Stjarnan slapp við Arsenal og Valur mætir Tyrkjum Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2023 11:32 Stjarnan og Valur spila bæði í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Valur og Stjarnan voru bæði meðal þeirra liða sem komu upp úr skálunum þegar dregið var í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna í dag. Undankeppninni er skipt í tvo hluta, svokallaða meistaraleið og deildarleið. Valskonur fara meistaraleiðina enda Íslandsmeistarar, en Stjarnan fer deildarleiðina eftir að hafa náð 2. sæti í Bestu deildinni í fyrra. Aðeins sextán bestu deildir Evrópu eiga fulltrúa í deildarleiðinni. Keppt er í fjögurra liða riðlum í undankeppninni og kemst aðeins sigurvegari hvers riðils áfram á seinna stig undankeppninnar. Ákveðið verður brátt hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli og því mögulegt að spilað verði á Íslandi. Valur gegn tyrknesku og albönsku liði? Valskonur drógust í riðil sjö og mæta þar í undanúrslitum tyrkneska liðinu Fomget. Sigurliðið úr þeim leik mætir svo sigurliðinu úr leik Vllaznia frá Albaníu og Hajvalia frá Kósovó, í úrslitaleik. Tapliðin mætast einnig í leik um 3. sæti. Stjarnan slapp við Arsenal og Juventus Stjörnukonur eiga hins vegar mun erfiðara verkefni fyrir höndum. Þær voru þó afskaplega heppnar með drátt því þær hefðu getað lent gegn liðum eins og Arsenal og Juventus. Stjarnan mætir Levante frá Spáni í undanúrslitum, og sigurliðið mætir svo Twente frá Hollandi eða Sturm Graz frá Austurríki í úrslitaleik. Levante og Twente voru lægst skrifuðu liðin sem Stjarnan gat dregist á móti. Juventus, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, mætir Okzhetpes frá Kasakstan í undanúrslitum og svo Frankfurt eða Slovácko frá Tékklandi. Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur, mætir Minsk frá Hvíta-Rússlandi og sigurliðið mætir svo Bröndby eða Celtic í úrslitaleik. Leikið í september Leikirnir í undanúrslitum eiga að fara fram 6. september og úrslitaleikirnir, sem og leikir um 3. sæti í hverjum riðli, eru 9. september. Nú þegar dregið hefur verið mun það svo í framhaldinu skýrast hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Leik lokið: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira
Undankeppninni er skipt í tvo hluta, svokallaða meistaraleið og deildarleið. Valskonur fara meistaraleiðina enda Íslandsmeistarar, en Stjarnan fer deildarleiðina eftir að hafa náð 2. sæti í Bestu deildinni í fyrra. Aðeins sextán bestu deildir Evrópu eiga fulltrúa í deildarleiðinni. Keppt er í fjögurra liða riðlum í undankeppninni og kemst aðeins sigurvegari hvers riðils áfram á seinna stig undankeppninnar. Ákveðið verður brátt hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli og því mögulegt að spilað verði á Íslandi. Valur gegn tyrknesku og albönsku liði? Valskonur drógust í riðil sjö og mæta þar í undanúrslitum tyrkneska liðinu Fomget. Sigurliðið úr þeim leik mætir svo sigurliðinu úr leik Vllaznia frá Albaníu og Hajvalia frá Kósovó, í úrslitaleik. Tapliðin mætast einnig í leik um 3. sæti. Stjarnan slapp við Arsenal og Juventus Stjörnukonur eiga hins vegar mun erfiðara verkefni fyrir höndum. Þær voru þó afskaplega heppnar með drátt því þær hefðu getað lent gegn liðum eins og Arsenal og Juventus. Stjarnan mætir Levante frá Spáni í undanúrslitum, og sigurliðið mætir svo Twente frá Hollandi eða Sturm Graz frá Austurríki í úrslitaleik. Levante og Twente voru lægst skrifuðu liðin sem Stjarnan gat dregist á móti. Juventus, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, mætir Okzhetpes frá Kasakstan í undanúrslitum og svo Frankfurt eða Slovácko frá Tékklandi. Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur, mætir Minsk frá Hvíta-Rússlandi og sigurliðið mætir svo Bröndby eða Celtic í úrslitaleik. Leikið í september Leikirnir í undanúrslitum eiga að fara fram 6. september og úrslitaleikirnir, sem og leikir um 3. sæti í hverjum riðli, eru 9. september. Nú þegar dregið hefur verið mun það svo í framhaldinu skýrast hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Leik lokið: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira