Tveir lagðir inn vegna alvarlegrar nóróveirusýkingar Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2023 18:33 Tveir voru lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri vegna alvarlegra veikinda í kjölfar nóróveirusýkingar. Vísir/Vilhelm Tveir voru lagðir inn á Sjúkrahús Akureyrar með alvarlega veikindi vegna nóróveirusýkingar eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. Forstjóri sjúkrahússins gat ekki staðfest að annar einstaklinganna væri látinn líkt og hefur verið fullyrt í fjölmiðlum. Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. Tveir voru lagði inn með alvarleg veikindi á Sjúkrahús Akureyrar vegna sýkingarinnar. Fyrr í kvöld greindi mbl frá því að kona á níræðisaldri væri látin í kjölfar nóróveirusýkingar. Ekki hægt að staðfesta andlát Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, staðfesti í samtali við Vísi að tveir hefðu verið lagðir inn með alvarlega veikindi vegna nóróveirusýkingar en gat ekki staðfest að einn væri látinn líkt og mbl hafa fullyrt. „Við getum ekki staðfest andlátið þar sem við höfum ekki staðfestinguna,“ sagði Hildigunnur og því hlytu fréttirnar að koma annars staðar frá. Þá sagði hún að ástæða andláts lægi ekki fyrir og fannst henni ólíklegt að búið væri að gefa út dánarvottorð. Engar sýkingar síðustu 36 klukkutíma Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi, sagði ekkert nýtt smit hafa komið upp síðustu 36 klukkutíma og það hafi enginn verið lagður inn á umdæmi Sjúkrahúss Austurlands. „Vaktlæknar hafa ekkert heyrt af þessu hér á Austurlandi og það eru engin ný smit í tengslum við hótelið,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. Pétur Heimisson sagði heppilegt að fáir hafi átt bókað á hótelinu um helgina og því hafi verið auðveldara að grípa til viðeigandi sóttvarnarráðstafanna. Sýkingin að ganga yfir Örn Ragnarsson, umdæmislæknir sóttvarna á Norðurlandi, sagði nóróveirusýkinguna vera að ganga yfir. „Ég held að þetta sé að fjara út,“ sagði Örn aðspurður út í stöðu sýkingarinnar í samtali við Vísi. Örn sagði fjóra hafa verið lagða inn á Norðurlandi, tvo á Akureyri og tvo á Sauðárkróki. Þeir tveir sem voru lagðir inn á Sauðárkróki væru báðir útskrifaðir. „Síðan vissi ég af einhverju fólki sem var bara heima,“ sagði hann en að það hafi ekki neinir leitað eftir aðstoð vegna nýrra smita. Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst tólf nóróveirutilfelli á hóteli á Austurlandi Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru og einn var lagður inn á sjúkrahús eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. 2. júlí 2023 11:01 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. Tveir voru lagði inn með alvarleg veikindi á Sjúkrahús Akureyrar vegna sýkingarinnar. Fyrr í kvöld greindi mbl frá því að kona á níræðisaldri væri látin í kjölfar nóróveirusýkingar. Ekki hægt að staðfesta andlát Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, staðfesti í samtali við Vísi að tveir hefðu verið lagðir inn með alvarlega veikindi vegna nóróveirusýkingar en gat ekki staðfest að einn væri látinn líkt og mbl hafa fullyrt. „Við getum ekki staðfest andlátið þar sem við höfum ekki staðfestinguna,“ sagði Hildigunnur og því hlytu fréttirnar að koma annars staðar frá. Þá sagði hún að ástæða andláts lægi ekki fyrir og fannst henni ólíklegt að búið væri að gefa út dánarvottorð. Engar sýkingar síðustu 36 klukkutíma Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi, sagði ekkert nýtt smit hafa komið upp síðustu 36 klukkutíma og það hafi enginn verið lagður inn á umdæmi Sjúkrahúss Austurlands. „Vaktlæknar hafa ekkert heyrt af þessu hér á Austurlandi og það eru engin ný smit í tengslum við hótelið,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. Pétur Heimisson sagði heppilegt að fáir hafi átt bókað á hótelinu um helgina og því hafi verið auðveldara að grípa til viðeigandi sóttvarnarráðstafanna. Sýkingin að ganga yfir Örn Ragnarsson, umdæmislæknir sóttvarna á Norðurlandi, sagði nóróveirusýkinguna vera að ganga yfir. „Ég held að þetta sé að fjara út,“ sagði Örn aðspurður út í stöðu sýkingarinnar í samtali við Vísi. Örn sagði fjóra hafa verið lagða inn á Norðurlandi, tvo á Akureyri og tvo á Sauðárkróki. Þeir tveir sem voru lagðir inn á Sauðárkróki væru báðir útskrifaðir. „Síðan vissi ég af einhverju fólki sem var bara heima,“ sagði hann en að það hafi ekki neinir leitað eftir aðstoð vegna nýrra smita.
Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst tólf nóróveirutilfelli á hóteli á Austurlandi Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru og einn var lagður inn á sjúkrahús eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. 2. júlí 2023 11:01 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Minnst tólf nóróveirutilfelli á hóteli á Austurlandi Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru og einn var lagður inn á sjúkrahús eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. 2. júlí 2023 11:01