Við sýnum frá árás Ísraelsmanna á flóttamannabúðir í borginni Jenin á Vesturbakkanum þar sem að minnsta kosti átta manns hafa fallið og tugir særst. Þetta er mesta hernaðaraðgerð ísralensmanna á Vesturbakkanum í rúm tuttugu ár.
Við tökum á móti handboltalandsliði 21 árs og yngri sem verður fagnað í Mínu garðinum eftir að hafa náð bronsinu á heimsmeistaramóti í Berlín. Við heimsóttum einnig heimilisfólk í Skálatúni í dag sem fagnaði því með grillpylsum og fleira góðgæti að Mosfellsbær hefur tekið þjónsutu við þá yfir. Einn heimilsmanna gerði sér lítið fyrir og söng Presley slagarann Love me Tender fyrr fréttamenn okkar.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.