Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. júní 2023 20:12 Jakubs Polkowski á heimili sínu í Keflavík. Stöð 2 Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. Mál hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski hefur vakið gríðarlega athygli síðastliðinn sólarhring. Greint var frá því í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi að hús Jakubs, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, hafi verið selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir. Hann keypti húsið fyrir bætur sem hann fékk árið 2018 og hefur búið þar síðan með foreldrum sínum og bróður. Engir reikningar vegna reksturs húseignarinnar hafa verið greiddir. Formaður Bæjarráðs Reykjanesbæjar lýsir málinu sem fjölskylduharmleik. „Ég var að keyra Reykjanesbrautina í gærkvöldi og heyrði þetta í fréttunum og hugsaði: Hver andskotinn er að gerast? Þetta er harmleikur,“ sagði Friðjón Einarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Að óbreyttu verður fjölskyldan borin út á föstudag en Friðjón segir að eina lausnin til að vinda ofan af því sé í samstarfi við þann sem að keypti eignina. „Ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn á það. Svo þetta eru kannski tvö mál, annars vegar að reyna finna lausn með húsið þeirra og annars vegar að tryggja þeim húsnæði til framtíðar. Og við munum gera það, við munum tryggja búsetu fyrir þau,“ segir hann. Útgerðarstjóri segist ekkert rangt hafa gert Sá sem keypti húsið er útgerðarstjóri úr Sandgerði. Þegar fréttastofa náði af honum tali í dag sagðist hann ekki hafa gert neitt rangt, hann hafi einfaldlega mætt á uppboð líkt og hann hafi margoft áður gert. Hann segist hafa gert allskonar kaup á uppboðum í gegnum tíðina og sagðist meðal annars hafa keypt sér bát á góðu verði fyrir stuttu. Aðspurður hvort hann hyggðist draga kaupin til baka í ljósi umfjöllunarinnar var hann ekki á því en vildi að öðru leyti ekki tjá sig mikið um málið. Hann sagði málið þó ekki svo einfalt að hann gæti hætt við kaupin, þá kæmi næsti maður einfaldlega í hans stað. Fréttastofa sótti Jakub og fjölskyldu heim í dag en að höfðu samráði við lögmann ákvað fjölskyldan að tjá sig ekki frekar um málið að sinni, enda er það á mjög viðkvæmu stigi. Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Stjórnsýsla Fasteignamarkaður Húsnæðismál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Skora á kaupandann að hætta við kaupin Öryrkjabandalag Íslands skorar á sýslumannsembættið á Suðurnesjum og sveitarfélagið Reykjanesbæ að endurskoða ákvörðun sem leiddi til þess að einbýlishús ungs öryrkja var selt tugmilljónum undir markaðsverði á nauðungaruppboði. Þá skora samtökin á kaupanda hússins að hætta við kaupin. 28. júní 2023 11:40 „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Mál hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski hefur vakið gríðarlega athygli síðastliðinn sólarhring. Greint var frá því í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi að hús Jakubs, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, hafi verið selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir. Hann keypti húsið fyrir bætur sem hann fékk árið 2018 og hefur búið þar síðan með foreldrum sínum og bróður. Engir reikningar vegna reksturs húseignarinnar hafa verið greiddir. Formaður Bæjarráðs Reykjanesbæjar lýsir málinu sem fjölskylduharmleik. „Ég var að keyra Reykjanesbrautina í gærkvöldi og heyrði þetta í fréttunum og hugsaði: Hver andskotinn er að gerast? Þetta er harmleikur,“ sagði Friðjón Einarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Að óbreyttu verður fjölskyldan borin út á föstudag en Friðjón segir að eina lausnin til að vinda ofan af því sé í samstarfi við þann sem að keypti eignina. „Ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn á það. Svo þetta eru kannski tvö mál, annars vegar að reyna finna lausn með húsið þeirra og annars vegar að tryggja þeim húsnæði til framtíðar. Og við munum gera það, við munum tryggja búsetu fyrir þau,“ segir hann. Útgerðarstjóri segist ekkert rangt hafa gert Sá sem keypti húsið er útgerðarstjóri úr Sandgerði. Þegar fréttastofa náði af honum tali í dag sagðist hann ekki hafa gert neitt rangt, hann hafi einfaldlega mætt á uppboð líkt og hann hafi margoft áður gert. Hann segist hafa gert allskonar kaup á uppboðum í gegnum tíðina og sagðist meðal annars hafa keypt sér bát á góðu verði fyrir stuttu. Aðspurður hvort hann hyggðist draga kaupin til baka í ljósi umfjöllunarinnar var hann ekki á því en vildi að öðru leyti ekki tjá sig mikið um málið. Hann sagði málið þó ekki svo einfalt að hann gæti hætt við kaupin, þá kæmi næsti maður einfaldlega í hans stað. Fréttastofa sótti Jakub og fjölskyldu heim í dag en að höfðu samráði við lögmann ákvað fjölskyldan að tjá sig ekki frekar um málið að sinni, enda er það á mjög viðkvæmu stigi.
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Stjórnsýsla Fasteignamarkaður Húsnæðismál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Skora á kaupandann að hætta við kaupin Öryrkjabandalag Íslands skorar á sýslumannsembættið á Suðurnesjum og sveitarfélagið Reykjanesbæ að endurskoða ákvörðun sem leiddi til þess að einbýlishús ungs öryrkja var selt tugmilljónum undir markaðsverði á nauðungaruppboði. Þá skora samtökin á kaupanda hússins að hætta við kaupin. 28. júní 2023 11:40 „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Skora á kaupandann að hætta við kaupin Öryrkjabandalag Íslands skorar á sýslumannsembættið á Suðurnesjum og sveitarfélagið Reykjanesbæ að endurskoða ákvörðun sem leiddi til þess að einbýlishús ungs öryrkja var selt tugmilljónum undir markaðsverði á nauðungaruppboði. Þá skora samtökin á kaupanda hússins að hætta við kaupin. 28. júní 2023 11:40
„Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05
Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03