Gervigreind komin til starfa hjá Heilsugæslunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2023 17:51 Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri Dicino, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Steingrímur Árnason, tæknistjóri Dicino Aðsent Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur samið við heilsutæknifyrirtækið Dicino um áframhaldandi þróun gervigreindarverkfæris sem nýtist í netspjalli Heilsuveru. Gervigreindin spyr sjúkling út sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og ritar sjálfvirka læknaskýrslu á íslensku. Þetta segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gervigreindin nýtist í netspjalli Heilsuveru þar sem tekið er sjálfvirkt innritunarviðtal við sjúklinginn áður en sérfræðingar Upplýsingamiðstöðvarinnar taka við spjallinu. Sjúklingurinn er spurður út í sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og þekkir kerfið yfir 1.200 læknisfræðileg málefni og getur spurt yfir 5.500 spurninga á bæði íslensku og ensku. Síðan er texti læknaskýrslu ritaður sjálfvirkt á íslensku óháð tungumáli sjúklings. Þurfa ekki lengur að spyrja sömu spurninga „Starfsfólkið okkar þarf nú ekki lengur að spyrja sömu spurninganna aftur og aftur heldur getur það einbeitt sér að úrlausn og frekari ráðgjöf mun hraðar en áður. Um 62% gesta Heilsuveru velja netspjallið og því var tilvalið að byrja þar.“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í tilkynningunni segir að reynslan af þjónustunni sýni að hægt sé að leysa úr sífellt stærri hluta erinda með fjarlausnum sem sé betri þjónusta fyrir einstaklinginn og dregur jafnframt úr álagi á heilbrigðiskerfið. Samstarf Heilsugæslunnar og Dicino hófst síðastliðið vor í lausnamóti heilbrigðiskerfisins, sem skipulagt var af Heilsutækniklasanum. Að loknum prófunarfasa og samráðsvinnu var netspjall Heilsuveru tengt Dicino og fer hluti samtals við sérfræðing nú fram með sjálfvirkum hætti. Í kjölfar jákvæðra niðurstaða var ákveðið að ganga til samninga um áframhaldandi notkun á kerfinu. „Við vorum komin með annan fótinn til Spánar en rann auðvitað blóðið til skyldunnar þegar kallið kom enda smellpassaði lausnin okkar við þarfir Heilsugæslunnar,“ segir Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri Dicino. Kerfið var áður einungis í boði fyrir spænsku- og enskumælandi. Ábyrg notkun gervigreindar í þágu almannaheillar „Hjá Dicino höfum við farið afar varlega og forritað gervigreindarvirkni sjálf þannig að við séum einungis að auka skilvirkni en ekki áhættu með tækninni. Á hverjum degi notum við öll einhverja gerð gervigreindar, hvort sem það er sjálfvirkni á lagavali streymisveitna eða þegar við flökkum um heima samfélagsmiðlanna sem nota tölfræði til að birta færslur og markaðsefni,“ segir Steingrímur Árnason, tæknistjóri Dicino. „Á endanum snýst þetta um að nýta tæknina með ábyrgum hætti í þágu almannaheilla. Það er engin sjálfvirk ákvarðanataka varðandi meðferðina sjálfa heldur erum við hreinlega að spara eitt helsta verðmætið, sem er tími. Í þessu tilviki tími sérhæfðs heilbrigðisstarfsfólks sem skortur er á um allan heim,“ segir Steingrímur. „Það hefur verið frábært að fá að vera með þeim fyrstu til að starfa með beinum hætti með hinu opinbera og framlínu heilbrigðiskerfisins. Við höfum nú þegar fengið ómetanlega endurgjöf sem gagnast við framþróun lausnarinnar og það má segja að þó lausnin sé afar viðamikil þá séum við rétt að byrja.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Gervigreind Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gervigreindin nýtist í netspjalli Heilsuveru þar sem tekið er sjálfvirkt innritunarviðtal við sjúklinginn áður en sérfræðingar Upplýsingamiðstöðvarinnar taka við spjallinu. Sjúklingurinn er spurður út í sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og þekkir kerfið yfir 1.200 læknisfræðileg málefni og getur spurt yfir 5.500 spurninga á bæði íslensku og ensku. Síðan er texti læknaskýrslu ritaður sjálfvirkt á íslensku óháð tungumáli sjúklings. Þurfa ekki lengur að spyrja sömu spurninga „Starfsfólkið okkar þarf nú ekki lengur að spyrja sömu spurninganna aftur og aftur heldur getur það einbeitt sér að úrlausn og frekari ráðgjöf mun hraðar en áður. Um 62% gesta Heilsuveru velja netspjallið og því var tilvalið að byrja þar.“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í tilkynningunni segir að reynslan af þjónustunni sýni að hægt sé að leysa úr sífellt stærri hluta erinda með fjarlausnum sem sé betri þjónusta fyrir einstaklinginn og dregur jafnframt úr álagi á heilbrigðiskerfið. Samstarf Heilsugæslunnar og Dicino hófst síðastliðið vor í lausnamóti heilbrigðiskerfisins, sem skipulagt var af Heilsutækniklasanum. Að loknum prófunarfasa og samráðsvinnu var netspjall Heilsuveru tengt Dicino og fer hluti samtals við sérfræðing nú fram með sjálfvirkum hætti. Í kjölfar jákvæðra niðurstaða var ákveðið að ganga til samninga um áframhaldandi notkun á kerfinu. „Við vorum komin með annan fótinn til Spánar en rann auðvitað blóðið til skyldunnar þegar kallið kom enda smellpassaði lausnin okkar við þarfir Heilsugæslunnar,“ segir Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri Dicino. Kerfið var áður einungis í boði fyrir spænsku- og enskumælandi. Ábyrg notkun gervigreindar í þágu almannaheillar „Hjá Dicino höfum við farið afar varlega og forritað gervigreindarvirkni sjálf þannig að við séum einungis að auka skilvirkni en ekki áhættu með tækninni. Á hverjum degi notum við öll einhverja gerð gervigreindar, hvort sem það er sjálfvirkni á lagavali streymisveitna eða þegar við flökkum um heima samfélagsmiðlanna sem nota tölfræði til að birta færslur og markaðsefni,“ segir Steingrímur Árnason, tæknistjóri Dicino. „Á endanum snýst þetta um að nýta tæknina með ábyrgum hætti í þágu almannaheilla. Það er engin sjálfvirk ákvarðanataka varðandi meðferðina sjálfa heldur erum við hreinlega að spara eitt helsta verðmætið, sem er tími. Í þessu tilviki tími sérhæfðs heilbrigðisstarfsfólks sem skortur er á um allan heim,“ segir Steingrímur. „Það hefur verið frábært að fá að vera með þeim fyrstu til að starfa með beinum hætti með hinu opinbera og framlínu heilbrigðiskerfisins. Við höfum nú þegar fengið ómetanlega endurgjöf sem gagnast við framþróun lausnarinnar og það má segja að þó lausnin sé afar viðamikil þá séum við rétt að byrja.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Gervigreind Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira