Flugferð Play til Kaupmannahafnar aflýst með stuttum fyrirvara Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 23:03 Flugferð Play til Kaupmannahafnar í dag var aflýst vegna vélarbilunar. Vísir/Vilhelm Flugferð Play til Kaupmannahafnar klukkan 14.50 í dag var seinkað tvisvar og síðan aflýst með skömmum fyrirvara. Ástæðan var bilun sem kom upp í flugvélinni. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, greindi frá því í samtali við Vísi að vélarbilun hefði valdið því að flugferðinni var aflýst. Hann segir farþegum hafa boðist að fá miðann endurgreiddan, far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða að bóka sig í flugferð annað. Karl Guðlaugsson, faðir og tengdafaðir ungs pars sem átti miða með Play til Kaupmannahafnar var ekki sáttur með vinnubrögð Play sem tvífrestuðu flugferðinni með skömmum fyrirvara áður en henni var að lokum aflýst. Hann sagði erfitt að ná í fulltrúa Play. Ósáttur við lítinn fyrirvara og samskiptaleysi „Ég á börn sem voru að fara með ungabarn í flug með Play í dag til Kaupmannahafnar,“ sagði Karl í samtali við Vísi. „Vélin átti að fara 14.50 og þau fá 13.22 tilkynningu um seinkun um klukkutíma með þriggja mánaða gamalt barn. Svo fá þau aftur klukkan 13.28 aðra lýsingu á seinkun og svo fá þau klukkan 16.03 að fluginu hafi verið aflýst,“ segir hann. Farþegunum var í staðinn boðið að fá miðann endurgreiddan eða far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða flugferð annað. Hins vegar sagði Karl að það hefði ekki gengið neitt að ná í „nokkurn einasta mann, það er enginn til þess að tala við“. Hann segir son sinn og tengdadóttur nauðsynlega hafa þurft að komast til Kaupmannahafnar. Þau hefðu getað komist með flugi Icelandair klukkan hálf fimm ef Play hefði aflýst fluginu frá byrjun en ekki dregið það svona með frestunum. „Það var fullt af Dönum þarna sem köstuðu upp höndum og vissu ekkert hvað þau ættu að gera af því þau náði ekki sambandi við nokkurn einasta mann,“ segir hann. Vélarbilun orsök aflýsingar Upplýsingafulltrúi sagði vélarbilun hafa valdið aflýsingunni og að hægt væri að ná í þjónustuver Play á vefnum. „Það var vélarbilun og farþegum eru boðnir pakkað sem felast í endurgreiðslu eða að bóka sig á næsta lausa flug eða þá eitthvað flug sem hentar frekar annað,“ sagði Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play í viðtali við Vísi. Birgir sagðist ekki vita hvers vegna fluginu var tvisvar seinkað áður en því var aflýst. Hann hefði fengið að vita að því hefði verið aflýst. „Við erum ekki með síma, þjónustuverið okkar er alfarið á netinu þannig það má ná í okkur á Facebook, Instagram og vefnum okkar, Flyplay.com, þar er spjallmenni og hnappur sem segir „Hafðu samband“,“ sagði Birgir um mögulegar leiðir til að ná í flugfélagið. Þjónustuverið svaraði þar öllum skilaboðum eins fljótt og auðið er. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, greindi frá því í samtali við Vísi að vélarbilun hefði valdið því að flugferðinni var aflýst. Hann segir farþegum hafa boðist að fá miðann endurgreiddan, far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða að bóka sig í flugferð annað. Karl Guðlaugsson, faðir og tengdafaðir ungs pars sem átti miða með Play til Kaupmannahafnar var ekki sáttur með vinnubrögð Play sem tvífrestuðu flugferðinni með skömmum fyrirvara áður en henni var að lokum aflýst. Hann sagði erfitt að ná í fulltrúa Play. Ósáttur við lítinn fyrirvara og samskiptaleysi „Ég á börn sem voru að fara með ungabarn í flug með Play í dag til Kaupmannahafnar,“ sagði Karl í samtali við Vísi. „Vélin átti að fara 14.50 og þau fá 13.22 tilkynningu um seinkun um klukkutíma með þriggja mánaða gamalt barn. Svo fá þau aftur klukkan 13.28 aðra lýsingu á seinkun og svo fá þau klukkan 16.03 að fluginu hafi verið aflýst,“ segir hann. Farþegunum var í staðinn boðið að fá miðann endurgreiddan eða far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða flugferð annað. Hins vegar sagði Karl að það hefði ekki gengið neitt að ná í „nokkurn einasta mann, það er enginn til þess að tala við“. Hann segir son sinn og tengdadóttur nauðsynlega hafa þurft að komast til Kaupmannahafnar. Þau hefðu getað komist með flugi Icelandair klukkan hálf fimm ef Play hefði aflýst fluginu frá byrjun en ekki dregið það svona með frestunum. „Það var fullt af Dönum þarna sem köstuðu upp höndum og vissu ekkert hvað þau ættu að gera af því þau náði ekki sambandi við nokkurn einasta mann,“ segir hann. Vélarbilun orsök aflýsingar Upplýsingafulltrúi sagði vélarbilun hafa valdið aflýsingunni og að hægt væri að ná í þjónustuver Play á vefnum. „Það var vélarbilun og farþegum eru boðnir pakkað sem felast í endurgreiðslu eða að bóka sig á næsta lausa flug eða þá eitthvað flug sem hentar frekar annað,“ sagði Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play í viðtali við Vísi. Birgir sagðist ekki vita hvers vegna fluginu var tvisvar seinkað áður en því var aflýst. Hann hefði fengið að vita að því hefði verið aflýst. „Við erum ekki með síma, þjónustuverið okkar er alfarið á netinu þannig það má ná í okkur á Facebook, Instagram og vefnum okkar, Flyplay.com, þar er spjallmenni og hnappur sem segir „Hafðu samband“,“ sagði Birgir um mögulegar leiðir til að ná í flugfélagið. Þjónustuverið svaraði þar öllum skilaboðum eins fljótt og auðið er.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira