Óskar Hrafn: Evrópuleikir eru þess eðlis að þú verður að bera virðingu fyrir þeim Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júní 2023 21:31 Óskar Hrafn á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson var vitaskuld ánægður með 7-1 sigur Breiðabliks gegn Tre Penne í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann býst við erfiðari leik á föstudag gegn Budućnost Podgorica. Breiðablik vann í kvöld öruggan 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika var ánægður með leik síns liðs í kvöld. „Ég er sáttur. Þetta var fagmannleg frammistaða og við getum ekkert kvartað, sjö mörk og mjög góður seinni hálfleikur,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Stöð 2 Sport strax eftir leik í kvöld. „Fyrri hálfleikur, þá hefðum við getað spilað aðeins hraðar og aðeins meira fram á við. Ég ætla ekki að kvarta, þetta var leikur þar sem við höfðum öllu að tapa og þannig lagað ekkert að vinna. Það var þannig fyrir leik að það var langt síðan þeir unnu Evrópuleik þannig að mér fannst menn bera virðingu fyrir verkefninu og ég er ánægður með það.“ Oliver Stefánsson fékk tækifæri í byrjunarliði Breiðabliks í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn notaði hópinn vel í leiknum í dag en hann gerði töluvert margar breytingar á liðinu síðan í síðasta leik í Bestu deildinni. „Sjö góð mörk og margt jákvætt. Menn sem hafa kannski verið að spila minna fengu dýrmætar mínútur í skrokkinn. Þetta er mjög gott og það er gott að vera kominn í úrslitaleikinn.“ Óskar segist erfitt að fara fram á fleiri mörk en liðið skoraði í kvöld en yfirburðir Blika voru miklir í leiknum. „Nei nei, ég ætla ekkert að fara fram á það. Mér fannst boltinn fljóta vel og í seinni hálfleik þá fórum við fram á við og skrefin hjá þeim þyngdust. Seinni hálfleikur var mjög flottur og við hefðum alveg getað farið betur með færin sem við fengum. Evrópuleikir eru þess eðlis að þú verður að bera virðingu fyrir þeim og þessi sigur er góður og öflugur.“ Á von á jöfnum leik á föstudag Breiðablik mætir eins og áður segir liði Budućnost Podgorica í úrslitaleik um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar á föstudag. Óskar Hrafn býst við jöfnum leik en liðin mættust í Evrópukeppninni í fyrra þar sem hart var barist. „Ég sé bara leik sem er 50/50 og ég held þetta verði mjög jafn leikur. Budućnost er með gott lið, þeir eru líkamlega sterkir og kröftugir. Við þurfum að eiga toppleik og það má ekkert út af bregða. Við þurfum að halda einbeitingu í níutíu mínútur og vera orkumiklir.“ Óskar Hrafn bendir þó á þann kost fyrir Blika að lið Podgorica er að mæta aftur til leiks eftir sumarfrí í Svartfjallalandi. Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þeir eru að koma eftir sumarfrí þannig að við eigum að vera í betra formi og betra leikformi en þeir. Við þurfum að sjá til þess að það skíni í gegn og eina leiðin til að gera það er að mæta af krafti með fyrsta skrefið öflugt og keyra yfir þá.“ Eftir mikla yfirburði í upphafi leiks í kvöld tókst liði Tre Penne að minnka muninn í 2-1 í fyrri hálfleiknum. Óskar Hrafn sagði óþarfi að einblína á nánast það eina sem fór úrskeiðis í leiknum. „Já, auðvitað er þetta hluti af því sem við töluðum um fyrir leikinn að vera betri í því að dekka inn í teig og koma í veg fyrir fyrirgjafir þannig að það var ekki gott. En það er alls ekki eitthvað sem við ætlum að einblína á og það hefur aldrei verið okkur til hagsbóta að einblína á eina hlutinn sem fór úrskeiðis þannig lagað.“ „Við skorum sjö mörk og fáum á okkur eitt. Við þurfum að vinna í þessu og verða betri og eigum að vera betri í að verjast fyrirgjöfum. Það er bara verkefni sem er endalaust vinna.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Breiðablik vann í kvöld öruggan 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika var ánægður með leik síns liðs í kvöld. „Ég er sáttur. Þetta var fagmannleg frammistaða og við getum ekkert kvartað, sjö mörk og mjög góður seinni hálfleikur,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Stöð 2 Sport strax eftir leik í kvöld. „Fyrri hálfleikur, þá hefðum við getað spilað aðeins hraðar og aðeins meira fram á við. Ég ætla ekki að kvarta, þetta var leikur þar sem við höfðum öllu að tapa og þannig lagað ekkert að vinna. Það var þannig fyrir leik að það var langt síðan þeir unnu Evrópuleik þannig að mér fannst menn bera virðingu fyrir verkefninu og ég er ánægður með það.“ Oliver Stefánsson fékk tækifæri í byrjunarliði Breiðabliks í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn notaði hópinn vel í leiknum í dag en hann gerði töluvert margar breytingar á liðinu síðan í síðasta leik í Bestu deildinni. „Sjö góð mörk og margt jákvætt. Menn sem hafa kannski verið að spila minna fengu dýrmætar mínútur í skrokkinn. Þetta er mjög gott og það er gott að vera kominn í úrslitaleikinn.“ Óskar segist erfitt að fara fram á fleiri mörk en liðið skoraði í kvöld en yfirburðir Blika voru miklir í leiknum. „Nei nei, ég ætla ekkert að fara fram á það. Mér fannst boltinn fljóta vel og í seinni hálfleik þá fórum við fram á við og skrefin hjá þeim þyngdust. Seinni hálfleikur var mjög flottur og við hefðum alveg getað farið betur með færin sem við fengum. Evrópuleikir eru þess eðlis að þú verður að bera virðingu fyrir þeim og þessi sigur er góður og öflugur.“ Á von á jöfnum leik á föstudag Breiðablik mætir eins og áður segir liði Budućnost Podgorica í úrslitaleik um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar á föstudag. Óskar Hrafn býst við jöfnum leik en liðin mættust í Evrópukeppninni í fyrra þar sem hart var barist. „Ég sé bara leik sem er 50/50 og ég held þetta verði mjög jafn leikur. Budućnost er með gott lið, þeir eru líkamlega sterkir og kröftugir. Við þurfum að eiga toppleik og það má ekkert út af bregða. Við þurfum að halda einbeitingu í níutíu mínútur og vera orkumiklir.“ Óskar Hrafn bendir þó á þann kost fyrir Blika að lið Podgorica er að mæta aftur til leiks eftir sumarfrí í Svartfjallalandi. Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þeir eru að koma eftir sumarfrí þannig að við eigum að vera í betra formi og betra leikformi en þeir. Við þurfum að sjá til þess að það skíni í gegn og eina leiðin til að gera það er að mæta af krafti með fyrsta skrefið öflugt og keyra yfir þá.“ Eftir mikla yfirburði í upphafi leiks í kvöld tókst liði Tre Penne að minnka muninn í 2-1 í fyrri hálfleiknum. Óskar Hrafn sagði óþarfi að einblína á nánast það eina sem fór úrskeiðis í leiknum. „Já, auðvitað er þetta hluti af því sem við töluðum um fyrir leikinn að vera betri í því að dekka inn í teig og koma í veg fyrir fyrirgjafir þannig að það var ekki gott. En það er alls ekki eitthvað sem við ætlum að einblína á og það hefur aldrei verið okkur til hagsbóta að einblína á eina hlutinn sem fór úrskeiðis þannig lagað.“ „Við skorum sjö mörk og fáum á okkur eitt. Við þurfum að vinna í þessu og verða betri og eigum að vera betri í að verjast fyrirgjöfum. Það er bara verkefni sem er endalaust vinna.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira