Fjórtán ára tvíburar meðal fallinna í árás Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2023 19:46 Hjálparliðar annast syrgjendur í Kramatorsk eftir eldflaugaárás Rússa í gær. AP/Lögreglan í Úkraínu Tíu manns, þeirra á meðal fjórtán ára tvíburasystur, féllu í eldflaugaárás Rússa á veitingastað í borginni Kramatorsk í austurhluta Úkraínu í gærkvöldi. Tugir bygginga, þeirra á meðal fjöldi skóla og leikskóla eyðilögðust í árásinni. Kramatorsk er skammt frá Bakhmut þar sem blóðugir bardagar hafa verið undan farna marga mánuði.Grafík/Sara Kramatorsk er ein af stærstu borgum Donetsk héraðs norðvestur af Bakhmut þar sem blóðugustu bardagar Rússa og Úkraínumanna hafa verið undanfarna mánuði. Rússar skutu að minnsta kosti tveimur eldflaugum aðborginni í gær sem höfnuðu á Pizza stað og nálægum byggingu. Pizza veitingastaðurinn sem eldflaugar Rússa höfnuðu á er rústir einar ásamt fjölda annarra bygginga.AP/Lögreglan í Úkraínu Borgarstjórinn segir að 18 nokkurra hæða bygggingar og um 65 aðrar hafi skemmst eða eyðilagst í árásinni. Nú er staðfest að tíu manns hafi fundist látnir í rústunum og að minnsta kosti 60 hafi særst. Meðal fallina voru 14 ára tvíburasystur og 17 ára unglingur. Volodymyr Zelenski forseti Úkraínu ávarpaði þing landsins í dag þegar þjóðin hélt upp á stjórnarskrárdaginn.AP/forsetaskrifstofa Úkráinu Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir árásina gerða upp á dag ári eftir að Rússar felldu 22 óbreytta borgara í annarri villimannslegri árás áverslunarmiðstöð í borginni Kremenchuk. „Sérhver slík birtingarmynd hryðjuverka sannar aftur og aftur fyrir okkur og umheiminum að Rússar verðskulda aðeins eitt eftir allt sem þeir hafa gert: ósigur og réttarhöld, réttlát og lögleg réttarhöld yfir öllum rússneskum morðingjum og hryðjuverkamönnum. Evgeny Popov þingmaður í flokki Vladimirs Putin Rússlandsforseta segir Rússa ekki ráðast á borgaraleg skotmörk.AP Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytið segir árásina hins vegar hafa tekist vel. Henni hafi verið beint að bílageymslu og olíubirgðastöð Úkraínuhers. Evgeny Popov þingmaður Sameinaðs Rússlands segir Rússa í stríði við NATO. Því miður falli óbreyttir borgarar hjá áðum fylkingum í slíkum átökum. „Ef við erum að tala um árásina á Kramatorsk get ég sagt ykkur aftur að rússneski herinn ræðst ekki á borgaralega innviði,“ sagði þingmaðurinn án þess að depla auga. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Þrjú börn meðal tíu látinna eftir árás Rússa á Kramatorsk Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir árás Rússa á Kramatorsk í gær, þeirra á meðal þrjú börn. Sextíu eru sagðir særðir og þá var þremur bjargað undan húsarústum. 28. júní 2023 10:37 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Kramatorsk er skammt frá Bakhmut þar sem blóðugir bardagar hafa verið undan farna marga mánuði.Grafík/Sara Kramatorsk er ein af stærstu borgum Donetsk héraðs norðvestur af Bakhmut þar sem blóðugustu bardagar Rússa og Úkraínumanna hafa verið undanfarna mánuði. Rússar skutu að minnsta kosti tveimur eldflaugum aðborginni í gær sem höfnuðu á Pizza stað og nálægum byggingu. Pizza veitingastaðurinn sem eldflaugar Rússa höfnuðu á er rústir einar ásamt fjölda annarra bygginga.AP/Lögreglan í Úkraínu Borgarstjórinn segir að 18 nokkurra hæða bygggingar og um 65 aðrar hafi skemmst eða eyðilagst í árásinni. Nú er staðfest að tíu manns hafi fundist látnir í rústunum og að minnsta kosti 60 hafi særst. Meðal fallina voru 14 ára tvíburasystur og 17 ára unglingur. Volodymyr Zelenski forseti Úkraínu ávarpaði þing landsins í dag þegar þjóðin hélt upp á stjórnarskrárdaginn.AP/forsetaskrifstofa Úkráinu Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir árásina gerða upp á dag ári eftir að Rússar felldu 22 óbreytta borgara í annarri villimannslegri árás áverslunarmiðstöð í borginni Kremenchuk. „Sérhver slík birtingarmynd hryðjuverka sannar aftur og aftur fyrir okkur og umheiminum að Rússar verðskulda aðeins eitt eftir allt sem þeir hafa gert: ósigur og réttarhöld, réttlát og lögleg réttarhöld yfir öllum rússneskum morðingjum og hryðjuverkamönnum. Evgeny Popov þingmaður í flokki Vladimirs Putin Rússlandsforseta segir Rússa ekki ráðast á borgaraleg skotmörk.AP Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytið segir árásina hins vegar hafa tekist vel. Henni hafi verið beint að bílageymslu og olíubirgðastöð Úkraínuhers. Evgeny Popov þingmaður Sameinaðs Rússlands segir Rússa í stríði við NATO. Því miður falli óbreyttir borgarar hjá áðum fylkingum í slíkum átökum. „Ef við erum að tala um árásina á Kramatorsk get ég sagt ykkur aftur að rússneski herinn ræðst ekki á borgaralega innviði,“ sagði þingmaðurinn án þess að depla auga.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Þrjú börn meðal tíu látinna eftir árás Rússa á Kramatorsk Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir árás Rússa á Kramatorsk í gær, þeirra á meðal þrjú börn. Sextíu eru sagðir særðir og þá var þremur bjargað undan húsarústum. 28. júní 2023 10:37 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Þrjú börn meðal tíu látinna eftir árás Rússa á Kramatorsk Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir árás Rússa á Kramatorsk í gær, þeirra á meðal þrjú börn. Sextíu eru sagðir særðir og þá var þremur bjargað undan húsarústum. 28. júní 2023 10:37