Sáttin öllu verri en Bankasýsla ríkisins átti von á Helena Rós Sturludóttir skrifar 26. júní 2023 18:59 Lárus Blöndal er stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Vísir/Dúi Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sátt fjármálaeftirlits Seðlabankans og Íslandsbanka um sölu bankans á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum öllu verri heldur en þau hafi átt von á. „Það sem er alvarlegt er auðvitað það að menn fari ekki eftir lögum og reglum. Það er auðvitað grundvallaratriði og það sem við höfum áhyggjur af í Bankasýslunni er að við förum með 44,2 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka og hátt í 100 prósenta hlut í Landsbankanum. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að það ríki traust um fjármálakerfið í landinu. Þetta er mjög slæmt innlegg inn í það að menn séu í svona framkvæmd að fara í bága við lög og reglur,“ segir Lárus Blöndal. Aðspurður hvort traust ríki til stjórnenda bankans segir Lárus Bankasýsluna ekki hafa tekið afstöðu til þess. „Ég tel að það skipti bara máli að bæði stjórnin og þeir sem stýri för innan bankans að þeir taki afstöðu til þess hvernig rétt er að haga málum til framtíðar.“ Bankasýslan hefur óskað eftir því að boðað verði til hluthafafundar. „Við óskum eftir því að það verði haldinn hluthafafundur þar sem stjórnendur og stjórn geri grein fyrir þessu máli. Líka því hvernig menn ætla að ávinna það traust sem hefur glatast til baka. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þetta fáist fram og líka hitt að hluthafar geti þá fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim,“ segir Lárus sem er bjartsýnn á að bankinn geti unnið traustið til baka. Skaði sem þurfi að vinna til baka Í sátt FME kom meðal annars fram að bankinn hafi gefið Bankasýslunni villandi upplýsingar varðandi söluna. Lárus segir það engan vegin ásættanlegt, „Það er auðvitað þannig þegar að maður ræður aðila til starfa eins og við gerðum við Íslandsbanka til að annast þessa sölu að þá gengur maður út frá því að menn fari að lögum og reglum. Það er grundvallaratriði sem er sjálfgefið skilyrði fyrir því að ráðningin fari fram. Þannig við auðvitað ætlumst til þess og trúum því ekki að óreyndu að menn geri það ekki,“ segir Lárus og bætir við að málið verði skoðað betur og öllum steinum verði velt. „Okkur finnst alvarlegasta málið það að þetta hefur áhrif á traust til fjármálageirans og það er skaði sem þarf að vinna til baka,“ segir Lárus sem á von á að hluthafafundur fari fyrst fram eftir sumarfrí. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankinn hafi brugðist trausti Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum. 26. júní 2023 17:14 Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. 26. júní 2023 16:42 „Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. 26. júní 2023 18:04 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
„Það sem er alvarlegt er auðvitað það að menn fari ekki eftir lögum og reglum. Það er auðvitað grundvallaratriði og það sem við höfum áhyggjur af í Bankasýslunni er að við förum með 44,2 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka og hátt í 100 prósenta hlut í Landsbankanum. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að það ríki traust um fjármálakerfið í landinu. Þetta er mjög slæmt innlegg inn í það að menn séu í svona framkvæmd að fara í bága við lög og reglur,“ segir Lárus Blöndal. Aðspurður hvort traust ríki til stjórnenda bankans segir Lárus Bankasýsluna ekki hafa tekið afstöðu til þess. „Ég tel að það skipti bara máli að bæði stjórnin og þeir sem stýri för innan bankans að þeir taki afstöðu til þess hvernig rétt er að haga málum til framtíðar.“ Bankasýslan hefur óskað eftir því að boðað verði til hluthafafundar. „Við óskum eftir því að það verði haldinn hluthafafundur þar sem stjórnendur og stjórn geri grein fyrir þessu máli. Líka því hvernig menn ætla að ávinna það traust sem hefur glatast til baka. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þetta fáist fram og líka hitt að hluthafar geti þá fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim,“ segir Lárus sem er bjartsýnn á að bankinn geti unnið traustið til baka. Skaði sem þurfi að vinna til baka Í sátt FME kom meðal annars fram að bankinn hafi gefið Bankasýslunni villandi upplýsingar varðandi söluna. Lárus segir það engan vegin ásættanlegt, „Það er auðvitað þannig þegar að maður ræður aðila til starfa eins og við gerðum við Íslandsbanka til að annast þessa sölu að þá gengur maður út frá því að menn fari að lögum og reglum. Það er grundvallaratriði sem er sjálfgefið skilyrði fyrir því að ráðningin fari fram. Þannig við auðvitað ætlumst til þess og trúum því ekki að óreyndu að menn geri það ekki,“ segir Lárus og bætir við að málið verði skoðað betur og öllum steinum verði velt. „Okkur finnst alvarlegasta málið það að þetta hefur áhrif á traust til fjármálageirans og það er skaði sem þarf að vinna til baka,“ segir Lárus sem á von á að hluthafafundur fari fyrst fram eftir sumarfrí.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankinn hafi brugðist trausti Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum. 26. júní 2023 17:14 Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. 26. júní 2023 16:42 „Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. 26. júní 2023 18:04 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Bankinn hafi brugðist trausti Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum. 26. júní 2023 17:14
Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. 26. júní 2023 16:42
„Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. 26. júní 2023 18:04