Öll félög hækkað eftir Alvotech vendingar Eiður Þór Árnason skrifar 30. júní 2023 14:54 Mikil hreyfing hefur verið á gengi bréfa í Kauphöllinni síðustu daga. Vísir/vilhelm Gengi allra skráðra félaga í Kauphöll Íslands hefur hækkað það sem af er degi eftir miklar lækkanir í gær. Líftæknifyrirtækið Alvotech er hástökkvari dagsins með 14,30 prósent hækkun en næst á eftir koma Sýn með 6,67 prósenta hækkun og Skel með 6,09 prósent. Þá hefur velta markaðarins verið umfram meðaltal mánaðarins bæði í dag og í gær. Sigurður Óli Sigurðarson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum segir í grunninn engan einn atburð orsaka þær hækkanir sem hafi sést á markaðinum í dag. Mikil lækkun hafi verið í Kauphöllinni í gær í tengslum við tilkynningu Alvotech þess efnis að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hyggist ekki afgreiða umsókn fyrirtækisins um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Alvotech hafi svo dregið önnur félög í Kauphöllinni niður með sér sem lækkuðu sömuleiðis í gær. Staðan í Kauphöllinni á þriðja tímanum í dag.Keldan „Mikil eftirvænting var eftir tilkynningunni og það mætti segja að ákveðinni ósvissu var eytt á sama tíma en ljóst var að virði hlutabréfa [Alvotech] myndi hreyfast með henni. Að sama skapi hafa fréttir af fjármögnun [Alvotech] verið jákvæðar eftir því sem leið á daginn í gær og í morgun sem virðist hafa aukið trú fjárfesta á félaginu aftur sem aftur á móti hefur hjálpað markaðinum upp á við,“ bætir Sigurður við. „Velta markaðarins í gær og í dag var einnig umfram meðaltal mánaðarins en horfa þarf til þess að það eru alltaf kaupendur og seljendur í öllum tilfellum á hlutabréfamarkaði. Eitthvað af því fjármagni sem fór út af markaðinum í gæti því verið að koma aftur inn í dag,“ segir Sigurður jafnframt um þróunina í Kauphöllinni. Leggur til fé inn í Alvotech til að styðja við reksturinn Fram hefur komið að Alvotech þurfi að mæta auknum kostnaði vegna fyrirséðra tafa á markaðssetningu AVT02 í Bandaríkjunum eftir niðurstöðu Matvæla- og lyfjastofnunarinnar. ATP Holdings ehf., dótturfélag Aztiq sem er stærsti hluthafi Alvotech, hyggst leggja fram allt að 13.600 milljónir króna (eða jafnvirði 100 milljóna dala) til að standa straum af kostnaði við rannsóknar- og þróunarverkefni Alvotech á næstu mánuðum. Fjárfestingafélagið Aztiq er í eigu Róberts Wessmann. Innherji greindi frá því í dag að Aztiq sé að klára sölu á um helmingi af tæplega tuttugu prósenta eignarhlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan. Áætla má að félagið muni fá um 250 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut við söluna. Vísir er í eigu Sýnar. Kauphöllin Alvotech Sýn Skel fjárfestingafélag Tengdar fréttir Fjárfestingafélag Róberts að selja í Lotus fyrir meira en 30 milljarða Fjárfestingafélagið Aztiq, aðaleigandi Alvotech og stýrt af Róberti Wessman, er að klára sölu á um helmingi af tæplega tuttugu prósenta eignarhlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan. Áætla má að félagið muni fá um 250 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut við söluna en Róbert hefur sagt að Aztiq muni leggja Alvotech til frekari fjármuni til að styðja við reksturinn vegna tafa á markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Hlutabréfaverð íslenska líftæknifélagsins hefur rokið upp um meira en tíu prósent í morgun. 30. júní 2023 10:26 Alvotech fær ekki markaðsleyfi fyrir hliðstæðu Humira að svo stöddu Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna mun ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 29. júní 2023 06:36 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Sigurður Óli Sigurðarson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum segir í grunninn engan einn atburð orsaka þær hækkanir sem hafi sést á markaðinum í dag. Mikil lækkun hafi verið í Kauphöllinni í gær í tengslum við tilkynningu Alvotech þess efnis að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hyggist ekki afgreiða umsókn fyrirtækisins um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Alvotech hafi svo dregið önnur félög í Kauphöllinni niður með sér sem lækkuðu sömuleiðis í gær. Staðan í Kauphöllinni á þriðja tímanum í dag.Keldan „Mikil eftirvænting var eftir tilkynningunni og það mætti segja að ákveðinni ósvissu var eytt á sama tíma en ljóst var að virði hlutabréfa [Alvotech] myndi hreyfast með henni. Að sama skapi hafa fréttir af fjármögnun [Alvotech] verið jákvæðar eftir því sem leið á daginn í gær og í morgun sem virðist hafa aukið trú fjárfesta á félaginu aftur sem aftur á móti hefur hjálpað markaðinum upp á við,“ bætir Sigurður við. „Velta markaðarins í gær og í dag var einnig umfram meðaltal mánaðarins en horfa þarf til þess að það eru alltaf kaupendur og seljendur í öllum tilfellum á hlutabréfamarkaði. Eitthvað af því fjármagni sem fór út af markaðinum í gæti því verið að koma aftur inn í dag,“ segir Sigurður jafnframt um þróunina í Kauphöllinni. Leggur til fé inn í Alvotech til að styðja við reksturinn Fram hefur komið að Alvotech þurfi að mæta auknum kostnaði vegna fyrirséðra tafa á markaðssetningu AVT02 í Bandaríkjunum eftir niðurstöðu Matvæla- og lyfjastofnunarinnar. ATP Holdings ehf., dótturfélag Aztiq sem er stærsti hluthafi Alvotech, hyggst leggja fram allt að 13.600 milljónir króna (eða jafnvirði 100 milljóna dala) til að standa straum af kostnaði við rannsóknar- og þróunarverkefni Alvotech á næstu mánuðum. Fjárfestingafélagið Aztiq er í eigu Róberts Wessmann. Innherji greindi frá því í dag að Aztiq sé að klára sölu á um helmingi af tæplega tuttugu prósenta eignarhlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan. Áætla má að félagið muni fá um 250 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut við söluna. Vísir er í eigu Sýnar.
Kauphöllin Alvotech Sýn Skel fjárfestingafélag Tengdar fréttir Fjárfestingafélag Róberts að selja í Lotus fyrir meira en 30 milljarða Fjárfestingafélagið Aztiq, aðaleigandi Alvotech og stýrt af Róberti Wessman, er að klára sölu á um helmingi af tæplega tuttugu prósenta eignarhlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan. Áætla má að félagið muni fá um 250 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut við söluna en Róbert hefur sagt að Aztiq muni leggja Alvotech til frekari fjármuni til að styðja við reksturinn vegna tafa á markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Hlutabréfaverð íslenska líftæknifélagsins hefur rokið upp um meira en tíu prósent í morgun. 30. júní 2023 10:26 Alvotech fær ekki markaðsleyfi fyrir hliðstæðu Humira að svo stöddu Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna mun ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 29. júní 2023 06:36 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Fjárfestingafélag Róberts að selja í Lotus fyrir meira en 30 milljarða Fjárfestingafélagið Aztiq, aðaleigandi Alvotech og stýrt af Róberti Wessman, er að klára sölu á um helmingi af tæplega tuttugu prósenta eignarhlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan. Áætla má að félagið muni fá um 250 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut við söluna en Róbert hefur sagt að Aztiq muni leggja Alvotech til frekari fjármuni til að styðja við reksturinn vegna tafa á markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Hlutabréfaverð íslenska líftæknifélagsins hefur rokið upp um meira en tíu prósent í morgun. 30. júní 2023 10:26
Alvotech fær ekki markaðsleyfi fyrir hliðstæðu Humira að svo stöddu Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna mun ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 29. júní 2023 06:36