Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2023 21:42 Sveitarstjóri Skaftárhrepps, Einar Kristján Jónsson. Systrafoss í baksýn en hreppsskrifstofan er á Kirkjubæjarklaustri. Einar Árnason Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. Á Brunasandi austan Kirkjubæjarklausturs, með útsýni til Lómagnúps og Öræfajökuls, undirbýr Hreiðar Hermannsson tvöhundruð herbergja hótel og er þegar búinn að taka hótelíbúðir og starfsmannahús í notkun. Deila við nágranna veldur því að ekki hefur fengist leyfi fyrir varanlegri vegtengingu en áfram var fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gert er ráð fyrir um tvöhundruð herbergjum á hótelinu.Stracta Hotels „Ég kaupi jörðina 2012, sko, og síðan er þetta búið að ganga í þessu, að fá skipulagið samþykkt og allt svoleiðis. Og öll skilyrði eru fyrir hendi. Það stórvantar hérna stórhótel,“ segir Hreiðar. Sveitarstjórinn Einar Kristján Jónsson segir Skaftárhrepp hafa gert allt sem í hans valdi stendur til að tryggja að af rekstrinum geti orðið. Bæði heitar laugar og ísböð verða við hótelið, þar sem lögð verður áhersla á hverskyns afþreyingu.Stracta Hotels „Það er samþykkt deiliskipulag af þessum framkvæmdum og það er ekkert sem stoppar hjá sveitarfélaginu í því,“ segir sveitarstjórinn. Hreiðar lítur svo á að sveitarfélaginu beri að tryggja bráðabirgðaveg. Hreiðar Hermannsson, eigandi Orustustaða og Stracta-hótela.Einar Árnason „Þau eiga að laga veginn og byggja hann upp - það stendur í gögnunum – þannig að hann sé fær og þoli alla þungaumferð þar til verður byggður upp nýr vegur fimmhundruð metrum sunnar af hálfu Vegagerðarinnar,“ segir Hreiðar. „Það er ekki sveitarfélagið. Það er ekki hlutverk þess að leggja veg,“ segir Einar Kristján. Nokkrar leiðir voru skoðaðar til að tengja Orustustaði við hringveginn en jörðin var búin að vera í eyði í sjötíu ár. Punktalínan við Hraunból sýnir slóðann sem átökin hafa verið um.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Umdeildur vegslóði um land Hraunbóls er núna notaður, gegn vilja eigenda Hraunbóls, til að komast til Orustustaða. Mögulegar vegtengingar til austurs mættu einnig andstöðu landeigenda þar og var niðurstaða sveitarfélagsins sú að framtíðarvegtenging yrði um land Hraunbóls en þó mun fjær húsum á jörðinni. Hér má sjá hvernig skipulag sveitarfélagsins gerir ráð fyrir að vegurinn að hótelinu verði lagður í sveig suður fyrir Hraunból.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En gætu eigendur Hraunbóls sætt sig við þetta nýja vegstæði? „Jaa.. - það er betri sátt. En við eigum eftir að íhuga það hvernig það endar þegar verður farið fram á það. Því hann hefur aldrei rætt það við landeigendur hvort að hann megi hefja framkvæmdir á deiliskipulagða veginum. En það er það sem Vegagerðin hefur beðið um, að hann hafi landeigendur á sínu bandi. En það hefur hann aldrei haft,“ segir Þuríður Helga Benediktsdóttir, eigandi Hraunbóls. Þuríður Benediktsdóttir er eigandi Hraunbóls.Sigurjón Ólason Sveitarstjórinn hvetur aðila til að nálgast málið með hagsmuni allra í huga og fara samningaleið. „Ég reikna fastlega með því að það sé hægt að semja um þetta eins og hvað annað. En menn verða náttúrlega að byrja á því að setjast niður og semja um hlutina og láta á það reyna hvort það gangi eða ekki. Ég vænti þess, ef menn setjast bara yfir þetta og skoða þetta með opnum huga, þá væri hægt að ná samkomulagi með einhverjum hætti,“ segir Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá myndband Stracta af fyrirhuguðu hóteli: Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Skipulag Vegagerð Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Hótelsmíði í uppnámi vegna nágrannadeilu um vegagerð Tíu milljarða króna hóteluppbygging í landi Orustustaða austan Kirkjubæjarklausturs er í uppnámi vegna nágrannadeilna um lagningu vegar að hótelinu. Ítrekað hefur soðið upp úr og lögregla verið kölluð til. 26. júní 2023 22:10 Illvígar nágrannaerjur orðnar að lögreglumáli Illvígar deilur landeigenda í Skaftárhreppi hafa tafið framkvæmdir annars þeirra á jörð sinni þar sem hann hyggst reisa fjögur til fimm hundruð manna hótel og umfangsmikla ferðaþjónustustarfsemi. 29. maí 2021 09:30 Stracta fær hótellóð í Skaftárhreppi Skipulags- og byggingarnefnd Skaftárhrepps hefur samþykkt að gerð verði breyting á aðalskipulagi svo Stracta hótelkeðjan geti reist hótel að Orrustustöðum. 4. október 2013 09:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Á Brunasandi austan Kirkjubæjarklausturs, með útsýni til Lómagnúps og Öræfajökuls, undirbýr Hreiðar Hermannsson tvöhundruð herbergja hótel og er þegar búinn að taka hótelíbúðir og starfsmannahús í notkun. Deila við nágranna veldur því að ekki hefur fengist leyfi fyrir varanlegri vegtengingu en áfram var fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gert er ráð fyrir um tvöhundruð herbergjum á hótelinu.Stracta Hotels „Ég kaupi jörðina 2012, sko, og síðan er þetta búið að ganga í þessu, að fá skipulagið samþykkt og allt svoleiðis. Og öll skilyrði eru fyrir hendi. Það stórvantar hérna stórhótel,“ segir Hreiðar. Sveitarstjórinn Einar Kristján Jónsson segir Skaftárhrepp hafa gert allt sem í hans valdi stendur til að tryggja að af rekstrinum geti orðið. Bæði heitar laugar og ísböð verða við hótelið, þar sem lögð verður áhersla á hverskyns afþreyingu.Stracta Hotels „Það er samþykkt deiliskipulag af þessum framkvæmdum og það er ekkert sem stoppar hjá sveitarfélaginu í því,“ segir sveitarstjórinn. Hreiðar lítur svo á að sveitarfélaginu beri að tryggja bráðabirgðaveg. Hreiðar Hermannsson, eigandi Orustustaða og Stracta-hótela.Einar Árnason „Þau eiga að laga veginn og byggja hann upp - það stendur í gögnunum – þannig að hann sé fær og þoli alla þungaumferð þar til verður byggður upp nýr vegur fimmhundruð metrum sunnar af hálfu Vegagerðarinnar,“ segir Hreiðar. „Það er ekki sveitarfélagið. Það er ekki hlutverk þess að leggja veg,“ segir Einar Kristján. Nokkrar leiðir voru skoðaðar til að tengja Orustustaði við hringveginn en jörðin var búin að vera í eyði í sjötíu ár. Punktalínan við Hraunból sýnir slóðann sem átökin hafa verið um.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Umdeildur vegslóði um land Hraunbóls er núna notaður, gegn vilja eigenda Hraunbóls, til að komast til Orustustaða. Mögulegar vegtengingar til austurs mættu einnig andstöðu landeigenda þar og var niðurstaða sveitarfélagsins sú að framtíðarvegtenging yrði um land Hraunbóls en þó mun fjær húsum á jörðinni. Hér má sjá hvernig skipulag sveitarfélagsins gerir ráð fyrir að vegurinn að hótelinu verði lagður í sveig suður fyrir Hraunból.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En gætu eigendur Hraunbóls sætt sig við þetta nýja vegstæði? „Jaa.. - það er betri sátt. En við eigum eftir að íhuga það hvernig það endar þegar verður farið fram á það. Því hann hefur aldrei rætt það við landeigendur hvort að hann megi hefja framkvæmdir á deiliskipulagða veginum. En það er það sem Vegagerðin hefur beðið um, að hann hafi landeigendur á sínu bandi. En það hefur hann aldrei haft,“ segir Þuríður Helga Benediktsdóttir, eigandi Hraunbóls. Þuríður Benediktsdóttir er eigandi Hraunbóls.Sigurjón Ólason Sveitarstjórinn hvetur aðila til að nálgast málið með hagsmuni allra í huga og fara samningaleið. „Ég reikna fastlega með því að það sé hægt að semja um þetta eins og hvað annað. En menn verða náttúrlega að byrja á því að setjast niður og semja um hlutina og láta á það reyna hvort það gangi eða ekki. Ég vænti þess, ef menn setjast bara yfir þetta og skoða þetta með opnum huga, þá væri hægt að ná samkomulagi með einhverjum hætti,“ segir Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá myndband Stracta af fyrirhuguðu hóteli:
Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Skipulag Vegagerð Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Hótelsmíði í uppnámi vegna nágrannadeilu um vegagerð Tíu milljarða króna hóteluppbygging í landi Orustustaða austan Kirkjubæjarklausturs er í uppnámi vegna nágrannadeilna um lagningu vegar að hótelinu. Ítrekað hefur soðið upp úr og lögregla verið kölluð til. 26. júní 2023 22:10 Illvígar nágrannaerjur orðnar að lögreglumáli Illvígar deilur landeigenda í Skaftárhreppi hafa tafið framkvæmdir annars þeirra á jörð sinni þar sem hann hyggst reisa fjögur til fimm hundruð manna hótel og umfangsmikla ferðaþjónustustarfsemi. 29. maí 2021 09:30 Stracta fær hótellóð í Skaftárhreppi Skipulags- og byggingarnefnd Skaftárhrepps hefur samþykkt að gerð verði breyting á aðalskipulagi svo Stracta hótelkeðjan geti reist hótel að Orrustustöðum. 4. október 2013 09:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Hótelsmíði í uppnámi vegna nágrannadeilu um vegagerð Tíu milljarða króna hóteluppbygging í landi Orustustaða austan Kirkjubæjarklausturs er í uppnámi vegna nágrannadeilna um lagningu vegar að hótelinu. Ítrekað hefur soðið upp úr og lögregla verið kölluð til. 26. júní 2023 22:10
Illvígar nágrannaerjur orðnar að lögreglumáli Illvígar deilur landeigenda í Skaftárhreppi hafa tafið framkvæmdir annars þeirra á jörð sinni þar sem hann hyggst reisa fjögur til fimm hundruð manna hótel og umfangsmikla ferðaþjónustustarfsemi. 29. maí 2021 09:30
Stracta fær hótellóð í Skaftárhreppi Skipulags- og byggingarnefnd Skaftárhrepps hefur samþykkt að gerð verði breyting á aðalskipulagi svo Stracta hótelkeðjan geti reist hótel að Orrustustöðum. 4. október 2013 09:30