„Ég er bara þrjóskari en andskotinn“ Eiður Þór Árnason skrifar 29. júní 2023 08:44 Björgvin Njáll Ingólfsson kvartaði yfir því að þeir sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu þurfi að greiða nærri þrefalt meira fyrir árskort í sund á Borg í Grímsnesi. vísir Sumarbústaðaeigandi í Grímsnes- og Grafningshreppi sem brá í brún þegar honum var gert að greiða margfalt verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á við þá sem skráðir eru með lögheimili í sveitarfélaginu fagnar þeim úrskurði innviðaráðuneytisins að mismununin sé ólögleg. Hefur ráðuneytið gefið út þau fyrirmæli að sveitarfélagið breyti gjaldskrá sinni og færi hana í lögmætt horf. Björgvin Njáll Ingólfsson bindur nú vonir við að fá mismuninn sem hann hefur þegar greitt fyrir slík kort endurgreiddan en hann alls hefur staðið í málarekstrinum í að verða tvö ár. „Þetta kom mér í sjálfu sér ekkert á óvart vegna þess að ástæðan fyrir því að ég fór í þetta mál var að ég taldi mig nokkurn veginn vita hvar réttur manns lægi sem borgari í þessu landi,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Hann hafi þó vissulega kosið að sveitarstjórnin hafi ígrundað málið betur í upphafi fremur en fara í þessa kostnaðarsömu vegferð. „Þau náttúrulega fengu sér lögfræðinga til þess að glíma við mig á kostnað borgaranna. Það hefði held ég verið hægt að finna út úr þessu bara á milli okkar en svona fór.“ Ekki spurning um peningana Björgvin segir að málið snúist ekki um krónur og aura heldur það misrétti sem ríki milli þeirra sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu og annarra borgara. „Þetta er búin að vera gríðarleg þrautaganga að ganga í gegnum svona vegna þess að þegar sveitarfélagið vill ekki ræða málin og hafnar þessu þá var ekkert annað í boði hjá mér en að tala við ráðuneytið. Ég er búinn að glíma við þetta bráðum í tvö ár bara sem einstaklingur út í bæ að eiga við ráðuneytið og það er alltaf svo mikið að gera þar að þeir mega ekki vera að því að sinna þessu.“ Því hafi hann nokkrum sinnum leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis til að krefja innviðaráðuneytið um svör og taka afstöðu í málinu. „Á endanum kom þetta en ég ímynda mér að þetta hafi kostað þjóðfélagið bara töluvert mikla peninga og mér finnst það alveg skelfilegt,“ segir Björgvin. Vonar að sveitarfélagið velji næst skynsömu leiðina Björgvin hefur ekkert heyrt frá fulltrúum sveitarfélagsins eftir að úrskurðurinn varð ljós. „Ef ég heyri ekkert frá þeim þá mun ég senda þeim línu og spyrja hvernig þeir ætli síðan að koma til móts við mig. Ég er búinn að kaupa tvö kort af þeim á fullu verði. Ég hefði gaman af því að láta reyna á það líka og sjá hvort þeir ætli að fara lögfræðileiðina eða skynsömu leiðina,“ segir Björgvin. „Ekki að upphæðin skipti máli, þetta er bara prinsipp.“ Málinu er ekki fyllilega lokið þar sem enn á eftir að ræða í sveitarstjórn hvernig til standi að bregðast við úrskurðinum og væntanlega taka fyrir samþykkt nýrrar gjaldskrár. Björgvin segir fólk hafa sett sig í samband til að þakka honum fyrir að gera eitthvað í málinu og nenna að fylgja því eftir til enda. Hið opinbera starfi ekki fyrir fólkið í landinu „Hið opinbera allt saman virðist vera með sjálfstæðan vilja og er ekki að vinna fyrir fólkið í landinu. Allur þessi eftirrekstur: „Talaðu við Umboðsmann Alþingis, talaðu við ráðuneytið, sendu bréf hingað og þangað út af þessu máli.“ Þetta nær ekki nokkurri átt og ég get ímyndað mér að flestir gefist bara upp en ég er bara þrjóskari en andskotinn.“ „Ég ætlaði bara að fá niðurstöðu í þetta, hver sem hún yrði. Ég hefði auðvitað bara hlítt því ef það hefði komið önnur niðurstaða en ég taldi nokkuð víst að þetta gæti ekki staðist lög, sem kom svo á daginn,“ segir Björgvin sigurreifur að lokum. Grímsnes- og Grafningshreppur Stjórnsýsla Sundlaugar Neytendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi er ólögmæt Innviðaráðuneytið hefur úrskurðað að gjaldskrá sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir sundlaug og íþróttamiðstöðina Borg sé ekki í samræmi við jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og þar af leiðandi ólögmæt. 27. júní 2023 16:48 „Þetta tíðkast víðar en við höldum“ Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps mun taka til skoðunar kvörtun frá sumarbúastaðareiganda sem segir ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aðkomufólk borga hærra gjald en heimamenn fyrir íþróttir og sund brjóta í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Sveitarstjórinn segir fyrirkomulagið ekki ólíkt Loftbrúnni svokölluðu og frístundastyrkjum. 29. september 2022 12:36 Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi er ólögmæt Innviðaráðuneytið hefur úrskurðað að gjaldskrá sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir sundlaug og íþróttamiðstöðina Borg sé ekki í samræmi við jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og þar af leiðandi ólögmæt. 27. júní 2023 16:48 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Hefur ráðuneytið gefið út þau fyrirmæli að sveitarfélagið breyti gjaldskrá sinni og færi hana í lögmætt horf. Björgvin Njáll Ingólfsson bindur nú vonir við að fá mismuninn sem hann hefur þegar greitt fyrir slík kort endurgreiddan en hann alls hefur staðið í málarekstrinum í að verða tvö ár. „Þetta kom mér í sjálfu sér ekkert á óvart vegna þess að ástæðan fyrir því að ég fór í þetta mál var að ég taldi mig nokkurn veginn vita hvar réttur manns lægi sem borgari í þessu landi,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Hann hafi þó vissulega kosið að sveitarstjórnin hafi ígrundað málið betur í upphafi fremur en fara í þessa kostnaðarsömu vegferð. „Þau náttúrulega fengu sér lögfræðinga til þess að glíma við mig á kostnað borgaranna. Það hefði held ég verið hægt að finna út úr þessu bara á milli okkar en svona fór.“ Ekki spurning um peningana Björgvin segir að málið snúist ekki um krónur og aura heldur það misrétti sem ríki milli þeirra sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu og annarra borgara. „Þetta er búin að vera gríðarleg þrautaganga að ganga í gegnum svona vegna þess að þegar sveitarfélagið vill ekki ræða málin og hafnar þessu þá var ekkert annað í boði hjá mér en að tala við ráðuneytið. Ég er búinn að glíma við þetta bráðum í tvö ár bara sem einstaklingur út í bæ að eiga við ráðuneytið og það er alltaf svo mikið að gera þar að þeir mega ekki vera að því að sinna þessu.“ Því hafi hann nokkrum sinnum leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis til að krefja innviðaráðuneytið um svör og taka afstöðu í málinu. „Á endanum kom þetta en ég ímynda mér að þetta hafi kostað þjóðfélagið bara töluvert mikla peninga og mér finnst það alveg skelfilegt,“ segir Björgvin. Vonar að sveitarfélagið velji næst skynsömu leiðina Björgvin hefur ekkert heyrt frá fulltrúum sveitarfélagsins eftir að úrskurðurinn varð ljós. „Ef ég heyri ekkert frá þeim þá mun ég senda þeim línu og spyrja hvernig þeir ætli síðan að koma til móts við mig. Ég er búinn að kaupa tvö kort af þeim á fullu verði. Ég hefði gaman af því að láta reyna á það líka og sjá hvort þeir ætli að fara lögfræðileiðina eða skynsömu leiðina,“ segir Björgvin. „Ekki að upphæðin skipti máli, þetta er bara prinsipp.“ Málinu er ekki fyllilega lokið þar sem enn á eftir að ræða í sveitarstjórn hvernig til standi að bregðast við úrskurðinum og væntanlega taka fyrir samþykkt nýrrar gjaldskrár. Björgvin segir fólk hafa sett sig í samband til að þakka honum fyrir að gera eitthvað í málinu og nenna að fylgja því eftir til enda. Hið opinbera starfi ekki fyrir fólkið í landinu „Hið opinbera allt saman virðist vera með sjálfstæðan vilja og er ekki að vinna fyrir fólkið í landinu. Allur þessi eftirrekstur: „Talaðu við Umboðsmann Alþingis, talaðu við ráðuneytið, sendu bréf hingað og þangað út af þessu máli.“ Þetta nær ekki nokkurri átt og ég get ímyndað mér að flestir gefist bara upp en ég er bara þrjóskari en andskotinn.“ „Ég ætlaði bara að fá niðurstöðu í þetta, hver sem hún yrði. Ég hefði auðvitað bara hlítt því ef það hefði komið önnur niðurstaða en ég taldi nokkuð víst að þetta gæti ekki staðist lög, sem kom svo á daginn,“ segir Björgvin sigurreifur að lokum.
Grímsnes- og Grafningshreppur Stjórnsýsla Sundlaugar Neytendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi er ólögmæt Innviðaráðuneytið hefur úrskurðað að gjaldskrá sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir sundlaug og íþróttamiðstöðina Borg sé ekki í samræmi við jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og þar af leiðandi ólögmæt. 27. júní 2023 16:48 „Þetta tíðkast víðar en við höldum“ Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps mun taka til skoðunar kvörtun frá sumarbúastaðareiganda sem segir ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aðkomufólk borga hærra gjald en heimamenn fyrir íþróttir og sund brjóta í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Sveitarstjórinn segir fyrirkomulagið ekki ólíkt Loftbrúnni svokölluðu og frístundastyrkjum. 29. september 2022 12:36 Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi er ólögmæt Innviðaráðuneytið hefur úrskurðað að gjaldskrá sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir sundlaug og íþróttamiðstöðina Borg sé ekki í samræmi við jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og þar af leiðandi ólögmæt. 27. júní 2023 16:48 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi er ólögmæt Innviðaráðuneytið hefur úrskurðað að gjaldskrá sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir sundlaug og íþróttamiðstöðina Borg sé ekki í samræmi við jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og þar af leiðandi ólögmæt. 27. júní 2023 16:48
„Þetta tíðkast víðar en við höldum“ Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps mun taka til skoðunar kvörtun frá sumarbúastaðareiganda sem segir ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aðkomufólk borga hærra gjald en heimamenn fyrir íþróttir og sund brjóta í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Sveitarstjórinn segir fyrirkomulagið ekki ólíkt Loftbrúnni svokölluðu og frístundastyrkjum. 29. september 2022 12:36
Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi er ólögmæt Innviðaráðuneytið hefur úrskurðað að gjaldskrá sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir sundlaug og íþróttamiðstöðina Borg sé ekki í samræmi við jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og þar af leiðandi ólögmæt. 27. júní 2023 16:48