Knattspyrnustjarna og rappari kaupa hverfisfélagið sitt í London Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2023 07:01 Wilfried Zaha og rapparinn Stormzy hafa fest kaup á knattspyrnufélaginu AFC Croydon. Vísir/Getty Knattspyrnuleikmaðurinn Wilfried Zaha og breski rapparinn Stormzy hafa fest kaup á knattspyrnufélaginu AFC Croydon Athletic og ætla að reka það í sameiningu. Það vakti mikla athygli þegar Hollywood-stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney festu kaup á knattspyrnufélaginu Wrexham árið 2020. Félagið vann sig upp í League 2 deildina nú í vor og batt þar með enda á fimmtán ára veru sína í ensku utandeildinni. Nú ætla fleiri þekktir aðilar að feta svipaðar slóðir. Knattspyrnuleikmaðurinn Wilfried Zaha, sem leikur með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, og breski rapparinn Stormzy hafa ásamt félaga sínum Danny Young fest kaup á knattspyrnufélaginu AFC Croydon Athletic og ætla að reka það í sameiningu. Zaha og Stormzy ólust upp í Croydon-hverfinu í London og í yfirlýsingu félagsins segir að þeir félagar séu spenntir að búa til samfélagslega eign í hverfinu sem færði þeim sjálfur sín tækifæri. CLUB ANNOUNCEMENT We are delighted to embark on a new era at AFC Croydon Athletic, subject to final FA and league approval. This has been the culmination of many months of discussions.Further details to follow in due course. pic.twitter.com/zruFM751nf— The Rams (@AFCCroydonAth) June 27, 2023 „Þeir vonast til að taka samfélagið allt með í þetta spennandi ferðalag þeirra,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. AFC Croydon Athletic var stofnað árið 2012 af stuðningsmönnum FC Croydon Athletic sem stofnað var árið 1986 undir nafninu Wandsworth & Norwood. Nafninu var breytt í FC Croydon Athletic árið 1990 en félagið fór á hausinn árið 2012. Stuðningsmenn þess stofnuðu þá nýtt félag með nánast sama nafni. Félagið leikur í níundu efstu deild á Englandi. Framtíð Zaha í ensku úrvalsdeildinni er í óvissu en samkvæmt The Guardian er samningur á borðinu frá Crystal Palace sem myndi færa honum tæpar 35 milljónir króna í vikulaun. Stormzy er fyrst og fremst vinsæll á Bretlandseyjum en hann er með 9,3 milljónir hlustenda á mánuði á Spotify. Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar Hollywood-stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney festu kaup á knattspyrnufélaginu Wrexham árið 2020. Félagið vann sig upp í League 2 deildina nú í vor og batt þar með enda á fimmtán ára veru sína í ensku utandeildinni. Nú ætla fleiri þekktir aðilar að feta svipaðar slóðir. Knattspyrnuleikmaðurinn Wilfried Zaha, sem leikur með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, og breski rapparinn Stormzy hafa ásamt félaga sínum Danny Young fest kaup á knattspyrnufélaginu AFC Croydon Athletic og ætla að reka það í sameiningu. Zaha og Stormzy ólust upp í Croydon-hverfinu í London og í yfirlýsingu félagsins segir að þeir félagar séu spenntir að búa til samfélagslega eign í hverfinu sem færði þeim sjálfur sín tækifæri. CLUB ANNOUNCEMENT We are delighted to embark on a new era at AFC Croydon Athletic, subject to final FA and league approval. This has been the culmination of many months of discussions.Further details to follow in due course. pic.twitter.com/zruFM751nf— The Rams (@AFCCroydonAth) June 27, 2023 „Þeir vonast til að taka samfélagið allt með í þetta spennandi ferðalag þeirra,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. AFC Croydon Athletic var stofnað árið 2012 af stuðningsmönnum FC Croydon Athletic sem stofnað var árið 1986 undir nafninu Wandsworth & Norwood. Nafninu var breytt í FC Croydon Athletic árið 1990 en félagið fór á hausinn árið 2012. Stuðningsmenn þess stofnuðu þá nýtt félag með nánast sama nafni. Félagið leikur í níundu efstu deild á Englandi. Framtíð Zaha í ensku úrvalsdeildinni er í óvissu en samkvæmt The Guardian er samningur á borðinu frá Crystal Palace sem myndi færa honum tæpar 35 milljónir króna í vikulaun. Stormzy er fyrst og fremst vinsæll á Bretlandseyjum en hann er með 9,3 milljónir hlustenda á mánuði á Spotify.
Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Sjá meira