„Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júní 2023 06:46 Rjúpa var fyrsti hundur Jóhanns til þess að veikjast af hótelhóstanum. Jóhann Helgi Hlöðversson Hundaeigandi sem missti einn hund sinn sem veiktist af svokölluðum hótelhósta og á tvo hunda til viðbótar sem eru veikir vill vara hundaeigendur við að fara með dýr sín á fjölfarin hundasvæði á meðan pestin gengur yfir. Hann segist hafa átt hunda í mörg ár en aldrei lent í slíkum veikindum líkt og nú. „Það eru ellefu dagar síðan að tíkin mín hún Rjúpa veikist. Hún er búin að vera drulluslöpp og með þurran hósta og litla matarlyst og lést um fimm kíló,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson, ferðaþjónustubóndi á Hótel Vatnsholti og dýravinur mikill. Um er að ræða smitandi öndunarfærasýkingu í hundum sem kallast í daglegu tali „hótelhósti“ (e. kennel cough). Matvælastofnun setti í fyrra af stað samvinnuverkefni við Tilraunastöð Háskólans á Keldum til að reyna að komast til botns í því hvað veldur hóstanum. Vísir hefur sent Matvælastofnun fyrirspurn vegna málsins. Aðframkominn Rjúpa var fyrsti hundur Jóhanns til þess að smitast af pestinni. Hann fór með hana til dýralæknis sem taldi að um bráðaofnæmi gegn gras og mold væri að ræða þar sem Rjúpa er gjörn á að rífa oft upp grasbletti. Hún fékk sterasprautu og sýklalyf og braggaðist um stund. „En svo veikjast hinir hundarnir okkar þeir Móri og Stubbur og bara virkilega illa. Þeir fengu báðir vökva í lungun og gamli kínverski faxhundurinn hann Móri var svo aðframkominn af þessu og náttúrulega orðinn gamall þannig að við urðum að láta hann fara núna á mánudag.“ Stubbur er hins vegar tekinn að braggast en að sögn Jóhanns varð Rjúpa aftur drulluslöpp, tíu dögum eftir að einkennin fóru fyrst að gera vart við sig. Jóhann segir Móra vera sárt saknað. Hér er Jóhann með Móra í fanginu í hinsta sinn þar sem hann smellti á hann síðasta kossinum.Jóhann Helgi Hlöðversson „Þannig að við fórum aftur með hana til dýralæknis í gær og hún fékk kokteil af lyfjum og er strax orðin mun hressari en alltaf með þennan króníska hósta. Þetta er afskaplega þurr hósti og hún er enn slöpp, þannig að við þurfum að passa að ofgera henni ekki, en hún virðist vera að koma til.“ Þarf ekki nema að hitta einn hund Jóhann segist hafa átt hunda um margra ára skeið en muni ekki til þess að þeir hafi veikst eins alvarlega og nú. Hann segir að full ástæða sé til þess að vara hundaeigendur við. „Að vara fólk við því að vera ekki að fara á hundasvæðin eða aðra staði þar sem margir hundar koma saman og sleppa á því á meðan þessi pest gengur yfir. Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta og tekur verulega á þá, þó flestir fari vel út úr þessu.“ Jóhann segir að dýralæknirinn hafi sagt sér að töluvert væri um tilvik nú þar sem hundar smitist af hótelhóstanum. Hann segist vita hvar Rjúpa hafi fengið hóstann, sem dýralæknar segja að sé bráðsmitandi. Þau hafi mætt saman á hundasýningu í Hafnarfirði og gengið þar um í örskamma stund. „Það þarf ekki nema bara að hitta einn hund sem er veikur. Ég heyrði af því að það hefðu margir hundar veikst eftir þá sýningu, því að þetta er auðvitað bráðsmitandi.“ Gæludýr Hundar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
„Það eru ellefu dagar síðan að tíkin mín hún Rjúpa veikist. Hún er búin að vera drulluslöpp og með þurran hósta og litla matarlyst og lést um fimm kíló,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson, ferðaþjónustubóndi á Hótel Vatnsholti og dýravinur mikill. Um er að ræða smitandi öndunarfærasýkingu í hundum sem kallast í daglegu tali „hótelhósti“ (e. kennel cough). Matvælastofnun setti í fyrra af stað samvinnuverkefni við Tilraunastöð Háskólans á Keldum til að reyna að komast til botns í því hvað veldur hóstanum. Vísir hefur sent Matvælastofnun fyrirspurn vegna málsins. Aðframkominn Rjúpa var fyrsti hundur Jóhanns til þess að smitast af pestinni. Hann fór með hana til dýralæknis sem taldi að um bráðaofnæmi gegn gras og mold væri að ræða þar sem Rjúpa er gjörn á að rífa oft upp grasbletti. Hún fékk sterasprautu og sýklalyf og braggaðist um stund. „En svo veikjast hinir hundarnir okkar þeir Móri og Stubbur og bara virkilega illa. Þeir fengu báðir vökva í lungun og gamli kínverski faxhundurinn hann Móri var svo aðframkominn af þessu og náttúrulega orðinn gamall þannig að við urðum að láta hann fara núna á mánudag.“ Stubbur er hins vegar tekinn að braggast en að sögn Jóhanns varð Rjúpa aftur drulluslöpp, tíu dögum eftir að einkennin fóru fyrst að gera vart við sig. Jóhann segir Móra vera sárt saknað. Hér er Jóhann með Móra í fanginu í hinsta sinn þar sem hann smellti á hann síðasta kossinum.Jóhann Helgi Hlöðversson „Þannig að við fórum aftur með hana til dýralæknis í gær og hún fékk kokteil af lyfjum og er strax orðin mun hressari en alltaf með þennan króníska hósta. Þetta er afskaplega þurr hósti og hún er enn slöpp, þannig að við þurfum að passa að ofgera henni ekki, en hún virðist vera að koma til.“ Þarf ekki nema að hitta einn hund Jóhann segist hafa átt hunda um margra ára skeið en muni ekki til þess að þeir hafi veikst eins alvarlega og nú. Hann segir að full ástæða sé til þess að vara hundaeigendur við. „Að vara fólk við því að vera ekki að fara á hundasvæðin eða aðra staði þar sem margir hundar koma saman og sleppa á því á meðan þessi pest gengur yfir. Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta og tekur verulega á þá, þó flestir fari vel út úr þessu.“ Jóhann segir að dýralæknirinn hafi sagt sér að töluvert væri um tilvik nú þar sem hundar smitist af hótelhóstanum. Hann segist vita hvar Rjúpa hafi fengið hóstann, sem dýralæknar segja að sé bráðsmitandi. Þau hafi mætt saman á hundasýningu í Hafnarfirði og gengið þar um í örskamma stund. „Það þarf ekki nema bara að hitta einn hund sem er veikur. Ég heyrði af því að það hefðu margir hundar veikst eftir þá sýningu, því að þetta er auðvitað bráðsmitandi.“
Gæludýr Hundar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“