timothy Weah deal with Lille. Personal terms agreement, already sealed. #JuventusJuve hope to get medical tests and also contract signing done by the end of the week. pic.twitter.com/WBfeXBW7jo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 26, 2023 Timothy, sem er 23 ára, hefur leikið Með Lille síðan 2019, og lék þar áður með PGS, eftir að hafa verið í unglinaakademíu liðsins árin 2014-2107. Þá lék hann eitt tímabil á láni með Celtic og varð skoskur meistari með liðinu vorið 2019. Hann hefur verið fastamaður í liði Lille undanfarin þrjú tímabil og spilað með landsliði Bandaríkjanna síðan 2018, en hann er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum. Í gegnum búsetu og ríkisföng foreldra sinna gat hann valið á milli fjögurra landsliða en honum stóð einnig til boða að leika fyrir hönd Frakklands, Jamaíka og Líberíu. Hann valdi Bandaríkin ungur að árum og spilaði með U15 landsliðið þeirra árið 2015 og eftir það með öllum yngri landsliðum Bandaríkjanna. Hann sagði að valið hefði verið auðvelt, hann elskaði bæði landið og liðsfélaga sína. Loks úr skugga föður síns? Timothy er eins og áður sagði sonur George Weah, sem er óumdeilanlega besti knattspyrnumaður í sögu Líberíu. Hann kom fyrst til Evrópu til að leika knattspyrnu þegar Arsène Wenger fékk hann til Mónakó árið 1988 og átti síðar eftir að leika fyrir PSG, AC Milan, Chelsea, Manchester City og Marseille, áður en hann lauk ferlinum með Al Jazira. Timothy hefur lengið staðið í skugga föður síns en fylgir nú í fótspor hans og fer til Ítalíu. Hvort Timothy nær að setja sama mark sitt á deildina og hann gerði verður tíminn að leiða í ljós.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Weah: Kallaður rusl og sagður standa að eilífu í skugga föður míns Timothy Weah ætlar sér að verða besti leikmaður Bandaríkjanna frá upphafi. 13. júlí 2018 23:15 Sonur Weah skoraði í fyrsta landsleiknum fyrir Bandaríkin Timothy Weah, sonur fyrrum besta knattspyrnumanns heims og forseta Líberíu, George Weah, stimplaði sig inn í heimsfótboltann síðustu nótt. 29. maí 2018 20:30 Weah farinn til Celtic Framherjinn Timothy Weah hefur verið lánaður frá franska stórliðinu PSG til skoska liðsins Celtic. 8. janúar 2019 10:30 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira
Weah: Kallaður rusl og sagður standa að eilífu í skugga föður míns Timothy Weah ætlar sér að verða besti leikmaður Bandaríkjanna frá upphafi. 13. júlí 2018 23:15
Sonur Weah skoraði í fyrsta landsleiknum fyrir Bandaríkin Timothy Weah, sonur fyrrum besta knattspyrnumanns heims og forseta Líberíu, George Weah, stimplaði sig inn í heimsfótboltann síðustu nótt. 29. maí 2018 20:30
Weah farinn til Celtic Framherjinn Timothy Weah hefur verið lánaður frá franska stórliðinu PSG til skoska liðsins Celtic. 8. janúar 2019 10:30