Flugferð Play til Kaupmannahafnar aflýst með stuttum fyrirvara Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 23:03 Flugferð Play til Kaupmannahafnar í dag var aflýst vegna vélarbilunar. Vísir/Vilhelm Flugferð Play til Kaupmannahafnar klukkan 14.50 í dag var seinkað tvisvar og síðan aflýst með skömmum fyrirvara. Ástæðan var bilun sem kom upp í flugvélinni. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, greindi frá því í samtali við Vísi að vélarbilun hefði valdið því að flugferðinni var aflýst. Hann segir farþegum hafa boðist að fá miðann endurgreiddan, far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða að bóka sig í flugferð annað. Karl Guðlaugsson, faðir og tengdafaðir ungs pars sem átti miða með Play til Kaupmannahafnar var ekki sáttur með vinnubrögð Play sem tvífrestuðu flugferðinni með skömmum fyrirvara áður en henni var að lokum aflýst. Hann sagði erfitt að ná í fulltrúa Play. Ósáttur við lítinn fyrirvara og samskiptaleysi „Ég á börn sem voru að fara með ungabarn í flug með Play í dag til Kaupmannahafnar,“ sagði Karl í samtali við Vísi. „Vélin átti að fara 14.50 og þau fá 13.22 tilkynningu um seinkun um klukkutíma með þriggja mánaða gamalt barn. Svo fá þau aftur klukkan 13.28 aðra lýsingu á seinkun og svo fá þau klukkan 16.03 að fluginu hafi verið aflýst,“ segir hann. Farþegunum var í staðinn boðið að fá miðann endurgreiddan eða far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða flugferð annað. Hins vegar sagði Karl að það hefði ekki gengið neitt að ná í „nokkurn einasta mann, það er enginn til þess að tala við“. Hann segir son sinn og tengdadóttur nauðsynlega hafa þurft að komast til Kaupmannahafnar. Þau hefðu getað komist með flugi Icelandair klukkan hálf fimm ef Play hefði aflýst fluginu frá byrjun en ekki dregið það svona með frestunum. „Það var fullt af Dönum þarna sem köstuðu upp höndum og vissu ekkert hvað þau ættu að gera af því þau náði ekki sambandi við nokkurn einasta mann,“ segir hann. Vélarbilun orsök aflýsingar Upplýsingafulltrúi sagði vélarbilun hafa valdið aflýsingunni og að hægt væri að ná í þjónustuver Play á vefnum. „Það var vélarbilun og farþegum eru boðnir pakkað sem felast í endurgreiðslu eða að bóka sig á næsta lausa flug eða þá eitthvað flug sem hentar frekar annað,“ sagði Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play í viðtali við Vísi. Birgir sagðist ekki vita hvers vegna fluginu var tvisvar seinkað áður en því var aflýst. Hann hefði fengið að vita að því hefði verið aflýst. „Við erum ekki með síma, þjónustuverið okkar er alfarið á netinu þannig það má ná í okkur á Facebook, Instagram og vefnum okkar, Flyplay.com, þar er spjallmenni og hnappur sem segir „Hafðu samband“,“ sagði Birgir um mögulegar leiðir til að ná í flugfélagið. Þjónustuverið svaraði þar öllum skilaboðum eins fljótt og auðið er. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, greindi frá því í samtali við Vísi að vélarbilun hefði valdið því að flugferðinni var aflýst. Hann segir farþegum hafa boðist að fá miðann endurgreiddan, far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða að bóka sig í flugferð annað. Karl Guðlaugsson, faðir og tengdafaðir ungs pars sem átti miða með Play til Kaupmannahafnar var ekki sáttur með vinnubrögð Play sem tvífrestuðu flugferðinni með skömmum fyrirvara áður en henni var að lokum aflýst. Hann sagði erfitt að ná í fulltrúa Play. Ósáttur við lítinn fyrirvara og samskiptaleysi „Ég á börn sem voru að fara með ungabarn í flug með Play í dag til Kaupmannahafnar,“ sagði Karl í samtali við Vísi. „Vélin átti að fara 14.50 og þau fá 13.22 tilkynningu um seinkun um klukkutíma með þriggja mánaða gamalt barn. Svo fá þau aftur klukkan 13.28 aðra lýsingu á seinkun og svo fá þau klukkan 16.03 að fluginu hafi verið aflýst,“ segir hann. Farþegunum var í staðinn boðið að fá miðann endurgreiddan eða far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða flugferð annað. Hins vegar sagði Karl að það hefði ekki gengið neitt að ná í „nokkurn einasta mann, það er enginn til þess að tala við“. Hann segir son sinn og tengdadóttur nauðsynlega hafa þurft að komast til Kaupmannahafnar. Þau hefðu getað komist með flugi Icelandair klukkan hálf fimm ef Play hefði aflýst fluginu frá byrjun en ekki dregið það svona með frestunum. „Það var fullt af Dönum þarna sem köstuðu upp höndum og vissu ekkert hvað þau ættu að gera af því þau náði ekki sambandi við nokkurn einasta mann,“ segir hann. Vélarbilun orsök aflýsingar Upplýsingafulltrúi sagði vélarbilun hafa valdið aflýsingunni og að hægt væri að ná í þjónustuver Play á vefnum. „Það var vélarbilun og farþegum eru boðnir pakkað sem felast í endurgreiðslu eða að bóka sig á næsta lausa flug eða þá eitthvað flug sem hentar frekar annað,“ sagði Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play í viðtali við Vísi. Birgir sagðist ekki vita hvers vegna fluginu var tvisvar seinkað áður en því var aflýst. Hann hefði fengið að vita að því hefði verið aflýst. „Við erum ekki með síma, þjónustuverið okkar er alfarið á netinu þannig það má ná í okkur á Facebook, Instagram og vefnum okkar, Flyplay.com, þar er spjallmenni og hnappur sem segir „Hafðu samband“,“ sagði Birgir um mögulegar leiðir til að ná í flugfélagið. Þjónustuverið svaraði þar öllum skilaboðum eins fljótt og auðið er.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira