Weah aftur í Seríu A Siggeir Ævarsson skrifar 26. júní 2023 18:00 Timothy Weah hefur leikið með bandaríska landsliðinu síðan 2018. Hann gat einnig leikið fyrir hönd Frakklands, Jamaíku og Líberíu en valdi Bandaríkin ungur. Vísir/Getty Juventus eru um það bil að ganga frá kaupum á bandaríska vængmanninum Timothy Weah, frá Lille í Frakklandi. Timothy verður þá annar meðlimur Weah fjölskyldunnar til að spila í Seríu A en faðir hans, George Weah, gerði garðinn frægan með AC Milan undir lok síðustu aldar. Samningaviðræður um félagaskiptin eru á lokastigi samkvæmt Fabrizio Romano og hefur Juventus þegar gengið frá samingum um kaup og kjör við leikmanninn sjálfan. Vonir standa til að læknisskoðun og samningsundirritun verði kláruð í vikunni. Juventus are now finalising details of the agreement for Timothy Weah deal with Lille. Personal terms agreement, already sealed. #JuventusJuve hope to get medical tests and also contract signing done by the end of the week. pic.twitter.com/WBfeXBW7jo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 26, 2023 Timothy, sem er 23 ára, hefur leikið Með Lille síðan 2019, og lék þar áður með PGS, eftir að hafa verið í unglinaakademíu liðsins árin 2014-2107. Þá lék hann eitt tímabil á láni með Celtic og varð skoskur meistari með liðinu vorið 2019. Hann hefur verið fastamaður í liði Lille undanfarin þrjú tímabil og spilað með landsliði Bandaríkjanna síðan 2018, en hann er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum. Í gegnum búsetu og ríkisföng foreldra sinna gat hann valið á milli fjögurra landsliða en honum stóð einnig til boða að leika fyrir hönd Frakklands, Jamaíka og Líberíu. Hann valdi Bandaríkin ungur að árum og spilaði með U15 landsliðið þeirra árið 2015 og eftir það með öllum yngri landsliðum Bandaríkjanna. Hann sagði að valið hefði verið auðvelt, hann elskaði bæði landið og liðsfélaga sína. Loks úr skugga föður síns? Timothy er eins og áður sagði sonur George Weah, sem er óumdeilanlega besti knattspyrnumaður í sögu Líberíu. Hann kom fyrst til Evrópu til að leika knattspyrnu þegar Arsène Wenger fékk hann til Mónakó árið 1988 og átti síðar eftir að leika fyrir PSG, AC Milan, Chelsea, Manchester City og Marseille, áður en hann lauk ferlinum með Al Jazira. Timothy hefur lengið staðið í skugga föður síns en fylgir nú í fótspor hans og fer til Ítalíu. Hvort Timothy nær að setja sama mark sitt á deildina og hann gerði verður tíminn að leiða í ljós. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Weah: Kallaður rusl og sagður standa að eilífu í skugga föður míns Timothy Weah ætlar sér að verða besti leikmaður Bandaríkjanna frá upphafi. 13. júlí 2018 23:15 Sonur Weah skoraði í fyrsta landsleiknum fyrir Bandaríkin Timothy Weah, sonur fyrrum besta knattspyrnumanns heims og forseta Líberíu, George Weah, stimplaði sig inn í heimsfótboltann síðustu nótt. 29. maí 2018 20:30 Weah farinn til Celtic Framherjinn Timothy Weah hefur verið lánaður frá franska stórliðinu PSG til skoska liðsins Celtic. 8. janúar 2019 10:30 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Samningaviðræður um félagaskiptin eru á lokastigi samkvæmt Fabrizio Romano og hefur Juventus þegar gengið frá samingum um kaup og kjör við leikmanninn sjálfan. Vonir standa til að læknisskoðun og samningsundirritun verði kláruð í vikunni. Juventus are now finalising details of the agreement for Timothy Weah deal with Lille. Personal terms agreement, already sealed. #JuventusJuve hope to get medical tests and also contract signing done by the end of the week. pic.twitter.com/WBfeXBW7jo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 26, 2023 Timothy, sem er 23 ára, hefur leikið Með Lille síðan 2019, og lék þar áður með PGS, eftir að hafa verið í unglinaakademíu liðsins árin 2014-2107. Þá lék hann eitt tímabil á láni með Celtic og varð skoskur meistari með liðinu vorið 2019. Hann hefur verið fastamaður í liði Lille undanfarin þrjú tímabil og spilað með landsliði Bandaríkjanna síðan 2018, en hann er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum. Í gegnum búsetu og ríkisföng foreldra sinna gat hann valið á milli fjögurra landsliða en honum stóð einnig til boða að leika fyrir hönd Frakklands, Jamaíka og Líberíu. Hann valdi Bandaríkin ungur að árum og spilaði með U15 landsliðið þeirra árið 2015 og eftir það með öllum yngri landsliðum Bandaríkjanna. Hann sagði að valið hefði verið auðvelt, hann elskaði bæði landið og liðsfélaga sína. Loks úr skugga föður síns? Timothy er eins og áður sagði sonur George Weah, sem er óumdeilanlega besti knattspyrnumaður í sögu Líberíu. Hann kom fyrst til Evrópu til að leika knattspyrnu þegar Arsène Wenger fékk hann til Mónakó árið 1988 og átti síðar eftir að leika fyrir PSG, AC Milan, Chelsea, Manchester City og Marseille, áður en hann lauk ferlinum með Al Jazira. Timothy hefur lengið staðið í skugga föður síns en fylgir nú í fótspor hans og fer til Ítalíu. Hvort Timothy nær að setja sama mark sitt á deildina og hann gerði verður tíminn að leiða í ljós.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Weah: Kallaður rusl og sagður standa að eilífu í skugga föður míns Timothy Weah ætlar sér að verða besti leikmaður Bandaríkjanna frá upphafi. 13. júlí 2018 23:15 Sonur Weah skoraði í fyrsta landsleiknum fyrir Bandaríkin Timothy Weah, sonur fyrrum besta knattspyrnumanns heims og forseta Líberíu, George Weah, stimplaði sig inn í heimsfótboltann síðustu nótt. 29. maí 2018 20:30 Weah farinn til Celtic Framherjinn Timothy Weah hefur verið lánaður frá franska stórliðinu PSG til skoska liðsins Celtic. 8. janúar 2019 10:30 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Weah: Kallaður rusl og sagður standa að eilífu í skugga föður míns Timothy Weah ætlar sér að verða besti leikmaður Bandaríkjanna frá upphafi. 13. júlí 2018 23:15
Sonur Weah skoraði í fyrsta landsleiknum fyrir Bandaríkin Timothy Weah, sonur fyrrum besta knattspyrnumanns heims og forseta Líberíu, George Weah, stimplaði sig inn í heimsfótboltann síðustu nótt. 29. maí 2018 20:30
Weah farinn til Celtic Framherjinn Timothy Weah hefur verið lánaður frá franska stórliðinu PSG til skoska liðsins Celtic. 8. janúar 2019 10:30