Hegerberg spurð út í skrópin hjá Haaland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2023 10:00 Ada Hegerberg vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um Erling Braut Haaland. Getty/David Horton Norðmenn eiga tvo af bestu framherjum heims, Ödu Hegerberg í kvennaflokki og Erling Braut Haaland í karlaflokki. Norska kvennalandsliðið hefur hins vegar gert miklu betri hluti en karlaliðið og það lítur út fyrir að það sé farið að pirra Haaland verulega. Næst á dagskrá hjá norska kvennalandsliðinu er heimsmeistarakeppnin í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Ada Hegerberg mætti á blaðamannafund í aðdraganda heimsmeistaramótsins en hún snéri aftur í landsliðið í mars í fyrra eftir fimm ára fjarveru. Hún var spurð út í hegðun Haaland í síðasta verkefni karlalandsliðsins. Norska ríkisútvarpið segir frá. Hegerbergs VM-beskjed: https://t.co/KQNo6sNcJS— TV 2 Sport (@tv2sport) June 26, 2023 Norska karlalandsliðið var þá í fínum málum og yfir í mikilvægum heimaleik á móti Skotum þegar Haaland var tekinn af velli. Skotarnir tryggðu sér sigur með tveimur mörkun í blálokin. Eftir leikinn neitaði Haaland að tala við blaðamenn og fékk leyfi frá landsliðsþjálfaranum Ståle Solbakken til að skrópa í viðtölin. Reglur UEFA segja að leikmenn verði að ræða við fjölmiðlamenn eftir leiki. Norsku fjölmiðlamennirnir fögnuðu því að sjá Hegerberg í viðtölum en spurðu hana líka út í skrópin hjá Haaland. „Ég hef gengið í gegnum ýmislegt varðandi fjölmiðla á mínum ferli. Það hefur verið góð upplifun líka. Þetta snýst um að auglýsa íþróttina okkar. Þið hafið mjög mikilvægt hlutverk í því líka. Þess vegna er það mikilvægt fyrir mig að þið hafið ykkar aðgengi og að þið farið með það af fagmennsku,“ sagði Ada Hegerberg. Ada Hegerberg og Erling Braut Haaland er begge nominert til FIFA Best Player Award Gå inn på https://t.co/76rBVYsoMy og avgi din stemme pic.twitter.com/rFb25z4iHq— Fotballandslaget (@nff_landslag) January 13, 2023 En hvað fannst henni um hegðun Haaland og það hvað hann sleppur mikið við fjölmiðlaskyldur sínar? „Hvaða skoðun hef ég á því? Ég hef eiginlega ekkert um það að segja og það er ekki mikilvægt málefni til að ræða. Varðandi mig sjálfa þá tel ég það mikilvægt að eiga virðingarvert samband við fjölmiðla,“ sagði Hegerberg. Norski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira
Næst á dagskrá hjá norska kvennalandsliðinu er heimsmeistarakeppnin í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Ada Hegerberg mætti á blaðamannafund í aðdraganda heimsmeistaramótsins en hún snéri aftur í landsliðið í mars í fyrra eftir fimm ára fjarveru. Hún var spurð út í hegðun Haaland í síðasta verkefni karlalandsliðsins. Norska ríkisútvarpið segir frá. Hegerbergs VM-beskjed: https://t.co/KQNo6sNcJS— TV 2 Sport (@tv2sport) June 26, 2023 Norska karlalandsliðið var þá í fínum málum og yfir í mikilvægum heimaleik á móti Skotum þegar Haaland var tekinn af velli. Skotarnir tryggðu sér sigur með tveimur mörkun í blálokin. Eftir leikinn neitaði Haaland að tala við blaðamenn og fékk leyfi frá landsliðsþjálfaranum Ståle Solbakken til að skrópa í viðtölin. Reglur UEFA segja að leikmenn verði að ræða við fjölmiðlamenn eftir leiki. Norsku fjölmiðlamennirnir fögnuðu því að sjá Hegerberg í viðtölum en spurðu hana líka út í skrópin hjá Haaland. „Ég hef gengið í gegnum ýmislegt varðandi fjölmiðla á mínum ferli. Það hefur verið góð upplifun líka. Þetta snýst um að auglýsa íþróttina okkar. Þið hafið mjög mikilvægt hlutverk í því líka. Þess vegna er það mikilvægt fyrir mig að þið hafið ykkar aðgengi og að þið farið með það af fagmennsku,“ sagði Ada Hegerberg. Ada Hegerberg og Erling Braut Haaland er begge nominert til FIFA Best Player Award Gå inn på https://t.co/76rBVYsoMy og avgi din stemme pic.twitter.com/rFb25z4iHq— Fotballandslaget (@nff_landslag) January 13, 2023 En hvað fannst henni um hegðun Haaland og það hvað hann sleppur mikið við fjölmiðlaskyldur sínar? „Hvaða skoðun hef ég á því? Ég hef eiginlega ekkert um það að segja og það er ekki mikilvægt málefni til að ræða. Varðandi mig sjálfa þá tel ég það mikilvægt að eiga virðingarvert samband við fjölmiðla,“ sagði Hegerberg.
Norski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira