Hlutum gefið framhaldslíf í garðsölu í Hlíðunum Magnús Jochum Pálsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. júlí 2023 20:55 Marjatta Ísberg selur einband sem hún litar úr hinum ýmsu jurtum sem hún finnur í nágrenninu. Vísir/Dúi Íbúar í Hlíðahverfi í Reykjavík nýttu veðurblíðuna og gáfu notuðum hlutum framhaldslíf á hverfismarkaði þar sem kenndi ýmissa grasa. Skipuleggjandinn vonast til að viðburðurinn verði haldinn árlega hér eftir. Þetta er í fyrsta sinn sem Hlíðarbúar halda viðburðinn og segir skipuleggjandi garðsölunnar íbúa hafa tekið vel í hugmyndina. „Mér datt þetta í hug núna í vor, því mig vantaði að losa mig aðeins við draslið hjá mér, að athuga hvort það væri stemming fyrir því að hafa sameiginlegan garðsöludag hérna í Hlíðunum. Það voru rosa góðar undirtektir þannig við kýldum á þetta,“ sagði Anna Helga Guðmundsdóttir, skipuleggjandi markaðarins. Vonir standi til að viðburðurinn verði árlegur en íbúar í hverfinu gátu svo sannarlega gert góð kaup í dag. Salan fjármagni GoKart eða utanlandsferð Það kenndi svo sannarlega ýmissa grasa á garsölunni hjá hinum tíu ára Hannesi Tryggva Hilmarssyni og var hann bjartsýnn á að losna við allt dótið, með einum eða öðrum hætti. Hann ætlaði að nýta peninginn sem safnaðist í GoKart eða í utanlandsferð á óþekktar slóðir. Hannes var vongóður um að allt dótið færi í dag hvort sem það yrði selt eða gefið.Vísir/Dúi „Við erum að selja föt á fimmtíu prósent afslætti, dót, spjöld og alls konar,“ sagði Hannes. Fyrir hverju ertu að safna? „Við erum að safna fyrir gokart eða ferðalagi,“ sagði hann. Og hvert langar þig að fara? „Ég er ekki viss,“ sagði hann þá. „Við erum eiginlega meira að gefa en að selja,“ sagði Hannes að lokum, bjartsýnn um að losna við sem flest dót á garðsölunni. Litar með avókadóhýðum, njóla og öðru illgresi Hin finnska Marjatta Ísberg, sem hefur búið meirihluta ævi sinnar hér á landi, var með heldur forvitnilegar vörur til sölu. „Ég er að selja einband og svo lita ég það með íslenskum jurtum sem ég tíni hér í nágrenninu,“ sagði Marjatta í samtali við fréttastofu. „Ég nota aðallega jurtir sem eru hér úti um allt og helst eins og illgresi,“ sagði hún en þar á meðal voru bönd lituð með njólablöðum, súrufræjum, grenikönglum og avókadóhýðum af því fjölskylda hennar borðaði svo mikið af avókadó. Marjatta litar einband með alls konar skemmtilegum jurtum og selur það.Vísir/Dúi Grín og gaman Reykjavík Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem Hlíðarbúar halda viðburðinn og segir skipuleggjandi garðsölunnar íbúa hafa tekið vel í hugmyndina. „Mér datt þetta í hug núna í vor, því mig vantaði að losa mig aðeins við draslið hjá mér, að athuga hvort það væri stemming fyrir því að hafa sameiginlegan garðsöludag hérna í Hlíðunum. Það voru rosa góðar undirtektir þannig við kýldum á þetta,“ sagði Anna Helga Guðmundsdóttir, skipuleggjandi markaðarins. Vonir standi til að viðburðurinn verði árlegur en íbúar í hverfinu gátu svo sannarlega gert góð kaup í dag. Salan fjármagni GoKart eða utanlandsferð Það kenndi svo sannarlega ýmissa grasa á garsölunni hjá hinum tíu ára Hannesi Tryggva Hilmarssyni og var hann bjartsýnn á að losna við allt dótið, með einum eða öðrum hætti. Hann ætlaði að nýta peninginn sem safnaðist í GoKart eða í utanlandsferð á óþekktar slóðir. Hannes var vongóður um að allt dótið færi í dag hvort sem það yrði selt eða gefið.Vísir/Dúi „Við erum að selja föt á fimmtíu prósent afslætti, dót, spjöld og alls konar,“ sagði Hannes. Fyrir hverju ertu að safna? „Við erum að safna fyrir gokart eða ferðalagi,“ sagði hann. Og hvert langar þig að fara? „Ég er ekki viss,“ sagði hann þá. „Við erum eiginlega meira að gefa en að selja,“ sagði Hannes að lokum, bjartsýnn um að losna við sem flest dót á garðsölunni. Litar með avókadóhýðum, njóla og öðru illgresi Hin finnska Marjatta Ísberg, sem hefur búið meirihluta ævi sinnar hér á landi, var með heldur forvitnilegar vörur til sölu. „Ég er að selja einband og svo lita ég það með íslenskum jurtum sem ég tíni hér í nágrenninu,“ sagði Marjatta í samtali við fréttastofu. „Ég nota aðallega jurtir sem eru hér úti um allt og helst eins og illgresi,“ sagði hún en þar á meðal voru bönd lituð með njólablöðum, súrufræjum, grenikönglum og avókadóhýðum af því fjölskylda hennar borðaði svo mikið af avókadó. Marjatta litar einband með alls konar skemmtilegum jurtum og selur það.Vísir/Dúi
Grín og gaman Reykjavík Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira