Fyrsta sakfelling stjórnarmanns VW í útblásturshneykslinu Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2023 14:10 Rupert Stadler var forstjóri Audi, eins vörumerkja Volkswagen. Hann var ákærður fyrir svik og blekkingar um útblástur bíla sem framleiðandinn seldi. AP/Matthias Schrader Rupert Stadler, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Audi, varð fyrsti stjórnarmaður Volkswagen til þess að hljóta dóm í útblásturshneykslinu sem skók þýskan bílaiðnað þegar hann var fundinn sekur um svik í dag. Hann hlaut skilorðbundinn fangelsisdóm og dæmdur til að greiða háa sekt. Stadler játaði sig sekan um að hafa haldið áfram að selja bíla sem menguðu meira en gefið var upp, jafnvel eftir að ljóstrað var upp um blekkingar Volkswagen Group, móðurfélags Audi. Bílaframleiðandinn notaði sérstakan hugbúnað sem dró úr útblæstri dísilbíla tímabundið á meðan eftirlitsaðilar skoðuðu þá. Héraðsdómstóll í München dæmdi Stadler í 21 mánaðar fangelsi skilorðsbundið og til þess að greiða 1,1 milljón evra í sekt, að sögn Reuters. Stadler neitaði upphaflega sök. Hann hafi ekki vitað af blekkingunum og að viðskiptavinir hefðu borið skaða af. Viðurkenndi hann þó að það væri mögulegt og að hann hefði átt að gæta sín betur. Þrír lægra settir millistjórnendur gerðu einnig sátt við saksóknara í málinu. Volkswagen hefur samtals þurft að greiða meira en þrjátíu milljarða dollara í sektir og sáttir vegna blekkinga sinna. Tveir stjórnendur fyrirtækisins í Bandaríkjunum hafa hlotið fangelsisdóma. Mál vofa enn yfir öðrum stjórnendum Volkswagen, þar á meðal Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóra samstæðunnar. Dráttur hefur orðið á máli hans vegna veikinda hans. Útblásturshneyksli Volkswagen Þýskaland Bílar Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Volkswagen ákærður fyrir að bera ljúgvitni Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri þýska bílarisans Volkswagen, hefur verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni þegar hann mætti fyrir nefnd þýska þingsins í tengslum við útblásturshneyksli fyrirtækisins sem komst í hámæli árið 2015. 9. júní 2021 11:41 Eigendur dísilbíla eiga rétt á bótum frá Volkswagen Dómstóll í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu að bílaframleiðandinn Volkswagen þyrfti að greiða eigendum dísilbíla sem fyrirtækið átti við til að blekkja yfirvöld bætur í dag. Tugir þúsunda dómsmála hafa verið höfðuð í Þýskalandi vegna útblásturshneykslisins. 25. maí 2020 11:13 Fyrrverandi forstjóri Audi ákærður vegna útblásturssvindlsins Rupert Stadler er talinn hafa vitað af svindli á útblástursprófum en aðhafst ekkert. Hann er ákærður fyrir svik og falskar auglýsingar. 31. júlí 2019 09:59 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stadler játaði sig sekan um að hafa haldið áfram að selja bíla sem menguðu meira en gefið var upp, jafnvel eftir að ljóstrað var upp um blekkingar Volkswagen Group, móðurfélags Audi. Bílaframleiðandinn notaði sérstakan hugbúnað sem dró úr útblæstri dísilbíla tímabundið á meðan eftirlitsaðilar skoðuðu þá. Héraðsdómstóll í München dæmdi Stadler í 21 mánaðar fangelsi skilorðsbundið og til þess að greiða 1,1 milljón evra í sekt, að sögn Reuters. Stadler neitaði upphaflega sök. Hann hafi ekki vitað af blekkingunum og að viðskiptavinir hefðu borið skaða af. Viðurkenndi hann þó að það væri mögulegt og að hann hefði átt að gæta sín betur. Þrír lægra settir millistjórnendur gerðu einnig sátt við saksóknara í málinu. Volkswagen hefur samtals þurft að greiða meira en þrjátíu milljarða dollara í sektir og sáttir vegna blekkinga sinna. Tveir stjórnendur fyrirtækisins í Bandaríkjunum hafa hlotið fangelsisdóma. Mál vofa enn yfir öðrum stjórnendum Volkswagen, þar á meðal Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóra samstæðunnar. Dráttur hefur orðið á máli hans vegna veikinda hans.
Útblásturshneyksli Volkswagen Þýskaland Bílar Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Volkswagen ákærður fyrir að bera ljúgvitni Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri þýska bílarisans Volkswagen, hefur verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni þegar hann mætti fyrir nefnd þýska þingsins í tengslum við útblásturshneyksli fyrirtækisins sem komst í hámæli árið 2015. 9. júní 2021 11:41 Eigendur dísilbíla eiga rétt á bótum frá Volkswagen Dómstóll í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu að bílaframleiðandinn Volkswagen þyrfti að greiða eigendum dísilbíla sem fyrirtækið átti við til að blekkja yfirvöld bætur í dag. Tugir þúsunda dómsmála hafa verið höfðuð í Þýskalandi vegna útblásturshneykslisins. 25. maí 2020 11:13 Fyrrverandi forstjóri Audi ákærður vegna útblásturssvindlsins Rupert Stadler er talinn hafa vitað af svindli á útblástursprófum en aðhafst ekkert. Hann er ákærður fyrir svik og falskar auglýsingar. 31. júlí 2019 09:59 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Volkswagen ákærður fyrir að bera ljúgvitni Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri þýska bílarisans Volkswagen, hefur verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni þegar hann mætti fyrir nefnd þýska þingsins í tengslum við útblásturshneyksli fyrirtækisins sem komst í hámæli árið 2015. 9. júní 2021 11:41
Eigendur dísilbíla eiga rétt á bótum frá Volkswagen Dómstóll í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu að bílaframleiðandinn Volkswagen þyrfti að greiða eigendum dísilbíla sem fyrirtækið átti við til að blekkja yfirvöld bætur í dag. Tugir þúsunda dómsmála hafa verið höfðuð í Þýskalandi vegna útblásturshneykslisins. 25. maí 2020 11:13
Fyrrverandi forstjóri Audi ákærður vegna útblásturssvindlsins Rupert Stadler er talinn hafa vitað af svindli á útblástursprófum en aðhafst ekkert. Hann er ákærður fyrir svik og falskar auglýsingar. 31. júlí 2019 09:59