Biður íbúa í Laugardal afsökunar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júní 2023 06:46 Íbúar í Laugardal fengu loksins að ræða leikskólamál á síðasta íbúaráðsfundi. Vísir/Vilhelm Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar bað íbúaráð Laugardals afsökunar vegna samskipta tveggja starfsmanna borgarinnar á fundi með ráðinu. Formaður íbúasamtaka Laugardals segir ráðið loksins hafa fengið svör um leikskólamál í hverfinu á síðasta fundi. Borgarfulltrúi Pírata segist ekki telja samskipti starfsmannanna lýsa viðhorfi borgarinnar né starfsfólks hennar. Uppákoma varð á fundi íbúaráðs þann 12. júní síðastliðinn þar sem tveir starfsmenn vörpuðu Facebook Messenger samskiptum sínum upp á vegg. Þar ræddu þeir sín á milli hvernig best væri að koma sér undan spurningum íbúa í Laugardal um leikskólamál. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, ávarpaði íbúaráð Laugardals á fundi þess síðastliðinn mánudag. Hún vildi ekki ræða við Vísi um fundinn en benti þess í stað á upptöku borgarinnar af fundinum. Lilja Sigrún Jónsdóttir, formaður íbúasamtaka Laugardals, segir í samtali við Vísi íbúa loksins hafa fengið svör sem óskað var eftir um leikskólamál. Hefði átt að fella fundinn niður Rannveig Ernudóttir, formaður íbúaráðs Laugardals, hóf fundinn á mánudag og baðst afsökunar á því að hafa ekki fellt fundinn niður þar sem hún hefði ekki komist á fundinn. Varamaður kom hennar í stað og þá var starfsmaður fenginn til að hlaupa í skarðið fyrir annan, sem hafi verið einstaklega óheppileg samsetning. „Það hefði verið eðlilegast bara að fella þann fund niður. Í stað þess að vera með þessa starfsmenn sem það voru. Það þarf að skrifast á mig, mér datt það bara ekki í hug en er reynslunni ríkari núna.“ Þá baðst hún afsökunar á því að hafa ekki komið því skýrt á framfæri að heppilegast væri að fresta kynningu frá skóla-og frístundasviði, líkt og gert var á umræddum fundi. Henni hefði fundist heppilegra að slík færi fram nær hausti. Um að ræða afleysingarfólk Anna Kristinsdóttir sagði íbúaráðinu að mál starfsmannanna væri meðhöndlað eins og önnur starfsmannamál á vegum borgarinnar. „Ég ætla að byrja á því að biðjast afsökunar á þessu atviki. Þetta er að mínu viti og minni hyggju óboðleg framkoma sem kom fram þarna með þessum ummælum.“ Hún segir um hafi verið að ræða afleysingarfólk í þessu tilviki sem ekki hafi verið undirbúið nægilega vel fyrir fundinn. Þó hafi aldrei verið kvartað undan starfsmönnunum tveimur sem hafi komið að fjölda funda annarra ráða. Þá tók hún fram að þeir myndu ekki koma aftur að fundum ráðsins. „Okkar verksvið er náttúrulega fyrst og fremst að hjálpa til við undirbúning fundanna og almennt skrifstofuhald sem snýr fyrst og fremst að því að ganga frá fundargerðum, ganga frá bókunum og tillögum og koma þeim í réttan farveg. Okkar er ekki að taka neinar ákvarðanir á fundum og hvað þá að við séum á einhvern hátt að reyna að koma í veg fyrir það að eðlileg umræða fari fram og rétt skoðanaskipti hér á þessum vettvangi, bara þannig að það sé sagt.“ Ekki hafi áður komið upp athugasemdir við það hvernig starfsmennirnir sinni sínum störfum. Starfsmenn haldi utan um töluverðan fjölda funda og nefnda. „Við vinnum fyrir alla fulltrúa, við vitum það að Reykjavíkurborg er fjölskipað stjórnvald og við höfum alla tíð verið tilbúin að aðstoða fólk á allan hátt sem það vill og það gerum við í öllum þessum ráðum og við erum með heilmarga aðra samstarfsvettvanga.“ Ekki menning sem tengist íbúaráðum Andrea Sigurðardóttir, fulltrúi í íbúaráðinu, velti því upp á fundinum hvort eitthvað í vinnustaðamenningu borgarinnar hefði orðið til þess að skapa stemningu sem ylli því að starfsmenn ræddu sín á milli líkt og starfsmennirnir tveir. Ljóst væri að starfsmennirnir hefðu sjálfir engra hagsmuna að gæta í því að kæfa niður umræður um leikskólamál. „Þar liggja áhyggjur mínar, þau hafa ekki persónulega ávinning af því, þannig hvaðan kemur þetta. Er eitthvað í vinnustaðamenningunni hjá borginni, eitthvað í umhverfinu sem skapar einvherja stemningu í þessa átt sem þarf að skoða. Hver er rótin í þessu, hvaða birtingarmynd er þetta sem við erum að sjá þarna?“ Ekki sé hægt að horfa á samskiptin sem einangrað tilvik. Einhverstaðar hafi þau orðið til. „Það er það sem við eigum að vera að horfa á og það er það sem þarf að uppræta því auðvitað er það hlutverk starfsfólks borgarinnar að þjónusta íbúana frekar en að þjónusta einhverja pólitík en birtingarmyndin þarna er að þarna sé verið að þjónusta einhverja pólitík og ég hugsa að það sé ekki hægt að líta fram hjá því en ég tek heilshugar undir það að það á ekki að ráðast á starfsfólkið sem slíkt enda held ég að þau séu ekki vandamálið.“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, var einnig á fundinum og sagðist hún ekki telja samskipti borgarfulltrúanna lýsa viðhorfum borgarinnar eða starfsfólki hennar almennt. Hún sagðist ekki vilja tjá sig með beinum hætti um starfsmannamál en sagðist þó ekki telja um menningu í íbúaráðum borgarinnar að ræða. „Það er vert að hafa í huga að þetta starfsfólk er ekki að koma úr menningunni í kringum íbúaráðin. Það er meira að koma úr öðrum störfum í borgarkerfinu og úr ráðhúsinu. Ef við ætlum að leita að því hvort að þarna sé einhver menning sem er að birtast þá er það ekki endilega eitthvað sem tengist íbúaráðunum heldur meira eitthvað sem við þurfum að skoða kannski í pólitíkinni almennt.“ Hún segir að starf íbúaráða hafi gengið vel undanfarin ár. Mikilvægt sé að íbúum séu veittar upplýsingar sem beðið er um. „En allavega síðan 2018 hefur orðræðan og pólitíkin í borgarstjórn verið orðin mjög harkaleg. Það getur alveg verið að það hafi einhver menning myndast, ég veit það ekki en ég tel ekki að þetta atvik lýsi hvorki viðhorfi borgarinnar né starfsfólks almennt til íbúaráðanna.“ Lilja segir ágætt að hafa loksins fengið svör við spurningum um leikskólamál. Vísir Ágætt að fá loksins upplýsingarnar Lilja Sigrún Jónsdóttir, formaður Íbúasamtaka Laugardals, sem ekki má rugla við íbúaráð Laugardals, sat fund ráðsins. Hún segir jákvætt að íbúar hafi loksins fengið upplýsingar um leikskólamál, þó það hafi verið erfið fæðing og segist almennt upplifa sem svo að hún geti haft áhrif á vettvangi ráðsins. „Við störfum óháð íbúaráði en stundum falla þau mál saman sem við viljum fjalla um og þau mál sem íbúaráðið vill fjalla um og þá getum við stutt hvort annað. Upprunalega fyrirspurnin um fjölda leikskólaplássa í hverfinu kom frá okkur.“ Lilja segir fjölda barna á biðlistum eftir leikskólaplássi í Laugardal vera ámóta mörg og þau börn sem fengið hafi pláss í leikskólum hverfisins úr öðrum hverfum. „Það virðist vera ákvörðun stjórnvalda að binda ekki leikskóla barna við búsetu og það hlýtur að gera borginni mjög erfitt fyrir að áætla hve mörg börn þurfi leikskólapláss hvar, því fólk ýmist flytur sig eftir því hvar það vinnur eða býr.“ Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Uppákoma varð á fundi íbúaráðs þann 12. júní síðastliðinn þar sem tveir starfsmenn vörpuðu Facebook Messenger samskiptum sínum upp á vegg. Þar ræddu þeir sín á milli hvernig best væri að koma sér undan spurningum íbúa í Laugardal um leikskólamál. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, ávarpaði íbúaráð Laugardals á fundi þess síðastliðinn mánudag. Hún vildi ekki ræða við Vísi um fundinn en benti þess í stað á upptöku borgarinnar af fundinum. Lilja Sigrún Jónsdóttir, formaður íbúasamtaka Laugardals, segir í samtali við Vísi íbúa loksins hafa fengið svör sem óskað var eftir um leikskólamál. Hefði átt að fella fundinn niður Rannveig Ernudóttir, formaður íbúaráðs Laugardals, hóf fundinn á mánudag og baðst afsökunar á því að hafa ekki fellt fundinn niður þar sem hún hefði ekki komist á fundinn. Varamaður kom hennar í stað og þá var starfsmaður fenginn til að hlaupa í skarðið fyrir annan, sem hafi verið einstaklega óheppileg samsetning. „Það hefði verið eðlilegast bara að fella þann fund niður. Í stað þess að vera með þessa starfsmenn sem það voru. Það þarf að skrifast á mig, mér datt það bara ekki í hug en er reynslunni ríkari núna.“ Þá baðst hún afsökunar á því að hafa ekki komið því skýrt á framfæri að heppilegast væri að fresta kynningu frá skóla-og frístundasviði, líkt og gert var á umræddum fundi. Henni hefði fundist heppilegra að slík færi fram nær hausti. Um að ræða afleysingarfólk Anna Kristinsdóttir sagði íbúaráðinu að mál starfsmannanna væri meðhöndlað eins og önnur starfsmannamál á vegum borgarinnar. „Ég ætla að byrja á því að biðjast afsökunar á þessu atviki. Þetta er að mínu viti og minni hyggju óboðleg framkoma sem kom fram þarna með þessum ummælum.“ Hún segir um hafi verið að ræða afleysingarfólk í þessu tilviki sem ekki hafi verið undirbúið nægilega vel fyrir fundinn. Þó hafi aldrei verið kvartað undan starfsmönnunum tveimur sem hafi komið að fjölda funda annarra ráða. Þá tók hún fram að þeir myndu ekki koma aftur að fundum ráðsins. „Okkar verksvið er náttúrulega fyrst og fremst að hjálpa til við undirbúning fundanna og almennt skrifstofuhald sem snýr fyrst og fremst að því að ganga frá fundargerðum, ganga frá bókunum og tillögum og koma þeim í réttan farveg. Okkar er ekki að taka neinar ákvarðanir á fundum og hvað þá að við séum á einhvern hátt að reyna að koma í veg fyrir það að eðlileg umræða fari fram og rétt skoðanaskipti hér á þessum vettvangi, bara þannig að það sé sagt.“ Ekki hafi áður komið upp athugasemdir við það hvernig starfsmennirnir sinni sínum störfum. Starfsmenn haldi utan um töluverðan fjölda funda og nefnda. „Við vinnum fyrir alla fulltrúa, við vitum það að Reykjavíkurborg er fjölskipað stjórnvald og við höfum alla tíð verið tilbúin að aðstoða fólk á allan hátt sem það vill og það gerum við í öllum þessum ráðum og við erum með heilmarga aðra samstarfsvettvanga.“ Ekki menning sem tengist íbúaráðum Andrea Sigurðardóttir, fulltrúi í íbúaráðinu, velti því upp á fundinum hvort eitthvað í vinnustaðamenningu borgarinnar hefði orðið til þess að skapa stemningu sem ylli því að starfsmenn ræddu sín á milli líkt og starfsmennirnir tveir. Ljóst væri að starfsmennirnir hefðu sjálfir engra hagsmuna að gæta í því að kæfa niður umræður um leikskólamál. „Þar liggja áhyggjur mínar, þau hafa ekki persónulega ávinning af því, þannig hvaðan kemur þetta. Er eitthvað í vinnustaðamenningunni hjá borginni, eitthvað í umhverfinu sem skapar einvherja stemningu í þessa átt sem þarf að skoða. Hver er rótin í þessu, hvaða birtingarmynd er þetta sem við erum að sjá þarna?“ Ekki sé hægt að horfa á samskiptin sem einangrað tilvik. Einhverstaðar hafi þau orðið til. „Það er það sem við eigum að vera að horfa á og það er það sem þarf að uppræta því auðvitað er það hlutverk starfsfólks borgarinnar að þjónusta íbúana frekar en að þjónusta einhverja pólitík en birtingarmyndin þarna er að þarna sé verið að þjónusta einhverja pólitík og ég hugsa að það sé ekki hægt að líta fram hjá því en ég tek heilshugar undir það að það á ekki að ráðast á starfsfólkið sem slíkt enda held ég að þau séu ekki vandamálið.“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, var einnig á fundinum og sagðist hún ekki telja samskipti borgarfulltrúanna lýsa viðhorfum borgarinnar eða starfsfólki hennar almennt. Hún sagðist ekki vilja tjá sig með beinum hætti um starfsmannamál en sagðist þó ekki telja um menningu í íbúaráðum borgarinnar að ræða. „Það er vert að hafa í huga að þetta starfsfólk er ekki að koma úr menningunni í kringum íbúaráðin. Það er meira að koma úr öðrum störfum í borgarkerfinu og úr ráðhúsinu. Ef við ætlum að leita að því hvort að þarna sé einhver menning sem er að birtast þá er það ekki endilega eitthvað sem tengist íbúaráðunum heldur meira eitthvað sem við þurfum að skoða kannski í pólitíkinni almennt.“ Hún segir að starf íbúaráða hafi gengið vel undanfarin ár. Mikilvægt sé að íbúum séu veittar upplýsingar sem beðið er um. „En allavega síðan 2018 hefur orðræðan og pólitíkin í borgarstjórn verið orðin mjög harkaleg. Það getur alveg verið að það hafi einhver menning myndast, ég veit það ekki en ég tel ekki að þetta atvik lýsi hvorki viðhorfi borgarinnar né starfsfólks almennt til íbúaráðanna.“ Lilja segir ágætt að hafa loksins fengið svör við spurningum um leikskólamál. Vísir Ágætt að fá loksins upplýsingarnar Lilja Sigrún Jónsdóttir, formaður Íbúasamtaka Laugardals, sem ekki má rugla við íbúaráð Laugardals, sat fund ráðsins. Hún segir jákvætt að íbúar hafi loksins fengið upplýsingar um leikskólamál, þó það hafi verið erfið fæðing og segist almennt upplifa sem svo að hún geti haft áhrif á vettvangi ráðsins. „Við störfum óháð íbúaráði en stundum falla þau mál saman sem við viljum fjalla um og þau mál sem íbúaráðið vill fjalla um og þá getum við stutt hvort annað. Upprunalega fyrirspurnin um fjölda leikskólaplássa í hverfinu kom frá okkur.“ Lilja segir fjölda barna á biðlistum eftir leikskólaplássi í Laugardal vera ámóta mörg og þau börn sem fengið hafi pláss í leikskólum hverfisins úr öðrum hverfum. „Það virðist vera ákvörðun stjórnvalda að binda ekki leikskóla barna við búsetu og það hlýtur að gera borginni mjög erfitt fyrir að áætla hve mörg börn þurfi leikskólapláss hvar, því fólk ýmist flytur sig eftir því hvar það vinnur eða býr.“
Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent