Stjórn Regins fellur ekki frá yfirtökutilboði í Eik Eiður Þór Árnason skrifar 3. júlí 2023 09:26 Verslunarmiðstöðin Kringlan er á meðal fasteigna í eignasafni Reita. Vísir/vilhelm Stjórn fasteignafélagsins Regins hyggst standa við áform sín um að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar. Stjórnir fasteignafélaganna Reita og Eikar tilkynntu á föstudag að þær hafi samþykkt að ganga til samrunaviðræðna. „Líkt og kom fram í tilkynningu félagsins, dags. 8. júní 2023, um fyrirhugað valfrjálst yfirtökutilboð Regins í Eik, liggur fyrir að hluthafar í Eik, sem fara með meirihluta hlutafjár Eikar, hafa lýst yfir jákvæðum viðbrögðum gagnvart áformunum í kjölfar markaðsþreifinga,“ segir í tilkynningu stjórnar Regins til Kauphallar. Fram hefur komið að Brimgarðar, stærsti eigandi Eikar sem fer með rúmlega fjórðungshlut, hafi lagst gegn yfirtökutilboði Regins. Þegar greint var frá samrunaviðræðum Reita og Eikar fyrir helgi kom fram að stjórn Eikar vildi kanna hvort grundvöllur væri fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins en næst á eftir fylgja Reginn og Eik sem er það þriðja stærsta. Yfirtökutilboðið í lögbundnum farvegi Gangi yfirtaka Regins eftir er fyrirhugað að Eik verði afskráð af markaði, sameinað Regin eða rekið sem dótturfélag að meirihluta í eigu þess og verði þannig hluti af samstæðu félagsins. Til stendur að tilboðið verði að fullu fjármagnað með útgáfu nýs hlutafjár í Regin að fenginni heimild hluthafafundar. Í tilkynningu frá Regin er málið sagt vera í lögbundnum farvegi og hluthafafundur í félaginu fyrirhugaður þriðjudaginn 4. júlí þar sem greidd verði atkvæði um tillögu um að veita stjórn heimild til útgáfu nýs hlutafjár í Regin til þess að standa við uppgjör á tilboðinu. „Ákvarðanir stjórna Eikar og Reita raska ekki því lögbundna ferli. Hluthafar eru hvattir til þess að beita atkvæðisrétti sínum á hluthafafundi Regins.“ Skrifstofa Eikar fasteignafélags í Sóltúni í Reykjavík.Eik Samkvæmt yfirtökutilboðinu munu hluthafar Eikar fá 46,0% útgefins hlutafjár í sameinuðu fyrirtæki. Samkvæmt tilkynningu félagsins frá 7. júní nemur nafnvirði útistandandi hlutafjár Eikar án eigin hluta 3,4 milljörðum króna og markaðsvirði félagsins í viðskiptunum 35 milljarðar króna. Nafnvirði útistandandi hlutafjár Regins nemi 1,8 milljarði og markaðsvirði Regins í viðskiptunum sé 41,6 milljarður. Tilboðið muni taka til allra hluta í Eik sem ekki eru þegar í eigu Eikar. „Með viðskiptunum verður til stærsta skráða fasteignafélag landsins með getu til að leiða uppbyggingu sjálfbærra kjarna og sérhæfingu á sviði útleigu og fasteignarekstrar til að mæta auknum kröfum viðskiptavina. Félagið hyggst sækja fram undir nýju nafni. Reginn áætlar að árleg samlegð geti numið 300-500 m.kr. þegar frá líður,“ sagði í tilkynningu Regins frá 7. júní. Með sameinuðu félagi er meðal annars horft til þess að ná fram hagstæðari fjármögnun og meira floti á bréfum þess. Verði af samrunanum yrði til stærsta fasteignafélag landsins. Lífeyrissjóðir jákvæðir í garð yfirtökunnar Innherji hefur greint frá því að hópur fjárfesta sem ræður yfir talsverðum meirihluta hlutafjár í Eik, einkum lífeyrissjóðir, hafi tekið jákvætt í yfirtökutilboð Regins en íslensku fasteignafélögin hafa átt undir högg að sækja á hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið. Gunnar Þór Gíslason, forsvarsmaður Brimgarða, stærsti einstaki eigandi Eikar með um rúman fjórðungshlut, hefur hvatt stjórn Regins til að falla frá hugmyndum um að leggja fram yfirtökutilboð í ljósi eindreginnar andstöðu Brimgarða. Brimgarðar hafi þegar kynnt Regin um neikvæða afstöðu sína en Reginn hafi samt sem áður sent frá sér formlega tilkynningu þar sem skiptagengi var lagt til í yfirtökunni. Það hafi verið óhagstætt fyrir hluthafa Eikar. Gunnar Þór hefur furðað sig því að stjórn Regins skyldi ekki bjóða neitt yfirverð fyrir hlutina í Eik í ljósi þess að um yfirtökutilboð er að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð. Eik fasteignafélag Kauphöllin Reginn Reitir fasteignafélag Tengdar fréttir Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. 30. júní 2023 16:36 Systkinin leggjast gegn yfirtökunni Brimgarðar, langsamlega stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar, leggjast gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Brimgarðar eru dótturfélag Langasjós, eignarhaldsfélags Mata-systkinanna svokölluðu. 22. júní 2023 11:33 Eitt félag í stað tveggja gæti verið „áhugaverðari fjárfestingakostur“ Samruni Regins og Eikar gæti ýtt undir meiri áhuga fjárfesta á félögunum, að mati sjóðstjóra lífeyrissjóðs sem fer með stóran hlut í báðum fyrirtækjum, en markaðsvirði fasteignafélaga er langt undir upplausnarvirði þeirra. Ekki kæmi óvart ef fleiri sambærileg tíðindi myndu berast á næstu tólf mánuðum, að sögn hlutabréfagreinenda. 8. júní 2023 16:19 Reginn gerir yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags Stjórn Regins hf. hefur ákveðið að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Tilboðið verður að fullu fjármagnað með útgáfu nýs hlutafjar í Regin að fenginni heimild hlutahafafundar. 8. júní 2023 06:42 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
„Líkt og kom fram í tilkynningu félagsins, dags. 8. júní 2023, um fyrirhugað valfrjálst yfirtökutilboð Regins í Eik, liggur fyrir að hluthafar í Eik, sem fara með meirihluta hlutafjár Eikar, hafa lýst yfir jákvæðum viðbrögðum gagnvart áformunum í kjölfar markaðsþreifinga,“ segir í tilkynningu stjórnar Regins til Kauphallar. Fram hefur komið að Brimgarðar, stærsti eigandi Eikar sem fer með rúmlega fjórðungshlut, hafi lagst gegn yfirtökutilboði Regins. Þegar greint var frá samrunaviðræðum Reita og Eikar fyrir helgi kom fram að stjórn Eikar vildi kanna hvort grundvöllur væri fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins en næst á eftir fylgja Reginn og Eik sem er það þriðja stærsta. Yfirtökutilboðið í lögbundnum farvegi Gangi yfirtaka Regins eftir er fyrirhugað að Eik verði afskráð af markaði, sameinað Regin eða rekið sem dótturfélag að meirihluta í eigu þess og verði þannig hluti af samstæðu félagsins. Til stendur að tilboðið verði að fullu fjármagnað með útgáfu nýs hlutafjár í Regin að fenginni heimild hluthafafundar. Í tilkynningu frá Regin er málið sagt vera í lögbundnum farvegi og hluthafafundur í félaginu fyrirhugaður þriðjudaginn 4. júlí þar sem greidd verði atkvæði um tillögu um að veita stjórn heimild til útgáfu nýs hlutafjár í Regin til þess að standa við uppgjör á tilboðinu. „Ákvarðanir stjórna Eikar og Reita raska ekki því lögbundna ferli. Hluthafar eru hvattir til þess að beita atkvæðisrétti sínum á hluthafafundi Regins.“ Skrifstofa Eikar fasteignafélags í Sóltúni í Reykjavík.Eik Samkvæmt yfirtökutilboðinu munu hluthafar Eikar fá 46,0% útgefins hlutafjár í sameinuðu fyrirtæki. Samkvæmt tilkynningu félagsins frá 7. júní nemur nafnvirði útistandandi hlutafjár Eikar án eigin hluta 3,4 milljörðum króna og markaðsvirði félagsins í viðskiptunum 35 milljarðar króna. Nafnvirði útistandandi hlutafjár Regins nemi 1,8 milljarði og markaðsvirði Regins í viðskiptunum sé 41,6 milljarður. Tilboðið muni taka til allra hluta í Eik sem ekki eru þegar í eigu Eikar. „Með viðskiptunum verður til stærsta skráða fasteignafélag landsins með getu til að leiða uppbyggingu sjálfbærra kjarna og sérhæfingu á sviði útleigu og fasteignarekstrar til að mæta auknum kröfum viðskiptavina. Félagið hyggst sækja fram undir nýju nafni. Reginn áætlar að árleg samlegð geti numið 300-500 m.kr. þegar frá líður,“ sagði í tilkynningu Regins frá 7. júní. Með sameinuðu félagi er meðal annars horft til þess að ná fram hagstæðari fjármögnun og meira floti á bréfum þess. Verði af samrunanum yrði til stærsta fasteignafélag landsins. Lífeyrissjóðir jákvæðir í garð yfirtökunnar Innherji hefur greint frá því að hópur fjárfesta sem ræður yfir talsverðum meirihluta hlutafjár í Eik, einkum lífeyrissjóðir, hafi tekið jákvætt í yfirtökutilboð Regins en íslensku fasteignafélögin hafa átt undir högg að sækja á hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið. Gunnar Þór Gíslason, forsvarsmaður Brimgarða, stærsti einstaki eigandi Eikar með um rúman fjórðungshlut, hefur hvatt stjórn Regins til að falla frá hugmyndum um að leggja fram yfirtökutilboð í ljósi eindreginnar andstöðu Brimgarða. Brimgarðar hafi þegar kynnt Regin um neikvæða afstöðu sína en Reginn hafi samt sem áður sent frá sér formlega tilkynningu þar sem skiptagengi var lagt til í yfirtökunni. Það hafi verið óhagstætt fyrir hluthafa Eikar. Gunnar Þór hefur furðað sig því að stjórn Regins skyldi ekki bjóða neitt yfirverð fyrir hlutina í Eik í ljósi þess að um yfirtökutilboð er að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eik fasteignafélag Kauphöllin Reginn Reitir fasteignafélag Tengdar fréttir Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. 30. júní 2023 16:36 Systkinin leggjast gegn yfirtökunni Brimgarðar, langsamlega stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar, leggjast gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Brimgarðar eru dótturfélag Langasjós, eignarhaldsfélags Mata-systkinanna svokölluðu. 22. júní 2023 11:33 Eitt félag í stað tveggja gæti verið „áhugaverðari fjárfestingakostur“ Samruni Regins og Eikar gæti ýtt undir meiri áhuga fjárfesta á félögunum, að mati sjóðstjóra lífeyrissjóðs sem fer með stóran hlut í báðum fyrirtækjum, en markaðsvirði fasteignafélaga er langt undir upplausnarvirði þeirra. Ekki kæmi óvart ef fleiri sambærileg tíðindi myndu berast á næstu tólf mánuðum, að sögn hlutabréfagreinenda. 8. júní 2023 16:19 Reginn gerir yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags Stjórn Regins hf. hefur ákveðið að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Tilboðið verður að fullu fjármagnað með útgáfu nýs hlutafjar í Regin að fenginni heimild hlutahafafundar. 8. júní 2023 06:42 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. 30. júní 2023 16:36
Systkinin leggjast gegn yfirtökunni Brimgarðar, langsamlega stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar, leggjast gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Brimgarðar eru dótturfélag Langasjós, eignarhaldsfélags Mata-systkinanna svokölluðu. 22. júní 2023 11:33
Eitt félag í stað tveggja gæti verið „áhugaverðari fjárfestingakostur“ Samruni Regins og Eikar gæti ýtt undir meiri áhuga fjárfesta á félögunum, að mati sjóðstjóra lífeyrissjóðs sem fer með stóran hlut í báðum fyrirtækjum, en markaðsvirði fasteignafélaga er langt undir upplausnarvirði þeirra. Ekki kæmi óvart ef fleiri sambærileg tíðindi myndu berast á næstu tólf mánuðum, að sögn hlutabréfagreinenda. 8. júní 2023 16:19
Reginn gerir yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags Stjórn Regins hf. hefur ákveðið að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Tilboðið verður að fullu fjármagnað með útgáfu nýs hlutafjar í Regin að fenginni heimild hlutahafafundar. 8. júní 2023 06:42