Kallar eftir að ríkið standi við fyrirheit í flugstefnu Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 29. júní 2023 18:19 Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, gagnrýnir vanefndir ríkisstjórnarinnnar og kallar eftir því að ríkið standi við fyrirheit í flugstefnu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Óvissa ríkir um framhald flugkennslu hjá Flugakademíunni sem hefur sagt upp öllum samningum við starfsmenn skólans. Framkvæmdastjóri gagnrýnir að fyrirheitum í flugstefnu frá árinu 2019 hafi ekki verið fylgt eftir. Þá ætti flugnám að vera hluti af menntakerfinu og heyra undir menntamálaráðherra en ekki innviðaráðherra. Níu starfsmönnum Flugakademíu Íslands hefur verið sagt upp störfum en hún er í meirihlutaeigu Keilis og síðan Eignarhaldsfélags Suðurnesja. Keilir er síðan í meirihlutaeigu ríkisins. Nanna Kristjana Traustadóttir framkvæmdastjóri Keilis segir málið því standa ríkinu nærri. Vanda skólans nú megi rekja til þess að umsóknum um nám við skólann hefði fækkað mikið í kórónuveirufaraldrinum og ekki náð sér á strik aftur. Þetta væri alvarleg staða því Flugakademían væri eini aðilinn á Íslandi sem byði upp á samtvinnað atvinnuflugnám, þar sem bókleg- og verkleg kennsla færi fram jöfnum höndum. „Það væri ákveðið skarð hoggið í þá möguleika sem eru fyrir hendi til þess að fara í atvinnuflugnám á Íslandi fyrir íslensk ungmenni ef það verður niðurstaðan,“ segir Nanna Kristjana um óvissuna. Ekki staðið við fyrirheit í flugstefnu Flugnám væri almennt ekki lánshæft en nemendur skólans hefðu getað sótt um nokkurra milljóna skólagjaldalán sem færu langt í frá að standa undir kostnaði við námið sem væri um 15 milljónir króna. Þetta væri líka alvarleg staða hjá flugþjóð í ljósi þess að skortur væri á atvinnuflugmönnum. Nanna Kristjana gagnrýnir einnig að ekki hafi verið staðið við fyrirheit í ítarlegri flugstefnu sem Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi samgönguráðherra kynnti í nóvember 2019. „Ég get ekki túlkað öðruvísi en svo að það hafi ekki verið tekin nein skref í þessari flugstefnu sem var kynnt árið 2019 sem varða það að færa námið inn í menntakerfið. Ég hef ekki getað séð að það hafi verið tekin nein skref í þá átt enn þá,“ sagði Nanna. Það væri sérkennilegt að þetta mikilvæga fagnám heyrði undir innviðaráðuneytið en ekki menntamálaráðuneytið. Nanna Kristjana segir að uppsögn samninga við starfsfólk skólans nú væri hugsuð til að finna leiðir til að endurskipuleggja kennsluna fyrir núverandi nemendur skólans. Þeir væru 116 í dag og mislangt komnir í sínu námi. Enn væri opið fyrir skráningu nýrra nemenda og vonandi færi stór hópur af stað í náminu í haust. Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Níu starfsmönnum Flugakademíu Íslands hefur verið sagt upp störfum en hún er í meirihlutaeigu Keilis og síðan Eignarhaldsfélags Suðurnesja. Keilir er síðan í meirihlutaeigu ríkisins. Nanna Kristjana Traustadóttir framkvæmdastjóri Keilis segir málið því standa ríkinu nærri. Vanda skólans nú megi rekja til þess að umsóknum um nám við skólann hefði fækkað mikið í kórónuveirufaraldrinum og ekki náð sér á strik aftur. Þetta væri alvarleg staða því Flugakademían væri eini aðilinn á Íslandi sem byði upp á samtvinnað atvinnuflugnám, þar sem bókleg- og verkleg kennsla færi fram jöfnum höndum. „Það væri ákveðið skarð hoggið í þá möguleika sem eru fyrir hendi til þess að fara í atvinnuflugnám á Íslandi fyrir íslensk ungmenni ef það verður niðurstaðan,“ segir Nanna Kristjana um óvissuna. Ekki staðið við fyrirheit í flugstefnu Flugnám væri almennt ekki lánshæft en nemendur skólans hefðu getað sótt um nokkurra milljóna skólagjaldalán sem færu langt í frá að standa undir kostnaði við námið sem væri um 15 milljónir króna. Þetta væri líka alvarleg staða hjá flugþjóð í ljósi þess að skortur væri á atvinnuflugmönnum. Nanna Kristjana gagnrýnir einnig að ekki hafi verið staðið við fyrirheit í ítarlegri flugstefnu sem Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi samgönguráðherra kynnti í nóvember 2019. „Ég get ekki túlkað öðruvísi en svo að það hafi ekki verið tekin nein skref í þessari flugstefnu sem var kynnt árið 2019 sem varða það að færa námið inn í menntakerfið. Ég hef ekki getað séð að það hafi verið tekin nein skref í þá átt enn þá,“ sagði Nanna. Það væri sérkennilegt að þetta mikilvæga fagnám heyrði undir innviðaráðuneytið en ekki menntamálaráðuneytið. Nanna Kristjana segir að uppsögn samninga við starfsfólk skólans nú væri hugsuð til að finna leiðir til að endurskipuleggja kennsluna fyrir núverandi nemendur skólans. Þeir væru 116 í dag og mislangt komnir í sínu námi. Enn væri opið fyrir skráningu nýrra nemenda og vonandi færi stór hópur af stað í náminu í haust.
Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira