„Verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf“ Máni Snær Þorláksson skrifar 29. júní 2023 11:45 Jón Gunnarsson vildi ekki taka ríkisstjórnina af lífi í beinni útsendingu í morgun. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki vilja taka ríkisstjórnina af lífi í beinni útsendingu í morgun. Hann sagði þó að þau deilumál sem hafa komið upp að undanförnu væru að hafa verulega alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Jón mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi þar við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar. Í upphafi töluðu þau um hvalveiðar en þegar líða fór á þáttinn færðist umræðan yfir í Íslandsbankamálið. Þorbjörg furðaði sig á því að Sjálfstæðismenn væru að hafa áhyggjur af „einhverjum mögulegum lögbrotum“ í tengslum við hvalveiðarnar á sama tíma og skýrsla frá fjármálaeftirlitinu sýnir að salan á Íslandsbanka var „drekkhlaðin lögbrotum.“ Hún segir lög um bankasöluna vera afskaplega skýr um að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra beri ábyrgð á sölunni. Einnig bendir hún á að umboðsmaður Alþingis sé að fjalla um það núna hvort Bjarni hafi farið gegn stjórnsýslulögum. „Ég heyri óskaplega lítið um þetta frá Jóni, um mikilvægi þess að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins séu réttum megin við lögin.“ „Það veit það öll þjóðin nema þá kannski þú“ Jón segir að það sé alveg rétt að umboðsmaður sé að skoða málið. Hann er þó á því að Þorbjörg og fleiri séu búin að dæma í málinu. „Nei, aldeilis ekki,“ segir Þorbjörg við því. „Jú, þið eruð víst búin að dæma, margoft talið um lögbrot. Alveg eins og þið töluðuð um lögbrot hjá mér og svo framvegis sem stóðst enga skoðun,“ segir Jón þá. „Jón Gunnarsson það voru framin lögbrot við sölu bankans, það veit það öll þjóðin nema þá kannski þú,“ segir Þorbjörg svo. Jón segir að það hafi verið mjög ítrekuð lögbrot hjá þeim aðilum sem sáum um framkvæmd sölunnar. „Þeir gáfu rangar upplýsingar til bankasýslunnar sem segir okkur það að fjármálaráðherra fékk rangar upplýsingar. En hvað er að halda í þessu kerfi? Jú, það er að halda eftirlitskerfið sem er að grípa þarna inn í.“ Aðspurður um hvort þetta eftirlitskerfi hefði kannski átt að grípa inn í fyrr segir Jón að það geti vel verið. „En það er samt að grípa þarna inn í. Það er kannski erfitt að grípa inn í hluti þegar þeir gerast svona hratt en það er verið að grípa inn í og hver hefur átt frumkvæði að þeirri lagasetningu sem þetta kerfi er í? Jú það er fjármálaráðherra, sem er búinn að herða lagasetninguna og umgjörð í þessu allan tímann.“ Rifjar upp frumvarp Bjarna Jón rifjar að fyrir fjórum árum síðan hafi Bjarni lagt fram frumvarp um að leggja niður bankasýsluna. Því hafi verið hafnað af stjórnarandstöðunni og samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Hann segir Bjarna hafa sagt á sínum tíma að það væri eðlilegt að pólitíkin taki ábyrgð og Bankasýslan verði lögð niður. „Því var hafnað af þinginu og hann var rekinn til baka með frumvarpið. En nú á hann að bera ábyrgð á öllu.“ Þorbjörg minnir þá á tilkynningu um „dauða bankasýslunnar“ sem ríkisstjórnin sendi út í apríl um fyrra. „Nú á þessi umboðslausa bankasýsla, sem ríkisstjórnin sjálf úrskurðaði látna, að mæta á hluthafafund fyrir hönd almennings til að ræða söluna.“ Bankasýslan sé umboðslaus í pólitísku samhengi Þorbjörg segir að vegna tilkynningarinnar sé Bankasýslan í pólitísku samhengi umboðslaus. „Aftur komum við að lögfræðinni hérna, og það er lögfræðingurinn sem talar,“ segir Jón við því en Þorbjörg skýtur þá inn í: „Ég kann mína lögfræði ágætlega þakka þér fyrir.“ Jón segir þá að samkvæmt lögum geti enginn tekið umboð Bankasýslunnar til baka nema Alþingi með því að breyta lögum. Þorbjörg segir þá að hún hafi verið að lýsa því hver pólitíski veruleikinn sé. Þorbjörg Sigríður segir Bankasýsluna vera umboðslausa í pólitísku samhengi.Vísir/Arnar „Þó að ríkisstjórnin segi að það sé á stefnuskrá þeirra núna að vera sammála því sem Bjarni Benediktsson vildi gera fyrir fjórum árum, að leggja niður bankasýsluna, þá er hún ekkert í umboðslaus í dag. Það er Alþingi sem verður að afgreiða það og breyta lögum,“ segir Jón. Undir lokin var Jón spurður hvort þetta eigi eftir að fella ríkisstjórnina: „Ég ætla nú ekki að taka hana af lífi hér í beinni útsendingu. En ég get alveg sagt það að þetta hefur verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf og þau eiga eftir að koma í ljós.“ Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Jón mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi þar við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar. Í upphafi töluðu þau um hvalveiðar en þegar líða fór á þáttinn færðist umræðan yfir í Íslandsbankamálið. Þorbjörg furðaði sig á því að Sjálfstæðismenn væru að hafa áhyggjur af „einhverjum mögulegum lögbrotum“ í tengslum við hvalveiðarnar á sama tíma og skýrsla frá fjármálaeftirlitinu sýnir að salan á Íslandsbanka var „drekkhlaðin lögbrotum.“ Hún segir lög um bankasöluna vera afskaplega skýr um að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra beri ábyrgð á sölunni. Einnig bendir hún á að umboðsmaður Alþingis sé að fjalla um það núna hvort Bjarni hafi farið gegn stjórnsýslulögum. „Ég heyri óskaplega lítið um þetta frá Jóni, um mikilvægi þess að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins séu réttum megin við lögin.“ „Það veit það öll þjóðin nema þá kannski þú“ Jón segir að það sé alveg rétt að umboðsmaður sé að skoða málið. Hann er þó á því að Þorbjörg og fleiri séu búin að dæma í málinu. „Nei, aldeilis ekki,“ segir Þorbjörg við því. „Jú, þið eruð víst búin að dæma, margoft talið um lögbrot. Alveg eins og þið töluðuð um lögbrot hjá mér og svo framvegis sem stóðst enga skoðun,“ segir Jón þá. „Jón Gunnarsson það voru framin lögbrot við sölu bankans, það veit það öll þjóðin nema þá kannski þú,“ segir Þorbjörg svo. Jón segir að það hafi verið mjög ítrekuð lögbrot hjá þeim aðilum sem sáum um framkvæmd sölunnar. „Þeir gáfu rangar upplýsingar til bankasýslunnar sem segir okkur það að fjármálaráðherra fékk rangar upplýsingar. En hvað er að halda í þessu kerfi? Jú, það er að halda eftirlitskerfið sem er að grípa þarna inn í.“ Aðspurður um hvort þetta eftirlitskerfi hefði kannski átt að grípa inn í fyrr segir Jón að það geti vel verið. „En það er samt að grípa þarna inn í. Það er kannski erfitt að grípa inn í hluti þegar þeir gerast svona hratt en það er verið að grípa inn í og hver hefur átt frumkvæði að þeirri lagasetningu sem þetta kerfi er í? Jú það er fjármálaráðherra, sem er búinn að herða lagasetninguna og umgjörð í þessu allan tímann.“ Rifjar upp frumvarp Bjarna Jón rifjar að fyrir fjórum árum síðan hafi Bjarni lagt fram frumvarp um að leggja niður bankasýsluna. Því hafi verið hafnað af stjórnarandstöðunni og samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Hann segir Bjarna hafa sagt á sínum tíma að það væri eðlilegt að pólitíkin taki ábyrgð og Bankasýslan verði lögð niður. „Því var hafnað af þinginu og hann var rekinn til baka með frumvarpið. En nú á hann að bera ábyrgð á öllu.“ Þorbjörg minnir þá á tilkynningu um „dauða bankasýslunnar“ sem ríkisstjórnin sendi út í apríl um fyrra. „Nú á þessi umboðslausa bankasýsla, sem ríkisstjórnin sjálf úrskurðaði látna, að mæta á hluthafafund fyrir hönd almennings til að ræða söluna.“ Bankasýslan sé umboðslaus í pólitísku samhengi Þorbjörg segir að vegna tilkynningarinnar sé Bankasýslan í pólitísku samhengi umboðslaus. „Aftur komum við að lögfræðinni hérna, og það er lögfræðingurinn sem talar,“ segir Jón við því en Þorbjörg skýtur þá inn í: „Ég kann mína lögfræði ágætlega þakka þér fyrir.“ Jón segir þá að samkvæmt lögum geti enginn tekið umboð Bankasýslunnar til baka nema Alþingi með því að breyta lögum. Þorbjörg segir þá að hún hafi verið að lýsa því hver pólitíski veruleikinn sé. Þorbjörg Sigríður segir Bankasýsluna vera umboðslausa í pólitísku samhengi.Vísir/Arnar „Þó að ríkisstjórnin segi að það sé á stefnuskrá þeirra núna að vera sammála því sem Bjarni Benediktsson vildi gera fyrir fjórum árum, að leggja niður bankasýsluna, þá er hún ekkert í umboðslaus í dag. Það er Alþingi sem verður að afgreiða það og breyta lögum,“ segir Jón. Undir lokin var Jón spurður hvort þetta eigi eftir að fella ríkisstjórnina: „Ég ætla nú ekki að taka hana af lífi hér í beinni útsendingu. En ég get alveg sagt það að þetta hefur verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf og þau eiga eftir að koma í ljós.“
Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira