Fær 47 milljónir vegna starfslokanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júlí 2023 18:31 Ásmundur Tryggvason keypti rúmlega 96 þúsund hluti fyrir rúmar ellefu milljónir í útboðinu og hafði einnig samband við regluvörð til að liðka fyrir kaupum starfsmanna. Hann steig til hliðar á laugardag. Aðsend Bankastjóri Íslandsbanka segir stemningu meðal starfsmanna bankans þunga og mikla sorg ríkja eftir erfiða viku. Hann fundar með formanni VR í vikunni og mun gera sitt besta til að endurvinna traust hans. Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum síðastliðna viku: Birna Einarsdóttir bankastjóri sagði starfi sínu lausu á miðvikudag, Ásmundur Tryggvason framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta á laugardag og Atli Rafn Björnsson, sem stýrði fyrirtækjaráðgjöf bankans, í gær. Vistaskiptum þessu tengt er með þessu lokið. Þá séu starfslokasamningar við Atla Rafn og Ásmund í samræmi við ráðningasamninga. „Það er sex mánaða uppsagnafrestur fyrir forstöðumann og tólf mánaða fyrir framkvæmdastjóra,“ segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Þannig mun Ásmundur fá um 47 milljónir króna greiddar vegna starfsloka en samkvæmt ársreikningi bankans frá því í fyrra voru árslaun hans 47 milljónir, eða um 3,9 milljónir í mánaðalaun. Þá eru önnur launatengd gjöld, svo sem mótframlag í lífeyrissjóð og orlof sem safnast upp á uppsagnarfresti, ekki tekin með í reikninginn. Hér má sjá árslaun stjórnenda bankans á síðasta ári. bæði Birna og Ásmundur hafa látið af störfum vegna ábyrgðar þeirra á brotum sem framin voru við útboð á um fjórðungs hut ríkisins í bankanum. Bæði fá þau tólf mánaða uppsagnafrest og má því leiða að því líkum að Birna fái 48,3 milljónir í heildina og Ásmundur 47 milljónir. Skjáskot úr ársreikningi Íslandsbanka 2022 Finnur Árnason stjórnarformaður bankans sagði í síðustu viku í samtali við fréttastofu að Birna fengi uppsagnarfrest samkvæmt lögum, sem eru tólf mánuðir. Árslaun hennar í fyrra voru 48,3 milljónir króna, eða rétt rúmar fjórar milljónir á mánuði. Í ársreikningnum eru árslaun Atla Rafns ekki tiltekin. Fá ráðgjöf um endurbætur Komst þú einhvern vegin að söluferlinu? „Nei, ég kom ekki að framkvæmdinni eða skipulagningu á ferlinu,“ segir Jón Guðni. „Þeir stjórnendur sem héldu utan um verkið hafa sýnt ábyrgð og eru ekki lengur í sínum stöðum.“ Nú verði ráðist í aðrar úrbætur til að uppræta þá fyrirtækjamenningu sem var jarðvegur fyrir þeim brotum sem framin voru. „Það er margþætt og tekur tíma, við erum búin að ráða okkur ráðgjafa til að skoða hvernig þessu er best hagað á Norðurlöndunum og ætlum að fara mjög vel yfir það. Sömuleiðis skilum við inn okkar úrbótaáætlun til FME og svo förum við yfir þetta allt á hluthafafundi 28. júní.“ Fundar með Ragnari í vikunni Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hótaði í síðustu viku að hætta viðskiptum við bankann bergðist hann ekki betur við stöðu mála. VR er með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka. Sömuleiðis sagðist Ragnar ætla að beina því til Lífeyrissjóðs verslunarmanna að slíta viðskiptum við bankann. Hefurðu rætt við Ragnar? „Nei, ekki ennþá, en ég ætla að hitta hann í vikunni og geri mitt besta til að endurvinna traust hjá honum eins og öðrum,“ segir Jón Guðni. Fáir aðrir hafi viðrað hugmyndir um að slíta viðskiptum við bankann. „Við höfum hins vegar fundið mikla samkennd hjá viðskiptavinum sem hafa verið lengi í viðskiptum og þekkja sína framlínustarfsmenn, viðskiptastjóra og tengiliði mjög vel,“ segir Jón Guðni. Hvernig er stemningin hjá starfsmönnum? „Hún er þung. Það er mikil sorg og miklar tilfinningar. Það ber að bera virðingu fyrir því. Það tekur sinn tíma að vinna úr því og það er verkefnið framundan.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Kjaramál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ákveða framhald viðskipta eftir hluthafafund bankans Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn félagsins muni ákveða framhald viðskipta við Íslandsbanka að loknum hluthafafundi 28. júlí. Á fundinum verður ný stjórn kjörin. 3. júlí 2023 16:55 Starfsmannabreytingum hjá Íslandsbanka vegna útboðsins lokið Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum undanfarna viku, síðast í gær. Bankastjóri segir starfsmannabreytingum með þessu lokið. Greint verði frá frekari úrbótum á starfsemi bankans á hluthafafundi í lok mánaðar. 3. júlí 2023 11:50 Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum síðastliðna viku: Birna Einarsdóttir bankastjóri sagði starfi sínu lausu á miðvikudag, Ásmundur Tryggvason framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta á laugardag og Atli Rafn Björnsson, sem stýrði fyrirtækjaráðgjöf bankans, í gær. Vistaskiptum þessu tengt er með þessu lokið. Þá séu starfslokasamningar við Atla Rafn og Ásmund í samræmi við ráðningasamninga. „Það er sex mánaða uppsagnafrestur fyrir forstöðumann og tólf mánaða fyrir framkvæmdastjóra,“ segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Þannig mun Ásmundur fá um 47 milljónir króna greiddar vegna starfsloka en samkvæmt ársreikningi bankans frá því í fyrra voru árslaun hans 47 milljónir, eða um 3,9 milljónir í mánaðalaun. Þá eru önnur launatengd gjöld, svo sem mótframlag í lífeyrissjóð og orlof sem safnast upp á uppsagnarfresti, ekki tekin með í reikninginn. Hér má sjá árslaun stjórnenda bankans á síðasta ári. bæði Birna og Ásmundur hafa látið af störfum vegna ábyrgðar þeirra á brotum sem framin voru við útboð á um fjórðungs hut ríkisins í bankanum. Bæði fá þau tólf mánaða uppsagnafrest og má því leiða að því líkum að Birna fái 48,3 milljónir í heildina og Ásmundur 47 milljónir. Skjáskot úr ársreikningi Íslandsbanka 2022 Finnur Árnason stjórnarformaður bankans sagði í síðustu viku í samtali við fréttastofu að Birna fengi uppsagnarfrest samkvæmt lögum, sem eru tólf mánuðir. Árslaun hennar í fyrra voru 48,3 milljónir króna, eða rétt rúmar fjórar milljónir á mánuði. Í ársreikningnum eru árslaun Atla Rafns ekki tiltekin. Fá ráðgjöf um endurbætur Komst þú einhvern vegin að söluferlinu? „Nei, ég kom ekki að framkvæmdinni eða skipulagningu á ferlinu,“ segir Jón Guðni. „Þeir stjórnendur sem héldu utan um verkið hafa sýnt ábyrgð og eru ekki lengur í sínum stöðum.“ Nú verði ráðist í aðrar úrbætur til að uppræta þá fyrirtækjamenningu sem var jarðvegur fyrir þeim brotum sem framin voru. „Það er margþætt og tekur tíma, við erum búin að ráða okkur ráðgjafa til að skoða hvernig þessu er best hagað á Norðurlöndunum og ætlum að fara mjög vel yfir það. Sömuleiðis skilum við inn okkar úrbótaáætlun til FME og svo förum við yfir þetta allt á hluthafafundi 28. júní.“ Fundar með Ragnari í vikunni Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hótaði í síðustu viku að hætta viðskiptum við bankann bergðist hann ekki betur við stöðu mála. VR er með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka. Sömuleiðis sagðist Ragnar ætla að beina því til Lífeyrissjóðs verslunarmanna að slíta viðskiptum við bankann. Hefurðu rætt við Ragnar? „Nei, ekki ennþá, en ég ætla að hitta hann í vikunni og geri mitt besta til að endurvinna traust hjá honum eins og öðrum,“ segir Jón Guðni. Fáir aðrir hafi viðrað hugmyndir um að slíta viðskiptum við bankann. „Við höfum hins vegar fundið mikla samkennd hjá viðskiptavinum sem hafa verið lengi í viðskiptum og þekkja sína framlínustarfsmenn, viðskiptastjóra og tengiliði mjög vel,“ segir Jón Guðni. Hvernig er stemningin hjá starfsmönnum? „Hún er þung. Það er mikil sorg og miklar tilfinningar. Það ber að bera virðingu fyrir því. Það tekur sinn tíma að vinna úr því og það er verkefnið framundan.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Kjaramál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ákveða framhald viðskipta eftir hluthafafund bankans Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn félagsins muni ákveða framhald viðskipta við Íslandsbanka að loknum hluthafafundi 28. júlí. Á fundinum verður ný stjórn kjörin. 3. júlí 2023 16:55 Starfsmannabreytingum hjá Íslandsbanka vegna útboðsins lokið Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum undanfarna viku, síðast í gær. Bankastjóri segir starfsmannabreytingum með þessu lokið. Greint verði frá frekari úrbótum á starfsemi bankans á hluthafafundi í lok mánaðar. 3. júlí 2023 11:50 Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Ákveða framhald viðskipta eftir hluthafafund bankans Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn félagsins muni ákveða framhald viðskipta við Íslandsbanka að loknum hluthafafundi 28. júlí. Á fundinum verður ný stjórn kjörin. 3. júlí 2023 16:55
Starfsmannabreytingum hjá Íslandsbanka vegna útboðsins lokið Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum undanfarna viku, síðast í gær. Bankastjóri segir starfsmannabreytingum með þessu lokið. Greint verði frá frekari úrbótum á starfsemi bankans á hluthafafundi í lok mánaðar. 3. júlí 2023 11:50
Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34