Vill nefna rostunginn Lalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2023 16:33 Rostungurinn Lalli flatmagar á Króknum. LÁRA HALLA SIGURÐARDÓTTIR Ágúst Kárason, hafnarvörður á Sauðárkróki, vill nefna rostung, sem flatmagar nú á höfninni, í höfuðið á fyrrverandi hafnarverði. Starfsmenn hafnarinnar eru þegar farnir að kalla rostunginn nafninu Lárus, eða Lalli. Lalli mætti á höfnina um klukkan níu í gærkvöldi og hefur sig ekkert fært. „Það voru eiginlega tryllukarlarnir sem urðu fyrst varir við hann, það fólk sem var þarna á ferðinni. Hann er ekki einu sinni farinn að borga hafnargjöld, kvikindið á honum,“ segir Ágúst og hlær. Þetta er þriðji rostungurinn á þessu ári sem hefur haft viðkomu hér á Íslandi. Hinir tveir komu við annars vegar á Þórshöfn og hins vegar Álftanesi. Bæði skiptin vakti viðkoman mikla athygli. Þetta skiptið er engin undantekning. „Það er stanslaus traffík þarna, alveg ótrúlega mikið og bara gaman að þessu. Það væri gaman ef hann verður hérna á fimmtudaginn í næstu viku, þá kemur skemmtiferðaskip. Þannig að við erum að reyna að landa samningum við hann.“ Það sé virkilega sérstakt að sjá svona skepnu. „Hann er ofboðslega stór, hann er örugglega átta hundruð kíló eða meira. Þetta er mjög stór skepna og húðlatur, hann hreyfir sig ekki,“ segir Ágúst. Rostungar sem hafa gert sig heimakomna í byggð hafa oft og tíðum fengið nafn. Rostungur sem heimsótti Þórshöfn í apríl hefur fengið nafnið Þór og rostungurinn sem naut lífsins á smábátahöfn nærri Osló í Norgi síðasta haust, fékk nafnið Freyja. „Ég vil nú bara nefna hann eftir gömlum hafnarverði hérna, honum Lárusi. Þannig að við köllum hann bara Lalla.“ Dýr Skagafjörður Hafnarmál Tengdar fréttir Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. 30. júní 2023 08:35 Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 7. júní 2023 19:21 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Lalli mætti á höfnina um klukkan níu í gærkvöldi og hefur sig ekkert fært. „Það voru eiginlega tryllukarlarnir sem urðu fyrst varir við hann, það fólk sem var þarna á ferðinni. Hann er ekki einu sinni farinn að borga hafnargjöld, kvikindið á honum,“ segir Ágúst og hlær. Þetta er þriðji rostungurinn á þessu ári sem hefur haft viðkomu hér á Íslandi. Hinir tveir komu við annars vegar á Þórshöfn og hins vegar Álftanesi. Bæði skiptin vakti viðkoman mikla athygli. Þetta skiptið er engin undantekning. „Það er stanslaus traffík þarna, alveg ótrúlega mikið og bara gaman að þessu. Það væri gaman ef hann verður hérna á fimmtudaginn í næstu viku, þá kemur skemmtiferðaskip. Þannig að við erum að reyna að landa samningum við hann.“ Það sé virkilega sérstakt að sjá svona skepnu. „Hann er ofboðslega stór, hann er örugglega átta hundruð kíló eða meira. Þetta er mjög stór skepna og húðlatur, hann hreyfir sig ekki,“ segir Ágúst. Rostungar sem hafa gert sig heimakomna í byggð hafa oft og tíðum fengið nafn. Rostungur sem heimsótti Þórshöfn í apríl hefur fengið nafnið Þór og rostungurinn sem naut lífsins á smábátahöfn nærri Osló í Norgi síðasta haust, fékk nafnið Freyja. „Ég vil nú bara nefna hann eftir gömlum hafnarverði hérna, honum Lárusi. Þannig að við köllum hann bara Lalla.“
Dýr Skagafjörður Hafnarmál Tengdar fréttir Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. 30. júní 2023 08:35 Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 7. júní 2023 19:21 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. 30. júní 2023 08:35
Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 7. júní 2023 19:21