Í áfalli yfir að hafa misst æskuheimili barna sinna Eiður Þór Árnason skrifar 27. júní 2023 21:27 Húsið er nú gjörónýtt. vísir/vilhelm Eigandi tveggja hæða timburhúss við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur segist í miklu áfalli eftir að hafa misst æskuheimili barna sinna í eldsvoða í kvöld. Húsið telst nú ónýtt en eigandinn þakkar fyrir að engin slys urðu á fólki. Íbúðin hafi verið í útleigu síðastliðið ár og staðið til að hún tæki aftur við lyklunum næsta laugardag. „Þetta er rosalega sorglegt. Ég held að ég sé búin að eiga þetta hús í 24 ár. Ég missti bara þarna mína aleigu. Þetta er alveg hræðilegt,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir. Allt tiltækt lið slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsins á sjötta tímanum í kvöld og lagði mikinn reyk frá húsinu. Haft var eftir varðstjóra fyrr í kvöld að sprenging hafi orðið inni í íbúðinni. Svona leit húsið út fljótlega eftir að slökkvistarf hófst.vísir/vilhelm Slökkvistarf var í góðum farvegi á tíunda tímanum í kvöld, að sögn vakthafandi varðstjóra hjá slökkviliðinu og unnið að því að rífa þakið af húsinu með kranabíl til að slökkva betur eldinn. Hann segir að eitthvað verði unnið áfram fram á kvöld en byrjað sé að draga úr mannskap á svæðinu. Fréttastofa RÚV hefur eftir slökkviliðinu að sprengingin hafi líklega orðið út frá einhvers konar hleðslubatteríi en Bernódus Sveinsson, vakthafandi varðstjóri vildi ekki staðfesta það í samtali við Vísi. Þá liggur fyrir að fólk hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en því tekist að forða sér. Mikið tilfinningalegt tjón Steinunn veit lítið um framhaldið en eldsupptök eru nú til rannsóknar. „Ég veit bara að húsið er ónýtt. Það er bara verið að rífa það því þeir náðu ekki að slökkva eldinn þar sem þetta er timburhús.“ Um sé að ræða gamalt timburhús sem flutt hafi verið af Hverfisgötu á sjötta áratug síðustu aldar og síðar byggt við. Íbúar í Fossvoginum sem fréttastofa ræddi við segja hafa borið á mikilli óreglu hjá íbúum hússins um nokkurt skeið. „Ég veit að þetta er fólk sem var stundum í neyslu og stundum ekki, ég veit ekki hvernig staðan var hjá þeim akkúrat núna,“ segir Steinunn. Hún bindur vonir við að brunatrygging hennar bæti tjónið að mestu leyti en annað sé að segja um tilfinningalegt tjón hennar og fjölskyldunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. 27. júní 2023 18:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
„Þetta er rosalega sorglegt. Ég held að ég sé búin að eiga þetta hús í 24 ár. Ég missti bara þarna mína aleigu. Þetta er alveg hræðilegt,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir. Allt tiltækt lið slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsins á sjötta tímanum í kvöld og lagði mikinn reyk frá húsinu. Haft var eftir varðstjóra fyrr í kvöld að sprenging hafi orðið inni í íbúðinni. Svona leit húsið út fljótlega eftir að slökkvistarf hófst.vísir/vilhelm Slökkvistarf var í góðum farvegi á tíunda tímanum í kvöld, að sögn vakthafandi varðstjóra hjá slökkviliðinu og unnið að því að rífa þakið af húsinu með kranabíl til að slökkva betur eldinn. Hann segir að eitthvað verði unnið áfram fram á kvöld en byrjað sé að draga úr mannskap á svæðinu. Fréttastofa RÚV hefur eftir slökkviliðinu að sprengingin hafi líklega orðið út frá einhvers konar hleðslubatteríi en Bernódus Sveinsson, vakthafandi varðstjóri vildi ekki staðfesta það í samtali við Vísi. Þá liggur fyrir að fólk hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en því tekist að forða sér. Mikið tilfinningalegt tjón Steinunn veit lítið um framhaldið en eldsupptök eru nú til rannsóknar. „Ég veit bara að húsið er ónýtt. Það er bara verið að rífa það því þeir náðu ekki að slökkva eldinn þar sem þetta er timburhús.“ Um sé að ræða gamalt timburhús sem flutt hafi verið af Hverfisgötu á sjötta áratug síðustu aldar og síðar byggt við. Íbúar í Fossvoginum sem fréttastofa ræddi við segja hafa borið á mikilli óreglu hjá íbúum hússins um nokkurt skeið. „Ég veit að þetta er fólk sem var stundum í neyslu og stundum ekki, ég veit ekki hvernig staðan var hjá þeim akkúrat núna,“ segir Steinunn. Hún bindur vonir við að brunatrygging hennar bæti tjónið að mestu leyti en annað sé að segja um tilfinningalegt tjón hennar og fjölskyldunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. 27. júní 2023 18:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. 27. júní 2023 18:30