Sigurður Ragnar: Erum að vinna í að fá styrkingu Kári Mímisson skrifar 28. júní 2023 22:18 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur á von á liðsstyrk í júlí. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur var að vonum vonsvikinn með 2-0 tap sinna manna gegn KR nú í kvöld. Siggi Raggi viðurkendi að betra liðið hefði sigrað en á sama tíma sagðist hann geta tekið margt jákvætt út úr leiknum í kvöld. „Ég held að allir sem hafi horft á leikinn hafi séð að þetta voru sanngjörn úrslit. Við vorum í dálitlu brasi í dag en það voru alveg jákvæðir punktar. Mér fannst við komast í ágætis stöður oft á tíðum en nýttum þær illa. Mögulega vantaði meiri gæði hjá okkur fremst á vellinum, fórum illa með góðar stöður. Við fáum á okkur mark á leiðinda tíma, stuttu fyrir leikhlé og hefðum sennilega getað gert margt betur en við erum bara að læra. Þetta er staðan hjá okkur í dag og við þurfum að gera betur í næsta leik.“ Keflavík hefur verið að vinna að því að losa leikmenn upp á síðkastið sem ekki hafi staðið undir væntingum. Sigurður segir að verið sé að vinna í því að fá inn styrkingu fyrir gluggan sem opnist 18. júlí næstkomandi. Á sama tíma vonast hann til að þeir Sami Kamel og Nacho Heras verði mættir fljótlega í lið Keflavíkur. „Við erum að vinna í því að fá inn styrkingu fram á við í glugganum og vonumst til að það fari að styttast í Sami Kamel. Við erum búnir að vera að segja þetta í sex, sjö vikur en upphaflega reiknuðum við með að þetta yrðu stutt meiðsli en þau hafa heldur betur dregist á langinn. Hann er okkar besti maður fram á við og það má segja að hann sé besti maður liðsins oft á tíðum. Við söknum hans mikið og vonumst líka til að fá Nacho í liðið, það mun styrkja okkur. Við erum að leita að styrkingum framar á vellinum sem koma þá vonandi í glugganum.“ „Glugginn núna er erfiðari“ Stefan Ljubicic hefur ekki verið í liði Keflavíkur að undanförnu. Sigurður segir að það sé óvíst hvenær hann geti spilað aftur. „Hann er með heilahristing og fær einkenni bara við það að æfa. Það er því mjög óvíst hvenær hann kemur til baka. Hann prófaði aðeins um daginn en er bara með heilahristings einkenni núna á hverjum degi.“ Sigurður segir að glugginn núna sé erfiðari en glugginn fyrir mót en á sama tíma sé hann og aðstoðarfólk hans að eyða öllum sínum tíma um þessar mundir í að leita að einhverjum leiðum til að styrkja liðið sitt. „Ég held að við eigum eftir tvo eða þrjá leiki fram að glugga og erum bara núna að eyða dögunum í að finna styrkingar fyrir okkur. Við höfum þurft að losa menn til að búa til pening fyrir nýjum mönnum. Þetta er erfiðari gluggi þar sem það eru ekkert margir á lausu sem eru á Bestu deildar getustigi, eru leikfærir og vilja koma á stuttan samning út mótið. Þetta er því alltaf erfiðari gluggi. Við þurfum bæði að reyna að bæta okkur innan liðsins en engu að síður fá inn öflugri mannskap.“ Sigurður varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með KR og ber því væntanlega hlýjan hug til félagsins. Spurður út í möguleika KR í sumar telur Sigurður útlitið vera bjart í Vesturbænum um þessar mundir. „Ég held að þeir geti alveg farið í topp fimm, sex. Þeir eru búnir að finna fjölina sína eins og Bjarni Fel sagði. Þeir eru að spila betur, eru að vinna leiki og svo er komið sjálfsöryggi í liðið þeirra á meðan við erum í basli og brasi ásamt því að það vantar svolítið inn hjá okkur. Ég held að KR muni gera gott mót“ sagði Sigurður Ragnar að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
„Ég held að allir sem hafi horft á leikinn hafi séð að þetta voru sanngjörn úrslit. Við vorum í dálitlu brasi í dag en það voru alveg jákvæðir punktar. Mér fannst við komast í ágætis stöður oft á tíðum en nýttum þær illa. Mögulega vantaði meiri gæði hjá okkur fremst á vellinum, fórum illa með góðar stöður. Við fáum á okkur mark á leiðinda tíma, stuttu fyrir leikhlé og hefðum sennilega getað gert margt betur en við erum bara að læra. Þetta er staðan hjá okkur í dag og við þurfum að gera betur í næsta leik.“ Keflavík hefur verið að vinna að því að losa leikmenn upp á síðkastið sem ekki hafi staðið undir væntingum. Sigurður segir að verið sé að vinna í því að fá inn styrkingu fyrir gluggan sem opnist 18. júlí næstkomandi. Á sama tíma vonast hann til að þeir Sami Kamel og Nacho Heras verði mættir fljótlega í lið Keflavíkur. „Við erum að vinna í því að fá inn styrkingu fram á við í glugganum og vonumst til að það fari að styttast í Sami Kamel. Við erum búnir að vera að segja þetta í sex, sjö vikur en upphaflega reiknuðum við með að þetta yrðu stutt meiðsli en þau hafa heldur betur dregist á langinn. Hann er okkar besti maður fram á við og það má segja að hann sé besti maður liðsins oft á tíðum. Við söknum hans mikið og vonumst líka til að fá Nacho í liðið, það mun styrkja okkur. Við erum að leita að styrkingum framar á vellinum sem koma þá vonandi í glugganum.“ „Glugginn núna er erfiðari“ Stefan Ljubicic hefur ekki verið í liði Keflavíkur að undanförnu. Sigurður segir að það sé óvíst hvenær hann geti spilað aftur. „Hann er með heilahristing og fær einkenni bara við það að æfa. Það er því mjög óvíst hvenær hann kemur til baka. Hann prófaði aðeins um daginn en er bara með heilahristings einkenni núna á hverjum degi.“ Sigurður segir að glugginn núna sé erfiðari en glugginn fyrir mót en á sama tíma sé hann og aðstoðarfólk hans að eyða öllum sínum tíma um þessar mundir í að leita að einhverjum leiðum til að styrkja liðið sitt. „Ég held að við eigum eftir tvo eða þrjá leiki fram að glugga og erum bara núna að eyða dögunum í að finna styrkingar fyrir okkur. Við höfum þurft að losa menn til að búa til pening fyrir nýjum mönnum. Þetta er erfiðari gluggi þar sem það eru ekkert margir á lausu sem eru á Bestu deildar getustigi, eru leikfærir og vilja koma á stuttan samning út mótið. Þetta er því alltaf erfiðari gluggi. Við þurfum bæði að reyna að bæta okkur innan liðsins en engu að síður fá inn öflugri mannskap.“ Sigurður varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með KR og ber því væntanlega hlýjan hug til félagsins. Spurður út í möguleika KR í sumar telur Sigurður útlitið vera bjart í Vesturbænum um þessar mundir. „Ég held að þeir geti alveg farið í topp fimm, sex. Þeir eru búnir að finna fjölina sína eins og Bjarni Fel sagði. Þeir eru að spila betur, eru að vinna leiki og svo er komið sjálfsöryggi í liðið þeirra á meðan við erum í basli og brasi ásamt því að það vantar svolítið inn hjá okkur. Ég held að KR muni gera gott mót“ sagði Sigurður Ragnar að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira