Munur á veltunni þegar fólk getur sleikt sólina Máni Snær Þorláksson skrifar 3. júlí 2023 19:17 Það var nóg að gera á Duck and Rose og eflaust víðar í miðbænum í kvöld. Vísir/Vilhelm Veitingastjóri í miðbænum segir að það hafi verið nóg að gera í miðbænum í sólinni í dag. Hann segir að mikill munur sé á veltunni þegar hægt er að geta bætt við tugum borða utandyra sem séu full allan daginn. „Það er fólk bara liggjandi hérna úti um allt, að njóta og sleikja sólina,“ segir Snorri Björgvin Magnússon, veitingastjóri Duck and Rose, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Snorri segir að fólk sé búið að vera að sleikja sólina á svæðinu síðan staðurinn opnaði í morgun. „Það eru þó nokkrir búnir að vera að spyrja mig hvort ég sé með sólarvörn.“ Unga fólkið sleikti sólina á Austurvelli í dag.Vísir/Vilhelm Þá sé mikið af túristum í bænum. „Maður er farinn að finna fyrir því að skemmtiferðaskipin eru komin til landsins. Fólk stendur þarna í línum nánast.“ Veðrið hefur ekki verið upp á marga fiska á suðvesturhorninu í ár en svo virðist vera sem sumarið hafi loksins fengið minnisblaðið um að kíkja á höfuðborgarsvæðið í dag. Íbúar þökkuðu fyrir sig með því að njóta sólarinnar eins og sjá má á myndum sem ljósmyndari Vísis náði í dag. Það er ekki komið sumar í Reykjavík fyrr en búið er að hoppa í Elliðaá.Vísir/Vilhelm „Það hefðu mátt vera fleiri svona dagar í júní,“ segir Snorri. Gott veður geri mikið fyrir stemninguna hjá fólkinu í bænum. „Það lifnar miklu meira yfir fólkinu þegar sólin kemur.“ Snorri svarar því játandi þegar hann er spurður hvort það sé mikill munur á veltunni á dögum sem þessu, „Það náttúrulega munar að geta bætt við hátt í fimmtíu borðum sem eru full allan daginn.“ Vísir/Vilhelm Veður Reykjavík Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
„Það er fólk bara liggjandi hérna úti um allt, að njóta og sleikja sólina,“ segir Snorri Björgvin Magnússon, veitingastjóri Duck and Rose, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Snorri segir að fólk sé búið að vera að sleikja sólina á svæðinu síðan staðurinn opnaði í morgun. „Það eru þó nokkrir búnir að vera að spyrja mig hvort ég sé með sólarvörn.“ Unga fólkið sleikti sólina á Austurvelli í dag.Vísir/Vilhelm Þá sé mikið af túristum í bænum. „Maður er farinn að finna fyrir því að skemmtiferðaskipin eru komin til landsins. Fólk stendur þarna í línum nánast.“ Veðrið hefur ekki verið upp á marga fiska á suðvesturhorninu í ár en svo virðist vera sem sumarið hafi loksins fengið minnisblaðið um að kíkja á höfuðborgarsvæðið í dag. Íbúar þökkuðu fyrir sig með því að njóta sólarinnar eins og sjá má á myndum sem ljósmyndari Vísis náði í dag. Það er ekki komið sumar í Reykjavík fyrr en búið er að hoppa í Elliðaá.Vísir/Vilhelm „Það hefðu mátt vera fleiri svona dagar í júní,“ segir Snorri. Gott veður geri mikið fyrir stemninguna hjá fólkinu í bænum. „Það lifnar miklu meira yfir fólkinu þegar sólin kemur.“ Snorri svarar því játandi þegar hann er spurður hvort það sé mikill munur á veltunni á dögum sem þessu, „Það náttúrulega munar að geta bætt við hátt í fimmtíu borðum sem eru full allan daginn.“ Vísir/Vilhelm
Veður Reykjavík Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum